A site about nothing...

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Maður hefur nú heyrt í gegnum tíðina hinar ýmsu konur, oft feminista, vera tala um það að Guð sé kona. Þeim finnst það ekkert ólíklegt að Guð sé kona eins og hann sé kall eins og alltaf er haldið fram og reyna að troða þessari skoðun sinni á fólk. Væntanlega er þetta þessi eilífa jafnréttisbarátta sem þær standa í. En nú fór ég að pæla nýlega. Hafið þið einhverntíma heyrt þessar konur sem vilja halda því fram að Guð sé kona að Satan sé kona? Ég fyrir mitt leyti man ekki eftir því. Ef þessar konur vilja jafnrétti ættu þær þá ekki að halda því fram að Satan væri kona? Mér fynndist það, en þeim finnst það væntanlega allt í góðu að hafa Satan bara karlmann, hann er svona vondi gaurinn og þær vilja ekkert vera að tengja konu við það.

sunnudagur, apríl 27, 2003

Chloe Ophelia Gorbulew er ein heitasta stúlka sem þetta land hefur alið af sér og hefur maður slefað yfir ófáum myndum sem teknar hafa verið af henni. Ástæða þess að ég skrifa þetta er sú að ég var að vafra um netið og rakst á þetta. En þarna má sjá að því er virðist eina af heitustu stúlkum sem þetta land hefur alið af sér, buttnekkid. Ef einhver veit hvort þetta er hún eða ekki væri það gaman að vita.

laugardagur, apríl 26, 2003

Það er ekki að spyrja að rússunum. Sá á Batman.is síðu þar sem rússneskar konur og þar um kring eru í meirihluta, einnig eru karlar. Þetta eru allt konur sem vilja að ég best veit losna þaðan og finna hinn fullkomna maka, helst þá í vesturlöndum. Það er reyndar kenning en ég styð hana með því að síðan er öll á ensku. Hérna er t.d. einn sem hefur nýtt sér síðuna í að finna sér maka og hefur hann þetta um síðuna að segja:
To all at bride.ru,
thank you for such an incredible website.
I first started using your services in September 2001, and started writing to many beautiful ladies.
Quite frankly the choice was almost overwhelming, but during the course of my letter writing,
one particular lady from Ukraine stood out way above the rest.
Needless to say I visited Ukraine for the Christmas and new year period and fell head over heels
in love with this beautiful girl.
Whilst I was over there we began the process of an immigration visa to the UK,
and I am so happy to announce that she will be joining me in the next few weeks when we plan to marry.
Your website has made such a huge difference in my life that mere thanks do not seem adequate,
but I hope that your site brings as much to joy and success to your users as it did for me.
You have my wholehearted support and endorsement.
Please feel free to use this letter as you wish,
my sincere thanks to you all.
- Steve Cheshire (Liverpool UK)

Svo ef þig langar í eina heita frá Rússlandi, tjekkaðu þá á Russian tjellingar

Breytingar eiga sér stað á heimasvæði mínu í háskólanum Miðja Alheimsins. Nú er búið að setja inn vefspjall og er þar spurt hvort ég eigi að halda áfram með lag vikunnar, hvet ég alla til að tjá sig og minni að fólk þarf að klikka á merkið sem kemur til að komast á spjallið. Nú er ég búinn að setja inn tenglalista og mun hann batna með tíð og tíma. Svo verður kanski eitthvað fiktað í útliti. Fylgisti með gott fólk og munið
JEBUS LOVES YOU

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Eftir meira en tvö ár, var metið í hacky slegið í dag. Þeir sem áttu hlut að máli voru:
Davíð Þór Tryggvason
Gunnar Birnir Jónsson
Addi Akureyringur
Óttar Völundarson
Að þvi að ég best veit var þetta nýtt met þar sem við náðum 57, en gamla metið var einmitt 56. Spurningin er bara sú, hvort metið verði bætt frekar í prófunum. Only time will tell.


Fjalli Palli er orðinn publicity whore, í þeim skilningi að hann er alltaf að linka sjálfan sig á Batman.is og er að reyna að fá sem flestar heimsóknir.

Það er ekki fleira í fréttum.
Góða nótt

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Vísindavefurinn heldur áfram að koma á óvart og hérna eru nokkrar góðar spurningar sem þeir hafa svarað.
Spurt er:
Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast?
Svar:
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast? Vinnur einhver við að hreinsa upp hræin?

