A site about nothing...

sunnudagur, október 12, 2003

Fór á myndina Underworld áðan með Einari og fleirum. Fín mynd um baráttu vampýra og úlfa. Kate Beckinsale sem lék í Pearl Harbour er miklu flottari í leðri en einhverjum hjúkkubúningi, líka mikið svalari í þessari mynd heldur en grenjumyndinni pearl harbour. Svo er þarna fyrrum kærasti Felicity í stórri rullu.
Eyddi deginum á bókasafninu að lesa um internetið og vefinn, hvað http stendur fyrir og hvernig tölvur eru uppbyggðar, gróflega. Það er nefnilega tölvunarfræðipróf á föstudaginn næsta sem hefur soldið vægi þannig að maður ætlar að reyna að standa sig þar og vera betri þar heldur en í hinum fögunum sem ég hef tekið próf í.
Fékk lánað frá Einari 2 mynddiska úr þriðju seríu family guy sem ég hlakka til að horfa á við tækifæri. Hef séð tvo eða þrjá þætti og þetta var helvíti fyndið. Merkilegt að það er búið að banna að framleiða fleiri þætti. Ástæðan er sú að þeir gerðu grín að gyðingum og gyðingar eiga bandaríkin. Það er víst búið að gera grín að öllum öðrum trúarbrotum, litháttum og minnihlutahópum en það var ekki fyrr en gert var grín að gyðingum að framleiðslu þáttanna var hætt.