A site about nothing...

föstudagur, október 10, 2003

Hvað haldið þið að ég hafi gert í dag? Jú fór í golf með 8 öðrum á Bakkakot, í annað skiptið þangað í vikunni og þriðja skiptið í vikunni í golf. Ég var meira að segja skráður í vísó en hætti við til að geta tekið seinni 9. Ég var að spila vægast sagt illa. Týndi kúlum eins og mér væri borgað fyrir það, en raunin var sú að ég og Sigurjón keyptum okkur 24 bolta áður en við lögðum af stað og af þeim áttum við um 9 eftir eða svo, svakalegt. Þetta er þriðji föstudagurinn í röð sem ég fer í golf.
Eddan er í sjónvarpinu, þetta er svona þáttur sem allir eldri en 35-40 horfa á bara því þetta er íslenskt. Mamma mín og amma mega t.d. alls ekki missa af þessu. Reyndar finnst mér að þetta ætti að vera annaðhvert ár því það eru svo fáar myndir sem koma út, allaveganna kvikmyndahlutinn. Pælið t.d. í því að myndir sem voru gjaldgengar í útnefningu íslands til óskarsverðlaunanna voru Nói Albínói og Stella í framboði. Stella í framboði dró framboð sitt tilbaka, enda hefði hún aldrei átt sjens. Sá reyndar ein verðlaun, Hlemmur vann besta heimildarmynd. Sáttur við það enda virkilega góð mynd þar á ferð.
Ég talaði um það nýlega að ísland þyrfti að eignast svona almennileg stuðningsmannalög, nú hafa gaurarnir í Baggalúti búið til eitt sem er frekar fyndið og bara skemmtilegt sko. Besta svona stuðningsmannalag sem ég hef heyrt um Ísland. Gert svona nett grín að landanum í leiðinni. Hægt er að ná í lagið og myndband sem RÚV bjó til á kvikmynd.com

"this is the sexiest song ever written" hvaða lag er það og hverjir coveruðu það? Svona að athuga hvort fólk kann sýna tónlist. Ég var einmitt að pikka þetta lag upp á gítar.