Þegar fréttist af dauðum fuglum á Tjörninni taka Meindýravarnir borgarinnar að sér að fjarlægja hræin. Dauðar endur, gæsir og álftir eru afhentar Karli Skírnissyni líffræðingi á Keldum til rannsóknar, meðan aðrir fuglar, til dæmis mávar, eru urðaðir. Einstaka fugl fær hátíðlegri meðferð og er jarðsettur með viðhöfn í Hljómskálagarðinum!

Spurt er:
Af hverju er þotuliðið kallað svo?
Svar:
Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn.

Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slíkum ferðamáta sem hefur sjálfsagt dofnað eftir því sem fleiri gátu leyft sér þennan munað. Núna er orðið þotulið kannski helst notað um ákveðinn hóp fólks sem er mikið í sviðsljósinu en það hvort viðkomandi fólk ferðast mikið með þotum skiptir minna máli nú en það gerði fyrir hálfri öld.

Svo að lokum ein hérna mjög áhugaverð.
spurt er:
Hvaða hljómplata er mest selda plata allra tíma og hvað seldist hún í mörgum eintökum?
svar:
Mest selda hljómplata allra tíma mun vera breiðskífa hljómsveitarinnar Eagles og nefnist hún 'Their Greatest Hits 1971-1975'. Hún hefur selst í yfir 27 milljón eintökum, sem þýðir 27-falda platínusölu á bandarískan mælikvarða.

Næstu plötur í röðinni eru 'Thriller' með Michael Jackson, plata Pink Floyd 'The Wall', 'Untitled (IV)' með Led Zeppelin og vinsælustu lög Billy Joel, eða 'Greatest Hits Volume I & II'.

Mest selda smáskífa allra tíma er með laginu 'Candle In The Wind 1997' sem Elton John gaf út til að heiðra minningu Díönu prinsessu. Sú smáskífa seldist í 11 milljón eintökum.

Heimasíðugerð virðist vera mál málanna í dag. Í það minnsta er fólk að dúndra upp síðum hægri vinstri af vinunum í háskólanum. Sumir hyperlinka hægri vinstri, aðrir hafa spjallborð og enn aðrir hafa svona spjall rauntímaspjall, ekki ólíkt irki, kallað tag á sínu. Mestrar hylli nýtur síða fjalla palla enda var hún linkuð á batman.is. Hún tekur breytingum frekar oft og er mjög mismunandi hvað þar stendur inni. Maður gæti haldið að einhver væri að gantast í fjalla og breyta síðunni en ég veit ekki, er það ekki soldið óraunhæft??
Síðurnar eru:
Fjalli Palli
Hildur haircutter
Sara pólitíska
Gígja (egils?) Gull
Kid A

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Hver kannast ekki við leiðindin við það að hafa sokkahár, þið vitið hárin neðst á fótleggjunum. Stelpur væntanlega og vonandi raka þau af og þurfa því að hafa litlar áhyggjur af þeim en þar sem við karlmenn rökum sjaldnast á okkur fótleggina þá geta þessi hár verið til ama. T.d. ef maður er í sokkum sem eru frekar þröngir þá getur maður farið að meiða sig í þeim. Þetta í eðli sínu er mjög merkilegt fyrirbæri og svo merkilegt að einhver sendi inn spurningu um sokkahár til Vísindavefar Háskólans, sjáum hvað sagt var.
Spurning:
Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?

svar:
Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu.

Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan sem leitar að lausnum á þessum bagalegu vandamálum en rannsóknir fara enn sem komið er leynt af öryggisástæðum.

Að sjálfsögðu hefði mátt ætla að svokölluð sokkahár, eða hár á fótleggjum, hefðu horfið með náttúruvali enda augljóst að fólk með hárlausa fótleggi er hæfara til að lifa af og eignast afkvæmi. Því miður hefur þetta brugðist. Þar má til dæmis kenna því um að nokkur fjöldi einstaklinga stundar það að raka á sér fótleggina eða eyða fótleggjahárum með öðrum hætti. Þetta fólk er að villa á sér heimildir þar sem verðandi makar halda að um sé að ræða einstaklinga sem eru lausir við fótaháragen og því mun hæfari en aðrir til undaneldis. Eftir að þetta fláráða fólk hefur náð takmarki sínu kemur svo upp úr kafinu að hárvöxtur á fótleggjum þess er ekkert minni en gengur og gerist.

