A site about nothing...

laugardagur, apríl 05, 2003

Djöfull getur maður verið vitlaus stundum. Hversu oft hefur maður ekki sagt þegar maður er nýbúinn að borða og er að deyja maður er svo saddur að kanski hefði maður átt að borða minna, ekki nauðga maganum svona og vera að deyja úr seddu. Well í mínu tilfelli og ég veit hjá fleirum býsna oft, en samt fellur maður alltaf í sömu gryfju. Fáránlegt að svona nokkuð skuli gerast. Líklega má heimfæra þetta ágirnd, sérstaklega ef það er eitthvað megagott í matinn þá vill maður borða svo mikið af því en á móti kemur að maður er að deyja í maganum því maður er svo saddur. Svo er það nú þannig að maður tekur ekkert eftir þessu alveg strax og það er talað um að það taki um 20 mín víst frá því maður byrjar að borða áður en maður fattar að maður er í raun saddur, þannig að ef maður göltar einhverju í sig á þessum tíma þá verður maður brjálað saddur en bara vissi ekki af því.
Svo er það nú þannig að hjá mörgum öðrum þjóðum er það þannig að ef það á að borða mikið af mat þá eru gerðar réttar ráðstafanir. Þar er hefð fyrir því að fá sér eitt staup af sterku til þess einmitt að rýmka mál magans svo maður verði ekki svona ótrúlega saddur eða til að geta borðað meira. Enda taka margar erlendar þjóðir sér góðan tíma í að borða og á milli rétta er boðið upp á staup svo það sé pláss fyrir það sem kemur næst. En við Íslendingar eru bara ekki með þessa hefð hjá okkur. Ég t.d. held að það væri mjög erfitt að hafa margra rétta matseðil fyrir okkur því eftir kanski fyrstu 2 værum við sprungin. Reyndar erum við að kúltíverast hægt og rólega og í framtíðinni þá munum við verða eins og margar þjóðir úti í heimi og kunna hvernig eigi að borða svona stórar máltíðir. Þ.e. taka okkur nægan tíma í þetta og ekki vera að gölta þessu í okkur og svo inn á milli rétta fá eitthvað sem rýmkar magamálið.