Ég hef komist að því að ég er magnaður drengur, þ.e. rafmagnaður. Þannig er mál með vexti að teppið sem er á bókasafni VRII er þannig úr garði gjört að það hleður mann upp þegar maður labbar á sokkunum á því, svo leggur maður hendurnar á handriðið sem er úr járni og þá fær maður straum. Þetta er einkar leiðigjarnt og óþægilegt. Svo stundum þegar maður kemur við fólk þá gefur maður því straum og því bregður. Maður ætti kanski að vera voða cheasy, labba að einhverr gellu, vona að maður hafi hlaðist upp við það og koma við hana og segja svo:
"það eru greinilega straumar á milli okkar". HAHAHAHAHA
Sá frekar magnaða mynd í gær, Adaptation. Nicholas Cage leikur tvö hlutverk í henni og stendur sig virkilega vel. Sagan og plottið eru mjög original og töff. Mæli með henni.
"það eru greinilega straumar á milli okkar". HAHAHAHAHA
Sá frekar magnaða mynd í gær, Adaptation. Nicholas Cage leikur tvö hlutverk í henni og stendur sig virkilega vel. Sagan og plottið eru mjög original og töff. Mæli með henni.