A site about nothing...

sunnudagur, apríl 13, 2003

Fór í afmæli til Ara Tóm í gær á Hverfisbarnum, the big two two. Þarna var mikið af góðu fólki og fólk bara í stemmningu, sérstaklega yfir því að fá ókeypis bjór. Eftir því sem leið á kvöldið fóru fleiri að mæta og svona sem er ekki frásögu færandi nema fyrir það að upp úr tólf voru allir sófarnir innst á neðri hæðinni rýmdir af fólkinu sem þar var fyrir og mátti enginn setjast þar. Afhverju spyrjið þið ykkur eflaust, jú því Skúterinn var á leið í hús að djamma. Svona um hálfeitt að mig minnir mætti gaurinn ásamt föruneyti og valdi sér sæti. Gaurinn var náttúrulega bara fáránlega útlítandi, maður hefði getað haldið að hann hefði pissað í hárið á sér og litað á sér augabrúnirnar. Svo var hann fáránlega klæddur líka, einungis maður á e myndi klæða sig svona. Meðan ég var þarna inni þá gerði hann ekki neitt annað en að sitja bara og spjalla við einn dansaranna, sem var hálfleiðinlegt því ég hefði viljað sjá hann taka e-pillu dans eða eitthvað, kanski gerði hann það seinna um kvöldið, who knows. Svo eftir að hafa verið á Hverfis var farið yfir á Celtic Cross og þar var ekki aðeins einn heldur 2 trúbadorar og báðir voru magnaðir. Ég fór með Martini og Helgu á Celtic og við plöntuðum okkur niðri hjá trúbadornum þar. Við komum niður og þá var hann að klára lag svo fórum við Martin að giska hvaða lag kæmi næst, ég giskaði á Creep með Radiohead og ég man ekki hvað Martin giskaði á. Og hvað haldiði, Creep var næst. Við vorum þarna niðri í hálftíma eða svo og á meðan tók trúbadorinn hvern slagarann á fætur öðrum. Þegar upp var komið hittum við fyrir Tuma og einhverja vini hans og voru þeir að hlusta á trúbadorinn þar. Gaurinn tók eitthvað lag sem Martini leist svona rosalega vel á að honum fannst vera kominn tími til að taka utan um þá sem voru við hliðina á sér, þ.e. mig og Helgu og taka vagg, Tumi slóst í hópinn ásamt Atla vini þeirra. Svo sungu sum af okkur allt lagið og aðrir viðlagið. Mjög skemmtilegt kvöld.