Ritstjórn Vísindavefsins sér fyrir sér tvær ósamrýmanlegar lausnir á þessum alvarlega vanda og leggur til að blásið verði til þjóðaratkvæðis til að velja á milli þeirra. Fyrri kosturinn er sá að allur rakstur eða önnur eyðing fótleggjahára verði bönnuð með lögum. Aðeins þannig getur náttúruvalið fengið að hafa sinn gang í þessum efnum. Seinni möguleikinn er að við hættum að hafa áhyggjur af náttúruvalinu, löggjafinn grípi ekki til neinna aðgerða og fólk sem telur sig eiga við vandamál að stríða vegna sokkahára fjárfesti í góðri rakvél eða hætti að ganga í sokkum.


Eins og sjá má af svarinu eru þetta grínistar upp til hópa sem svara.



mánudagur, apríl 21, 2003

Vísindavefur háskólans er snilldarsíða og spurningarnar sem þeir fá eru margar hverjar ótrúlegar. Allt frá því að vera mjög hversdagslegar yfir í það að útskýra eitthvað náttúrufyrirbrigði eða eitthvað álíka flókið. T.d. rakst ég á þessa fyrirspurn og myndi hún flokkast undir hversdagsleg spurningu.
spurt var:
Fyrir hvað stendur g-ið í g-strengs nærbuxum?
svar:
Það sem heimildum okkar ber saman um í þessum efnum er að uppruni orðsins G-string í ensku er óviss. Ef það vefst fyrir einhverjum hvers konar klæðaplagg er um að ræða þá er hér átt við nærbuxur sem eru örmjóar að aftan og hylja ekki rasskinnarnar.

Seint á 19. öld var orðið G-string eða geestring haft um lendaskýlur indíána og er ekki ótrúlegt að orðið yfir nærbuxurnar sé dregið af því. Ekki er þó vitað hvernig lendaskýlan hlaut þetta heiti. Ein kenningin er sú að G-ið sé stytting á girdle sem þýðir sokkabandabelti.


Þar hafið þið það, svör fræðimanna um hvað g-ið gæti staðið fyrir.

Fór á The Recruit á laugardaginn og hún kom nú bara þónokkuð á óvart. Ansi spennandi og vel leikin.
Á föstudaginn fór ég á Bowling for Columbine. Líkt og allir aðrir verð ég að hæla myndinni, hún er ótrúlega góð. Þessi leit Michael Moore að ástæðu allra drápa í Bandaríkjunum sökum skotvopna er mjög athyglisverð. Það sem sló mig hvað mest var munurinn á Kanada og Bandaríkjunum. Í Kanada eru jafnmikið ef ekki fleiri skotvopn en samt eru morð af völdum skotvopna svo miklu miklu minni.
Bandaríkin eru að mínu mati með mjög fáránlegt þjóðfélag og gildi á hlutum, sbr það sem ég hef skrifað áður um það hvað sé í lagi að sýna í sjónvarpi.

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Góður draumur ma´r
Mig dreymdi í nótt að ég væri í einhverri svona verslunarmiðstöð á Íslandi og var þar með einhverjum sem ég man ekki eftir í svipinn, en það góða við drauminn var að ég var að borða Burger King. Kanski er þetta svona fyrirboði, mig hafi dreymt að Burger King sé á leiðinni til landsins (sem ég reyndar veit að er verið að vinna í) og ef það rætist þá verð ég kallaður spámaðurinn Óttar.

Svo var nú helvíti góður dagur í gær. Byrjaði dagurinn á því að við strákarnir fórum í fótbolti, skiptum í þrjú liði með þrjá í liði og spiluðum nokkra leiki. Mitt lið vann, enda vorum við "heilbrigða" liðið, þ.e. 2 af 3 reyktu ekki. Í hinum liðunum reyktu allir. Þetta gæti verið góð auglýsing fyrir Þorgrím Þráins og co. Eftir boltann var haldið til Káka að horfa á Man Utd - Arsenal með pizzu í annarri og kók eða bjór í hinni, fór eftir einstaklingum. Leikurinn var magnaður og úrslitin tryggja að spennan framundan verði óbærileg. Eftir leikinn var farið til Söru þar sem 6-Y 2002 hittist. Það vantaði nú nokkra eins og við var búist en var samt mjög gaman. Við fórum í spilið Party og co og vakti það mikla lukku. Sérstaka lukku vöktu þó leiktilburðir Káka en hann þótti leika tilfinningar einstaklega vel. Káki hefur löngum þótt frambærilegur leikari og hans helstu leiksigrar hafa verið í Actionary, þar sem hann túlkaði Barnabarn á magnaðan hátt og að spenna greipar.

