A site about nothing...

laugardagur, október 25, 2003

Pælingar
Fór að pæla aðeins í gær.
Ætli sætar stelpur sem eru í sambandi séu meira opnar en þær sem eru á lausu, þ.e. ef maður er að tala við þær?
Hvort ætli það sé meira reynt við sæta stelpu á djamminu eða sætan gaur? Í okkar samfélagi er það soldið svona reglan að strákarnir reyna við stelpurnar og því myndi ég halda að stelpurnar fengu meiri athygli.
Svo held ég líka og fleiri sem ég hef rætt við eru á þessari skoðun að stelpur sofa hjá þegar þær vilja sofa hjá, strákar sofa hjá þegar þeim er leyft að sofa hjá. T.d. held ég að hvaða stelpa sem er gæti náð sér í strák og sofið hjá honum því það er alltaf til nógu desperat gaur sem er til í að sofa hjá henni. En ég held að þessu sé ekki öfugt farið.

Eftir vísó í gær var farið á Gaukinn þar sem horft var á Idol. Ljósmyndari vélarinnar og vinkona hennar fengu mikla athygli svo lítið sé sagt, enda báðar mjög fallegar. Svo komst ég að því að formaður vélarinnar vissi hvað ég héti og það kom mér soldið á óvart. Ætli það sé hlutverk formannsins að vita hvaða andlit passar við nafnið í félagaskránni? Það er eflaust ekki verra að vita það.
Sem minnir mig á soldið sem gerðist fyrir nokkrum árum. Ég keypti mér buxur í sautján og eitthvað komst í tal að ég heiti Óttar því vinnufélagi þessa gaurs sem seldi mér buxurnar heitir Óttar líka. Tveimur eða þremur árum seinna kem ég inn í sautján og er að leita mér að skyrtu eða jakka man það ekki. Þá er gaurinn þarna inni sem seldi mér buxurnar. Hann heilsar mér með nafni og þegar hann veit hvað mig vantar þá segir hann já þú átt svona buxur, þessi skyrta yrði fín við það.
Sölutrick dauðans sko