Stemmningin fyrir lagi vikunnar er gríðarleg, alls hafa núll manns kommentað á það hvort ég eigi að koma með þennan skemmtilega lið aftur á síðuna. Svo gæti verið að fólk sé bara hætt að lesa þetta því ég var soldið latur á tímabili.
Fór í golf í gær að prufa nýja settið. Veðrið var kanski ekki það besta til að spila golf en ég og Sjonni vorum vel klæddir og þetta var bara ágætt. Svo fór ég aftur í dag, og borgaði í þetta skiptið. Ég, Sjonni og Dabbi fórum á Bakkakot sem er rétt hjá mosfellsbæ og áleiðis til Þingvalla og tókum 18 holur. Ekki var jafnhvasst í dag og var í gær en golan var miklu kaldari. Ég tók 10 högga bætingu milli hringja, spilaði fyrri 9 á 69 og seinni á 59 og var bara sáttur. Dabbi og Sigurjón voru að spila mjög vel og voru einhverjum 15-20 höggum á undan.
Nú fer Team-A meðlimurinn Óttar að stunda sundið af kappi. Ég og frændi minn fjárfestum í svona sundkorti sem gildir ótakmarkað fram að áramótum fyrir einungis 2100kr þannig að maður þarf að fara svona 10 sinnum í sund á þessu tímabili til að þetta borgi sig. Byrjuðum í gær á þessu og fórum í Sundhöllinni sem er með nettustu búningsaðstöðu sem ég hef séð. Maður fær svona eigin klefa og læti. Ég byrjaði mjög sterkt þarna, læsti lykilinn inni í skápnum. Stefnan er tekin á að synda 3 í viku, byrja rólega og auka álagið jafnt og þétt. Þetta er fín tilbreyting frá lærdómnum.
Fór í golf í gær að prufa nýja settið. Veðrið var kanski ekki það besta til að spila golf en ég og Sjonni vorum vel klæddir og þetta var bara ágætt. Svo fór ég aftur í dag, og borgaði í þetta skiptið. Ég, Sjonni og Dabbi fórum á Bakkakot sem er rétt hjá mosfellsbæ og áleiðis til Þingvalla og tókum 18 holur. Ekki var jafnhvasst í dag og var í gær en golan var miklu kaldari. Ég tók 10 högga bætingu milli hringja, spilaði fyrri 9 á 69 og seinni á 59 og var bara sáttur. Dabbi og Sigurjón voru að spila mjög vel og voru einhverjum 15-20 höggum á undan.
Nú fer Team-A meðlimurinn Óttar að stunda sundið af kappi. Ég og frændi minn fjárfestum í svona sundkorti sem gildir ótakmarkað fram að áramótum fyrir einungis 2100kr þannig að maður þarf að fara svona 10 sinnum í sund á þessu tímabili til að þetta borgi sig. Byrjuðum í gær á þessu og fórum í Sundhöllinni sem er með nettustu búningsaðstöðu sem ég hef séð. Maður fær svona eigin klefa og læti. Ég byrjaði mjög sterkt þarna, læsti lykilinn inni í skápnum. Stefnan er tekin á að synda 3 í viku, byrja rólega og auka álagið jafnt og þétt. Þetta er fín tilbreyting frá lærdómnum.