Svo heyrði ég á leiðinni til Söru einhvern umræðuþátt þar sem einhverjir einstaklingar úr hverjum flokki voru komnir í sjónvarpssal og voru spurðir af ungu fólki, held ég. Ég heyrði aðeins í umræðunni um Samræmd próf í Menntaskólum og sumt þar vakti athygli mína. Einhver vakti athygli á því að stærfræðin í Menntaskólum eins og MR og Verzló væri mismunandi og ef það yrði að vera samræmd próf í stærðfræði þá þyrfti að gera alla skóla eins. Þá kom mannvitsbrekkan Árni (að ég held Matthiesen) og sagði soldið sem hægt væri að túlka svona: Að það væri ekki hægt að læra það mikla stærfræði og þessvegna væri það enginn vandi að hafa samræmd próf í henni. Góður Árni

miðvikudagur, apríl 16, 2003

"Páskafríið" loksins byrjað. Þetta er eiginlega ekki páskafrí því nú byrjar prófalesturinn. En það hindrar ekki það að maður ætli að sjá leikinn í kvöld. Þetta verður stærsti leikur tímabilsins, Clash of the Titans eins og bretarnir segja. Svona upp á framhaldið og spennuna væru bestu úrslitin jafntefli en ég veit ekki hvort ég meiki meiri spennu. Helst vil ég að mínir menn klári þetta bara, það væri mjög ljúft.
Svo eftir leikinn mun 6-Y 2002 hittast í fyrsta skipti í langan tíma þannig að það verður væntanlega mjög skemmtilegt.

Ef að vorið og veturinn er fyrirheit fyrir sumarið þá erum við að tala um að þetta verði snilldarsumar, veðurfarslega séð og þá væntanlega bara almennt séð, það er ekki laust við að tilhlökkun sé farin að koma í mann.

sunnudagur, apríl 13, 2003

Fór í afmæli til Ara Tóm í gær á Hverfisbarnum, the big two two. Þarna var mikið af góðu fólki og fólk bara í stemmningu, sérstaklega yfir því að fá ókeypis bjór. Eftir því sem leið á kvöldið fóru fleiri að mæta og svona sem er ekki frásögu færandi nema fyrir það að upp úr tólf voru allir sófarnir innst á neðri hæðinni rýmdir af fólkinu sem þar var fyrir og mátti enginn setjast þar. Afhverju spyrjið þið ykkur eflaust, jú því Skúterinn var á leið í hús að djamma. Svona um hálfeitt að mig minnir mætti gaurinn ásamt föruneyti og valdi sér sæti. Gaurinn var náttúrulega bara fáránlega útlítandi, maður hefði getað haldið að hann hefði pissað í hárið á sér og litað á sér augabrúnirnar. Svo var hann fáránlega klæddur líka, einungis maður á e myndi klæða sig svona. Meðan ég var þarna inni þá gerði hann ekki neitt annað en að sitja bara og spjalla við einn dansaranna, sem var hálfleiðinlegt því ég hefði viljað sjá hann taka e-pillu dans eða eitthvað, kanski gerði hann það seinna um kvöldið, who knows. Svo eftir að hafa verið á Hverfis var farið yfir á Celtic Cross og þar var ekki aðeins einn heldur 2 trúbadorar og báðir voru magnaðir. Ég fór með Martini og Helgu á Celtic og við plöntuðum okkur niðri hjá trúbadornum þar. Við komum niður og þá var hann að klára lag svo fórum við Martin að giska hvaða lag kæmi næst, ég giskaði á Creep með Radiohead og ég man ekki hvað Martin giskaði á. Og hvað haldiði, Creep var næst. Við vorum þarna niðri í hálftíma eða svo og á meðan tók trúbadorinn hvern slagarann á fætur öðrum. Þegar upp var komið hittum við fyrir Tuma og einhverja vini hans og voru þeir að hlusta á trúbadorinn þar. Gaurinn tók eitthvað lag sem Martini leist svona rosalega vel á að honum fannst vera kominn tími til að taka utan um þá sem voru við hliðina á sér, þ.e. mig og Helgu og taka vagg, Tumi slóst í hópinn ásamt Atla vini þeirra. Svo sungu sum af okkur allt lagið og aðrir viðlagið. Mjög skemmtilegt kvöld.

laugardagur, apríl 12, 2003

Nú fer bara að styttast í páskafríið sem verður ekkert frí. Því í fyrsta lagi þá er það 7 skitnir dagar og þar fyrir utan þá verða allir dagar nýttir í lærdóm. Afhverju fáum við ekki almennilegt upplestrarfrí? Sumar deildir eru komnar í páskafrí núna og þurfa ekkert að mæta meira, en við þurfum að mæta í 3-4 daga í viðbót og svo byrja prófin. Þetta er andskoti skítt.

