A site about nothing...

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Maður hefur nú heyrt í gegnum tíðina hinar ýmsu konur, oft feminista, vera tala um það að Guð sé kona. Þeim finnst það ekkert ólíklegt að Guð sé kona eins og hann sé kall eins og alltaf er haldið fram og reyna að troða þessari skoðun sinni á fólk. Væntanlega er þetta þessi eilífa jafnréttisbarátta sem þær standa í. En nú fór ég að pæla nýlega. Hafið þið einhverntíma heyrt þessar konur sem vilja halda því fram að Guð sé kona að Satan sé kona? Ég fyrir mitt leyti man ekki eftir því. Ef þessar konur vilja jafnrétti ættu þær þá ekki að halda því fram að Satan væri kona? Mér fynndist það, en þeim finnst það væntanlega allt í góðu að hafa Satan bara karlmann, hann er svona vondi gaurinn og þær vilja ekkert vera að tengja konu við það.