A site about nothing...

þriðjudagur, október 21, 2003

Fórum í golf í dag, káki átti afmæli og búið var að plana að fara í golf. Dagurinn byrjaði á því að Sigurjón sendi sms eins og honum einum er lagið. Það hljóðaði svo: Tad er sko golfvedur i dag. Pakkadu nidur vid höldum austur fyrir fjall. Vinir, vedrid og 18 holur.
Við vorum komnir svona hálfeitt, og enginn á svæðinu til að borga til. Það var skítakuldi en sem betur fór hafði ég klætt mig frekar vel þannig að mér leið ekki illa.
Þeir sem voru saman í bíl vorum saman í holli og var ég með Sjonna og Gunna B. Mér gekk ömurlega á fyrsta hring og tapaði nokkrum kúlum og spilaði bara eins illa og hægt var. Þegar við komum í golfskálann eftir fyrri 9 fengum við okkur að borða og strákarnir sem voru búnir á undan okkur sögðu að gaurinn sem sæi um staðinn væri á svæðinu og við þyrftum líklega að borga þá eða eftir seinni 9. Enginn kom meðan við borðuðum og við héldum því af stað og spiluðum seinni 9. Mér gekk miklu betur þá, en við töpuðum samt nokkrum kúlum. Þurftum t.d. að bíða í pínu tíma því enginn af okkur átti aukakúlu handa Sigurjóni sem var soldið duglegur við að týna þeim í upphafshöggunum. 11 högga bæting varð raunin frá seinni 9 og ég bara sáttur við það. Þegar við komum í golfskálann aftur þá sáum við engann á svæðinu. Við biðum þarna eitthvað en enginn kom. Við heppnir. Nú þar sem við þurftum ekki að borga ákváðum við að fara að fá okkur eitthvað að borða í staðinn, svona afmælismáltíð með káka. Enduðum á því að fara á Style-inn og þar fengum við juicy borgara, franskar og slatta af kóki. Góður endir á góðum degi.
Bróðir minn var að segja mér að það væru góðar líkur á að MUSE kæmu til landsins eftir jól. FUCKING SWEET segi ég, enda er þessi hljómsveit geðveik á tónleikum og ég hafði ætlað mér að sjá þá í Köben núna í október en það fór forgörðum vegna ýmissa ástæðna.