En talandi um skóla þá var aðalfundur Vélarinnar í gær og þar var vel veitt kallinn minn. Ef ég væri maður sem drykki þá hefði ég verið mega ánægður með veitingarnar, því áfengið fékk að fljóta. Svo voru líka pizzur og svo var dansiball á eftir. Leiðinlegast var þó fundurinn sjálfur sem var mjög formlegur og hentaði ekki fyrir þessar aðstæður sem þarna voru, að fólk væri alvarlegt því allflestir voru vel í því og létu eins og fífl. Svo ég skýri mál mitt betur þá er það þannig á þessum aðalfundi þá tilnefnir einhver einhvern í eitthvað embætti. Mikið var um svona grín útneningar og þessháttar og dró það fundinn mjög á langinn. Svo voru einnig gerðar lagabreytingar og oft var þetta eitthvað sem skipti litlu máli, setningu breytt eða eitthvað álíka, en það voru einhverjir jólasveinar sem þurftu að tjá sig um allt og stundum skipti það ekki máli hvað þeir voru að segja, þeir sögðu það bara samt.

Svo var það leikurinn í morgun, þvílíkt og annað eins. Þetta var ótrúlegt upp á að horfa. Snilld

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.



Nipple hair is also quite common for some woman, and is usually not abnormal. In these women, a number of straight strands of dark hair grow from the outer border of the areola. Occasionally, the amount of nipple hair is excessive (and usually associated with an increase in total body hair). When there is excessive hair on a woman, it is called hirsuitism (see photo). Hirsuitism is usually due to hormonal influences, though in rare circumstances it can be caused by a hormone-producing tumor. Excessive hair growth should therefor be discussed with your family physician.

Þetta verður að teljast frekar viðurstyggilegt. En svona er nú líkaminn bara, full of surprises

mánudagur, apríl 07, 2003

Hildur heitir lítil og frekar jahh hávær stúlka. Hún var svo elskuleg að setja tengil inn á heimasvæði mitt á hennar mögnuðu heimasíðu Lítil og hávær stúlka. En málið var að það var ekkert á því heimasvæði. En ég dó ekki ráðalaus og henti upp einu stykki heimasíðu svo að fólk hefði nú eitthvað að skoða þarna. Endilega kíkið en munið að það á eftir að laga þetta slatta og þetta er bara svona bráðabirgðarlausn.
Delfí

Helgarnar fara alltaf í einhver stór verkefni. Maður er bara alla daga uppi í skóla. Núna á sunnudaginn var ég t.d. til 23 uppi í skóla að gera eðlisfræðiskýrslu. Tölvuteikningarkennaranum fannst það mjög sniðugt að slá tvær flugur í einu höggi. Málið var að við áttum að skila eðlisfræðiskýrslu og því setti tölvukallinn fyrir það verkefni að skila skýrslunni líka til hans en hún átti að vera Tekkuð, eitthvað sem honum finnst æðislegt. Well ég byrjaði á því að skrifa mestallan textann í Word og svo ætlaði ég að setja það yfir í þetta LaTeX (þ.e. tekkið). Mikið vonleysi átti sér stað til að byrja með og ekki laust við að nokkrar ljótar hugsanir um tölvukallinn fóru um hugann því þetta gekk ekki sérlega vel til að byrja með en maður hélt áfram að reyna að leysa þetta og svo hægt og rólega kom þetta. Og núna lítur þetta massaflott út, miklu flottara heldur en maður hefði gert þetta í Word. Þó svo þetta sé soldið bras þá eru sumar skipanir í þessu sem auðvelda manni lífið allverulega. Svo lítur þetta ótrúlega professional út líka.

