A site about nothing...

þriðjudagur, október 28, 2003

Amazing race, þvílíkur þáttur. Í þættinum í kvöld fóru þau til Indlands og það var rosalegt að sjá fátæktina sem er þarna. Fólk bjó í pappakössum og allar götur fullar af rusli og viðbjóði. Svo þurftu liðin að taka lest og það er ákveðin lífsreynsla. Það er brjálaður troðningur að komast inn í lestina og fólk hrindir hvort öðru til að komast inn. Konurnar í þáttunum liðu soldið fyrir það að vera konur því það var alltaf verið að klípa í rassinn á þeim og káfa á þeim. T.d. gellan hún Tian, sem mér er farið að finnast fáránlega hot en það er annað mál, sagði að sjaldan hefði verið jafn oft klipið í rassinn á henni og konunum öllum leið mjög illa.
Annars er ég ekki að fíla trúðana, mér finnst þeir reyna of mikið að vera fyndnir. Ég held soldið með Tian og Jarré og vona að þær komist áfram því það er aldrei verra að hafa stúlkur í þáttunum sem eru þýðar fyrir augað :). Það hafa verið stúlkur í hinum tveimur seríunum sem komust langt og voru þýðar fyrir augað og það var bara bónus

Tók greiningardag í gær. Var frá 10 til 22 í gærkvöldi bara að læra stærðfræðigreiningu. Í dag gerði ég efnisfræði og aflfræði og allur þessi dugnaður er svo ég geti eytt næstu tveimur dögum í tvö massíf verkefni. Annað er í tölvunarfræðinni og hitt í örtölvu og mælitækni. Ég verð að klára allt á fimmtudeginum því á föstudeginum er haustferðin og maður stefnir nú á að fara í hana.