laugardagur, apríl 05, 2003

Djöfull getur maður verið vitlaus stundum. Hversu oft hefur maður ekki sagt þegar maður er nýbúinn að borða og er að deyja maður er svo saddur að kanski hefði maður átt að borða minna, ekki nauðga maganum svona og vera að deyja úr seddu. Well í mínu tilfelli og ég veit hjá fleirum býsna oft, en samt fellur maður alltaf í sömu gryfju. Fáránlegt að svona nokkuð skuli gerast. Líklega má heimfæra þetta ágirnd, sérstaklega ef það er eitthvað megagott í matinn þá vill maður borða svo mikið af því en á móti kemur að maður er að deyja í maganum því maður er svo saddur. Svo er það nú þannig að maður tekur ekkert eftir þessu alveg strax og það er talað um að það taki um 20 mín víst frá því maður byrjar að borða áður en maður fattar að maður er í raun saddur, þannig að ef maður göltar einhverju í sig á þessum tíma þá verður maður brjálað saddur en bara vissi ekki af því.
Svo er það nú þannig að hjá mörgum öðrum þjóðum er það þannig að ef það á að borða mikið af mat þá eru gerðar réttar ráðstafanir. Þar er hefð fyrir því að fá sér eitt staup af sterku til þess einmitt að rýmka mál magans svo maður verði ekki svona ótrúlega saddur eða til að geta borðað meira. Enda taka margar erlendar þjóðir sér góðan tíma í að borða og á milli rétta er boðið upp á staup svo það sé pláss fyrir það sem kemur næst. En við Íslendingar eru bara ekki með þessa hefð hjá okkur. Ég t.d. held að það væri mjög erfitt að hafa margra rétta matseðil fyrir okkur því eftir kanski fyrstu 2 værum við sprungin. Reyndar erum við að kúltíverast hægt og rólega og í framtíðinni þá munum við verða eins og margar þjóðir úti í heimi og kunna hvernig eigi að borða svona stórar máltíðir. Þ.e. taka okkur nægan tíma í þetta og ekki vera að gölta þessu í okkur og svo inn á milli rétta fá eitthvað sem rýmkar magamálið.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Um málið hafði Jonny Greenwood gítarleikari og allt muligt man þetta að segja:

Jonny said theat the leaked tracks are stolen recordings of early work. Here's what he had to say:
"So it turns out the leaked music is a stolen copy of early, unmixed edits and roughs - so we're kind of pissed off about it, to be honest.
I see it like this (this is just me): there's napster-style file sharing of released music, then there's early internet distribution of what we at least consider to be a finished body of work. Then there's this - work we've not finished, being released in this sloppy way, ten weeks before the real version is even available. It doesn't even exist as a record yet.....
So yes, we're annoyed - the songs are good on the recordings, which you can hear. But we worked on them after this point until we were happy with them. This is why we're pissed off - we didn't give up on them in February (which is what you're hearing) and it's just a shame that, to your ears, we did.
So of course people will still download them and hear them, I can understand the temptation. It's not you lot I'm pissed off about, it's just the situation I guess. It's stolen work, fer fuck's sake.
What do you all think ? I know it'll come out for real eventually, and it'll all be fine, but I though you all might as well know what's in my head....

That's all. I thankew.

prissy artiste whinge over.

Martin bað um link og hann muntu fá. Ég minni enn og aftur að þetta eru fyrstu útgáfur í stúdíói og líklega mun platan hljóma öðruvísi en þó gefur þetta góða mynd af því sem koma skal. Mæli ég sérstaklega með lögum eins og We suck young blood og sail to the moon.
Hail to the thief

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Jæja loksins er verkefninu lokið, thank god. Ég launaði sjálfum mér með því að fara heim þegar ég skilaði inn verkefninu. Svo horfði ég á lokaþátt Amazing Race sem er magnaður þáttur by the way. Áður en þátturinn byrjaði sagði ég við bróður minn að ég vonaði að Oh Brother myndi vinna eða jafnvel Terry og Ian en innst inni vissi ég að ég hélt með Flo og Zach, eða reyndar bara Zach því Flo vælir svo mikið. Anyways þátturinn var magnaður og Flo og Zach unnu, svo kom feelgood factorinn í þetta og allir sögðu hvað þau hefðu lært mikið af þessari reynslu og voru svo hjartnæm, klassískt fyrir feel good endann hjá kananum. En yfir heildina litið var þetta þvílík snilld.

Komst að því í dag að það er búið að leka nýju Radiohead plötunni á netið en þetta eru víst ekki masteruðu útgáfurnar heldur unfinished útgáfur en samt, ég bara varð að ná í þetta og fyrsta hlustun lofar mjög góðu, ég get varla beðið eftir að næla mér í eintak í júní af gripnum.