Nú fer bara að styttast í páskafríið sem verður ekkert frí. Því í fyrsta lagi þá er það 7 skitnir dagar og þar fyrir utan þá verða allir dagar nýttir í lærdóm. Afhverju fáum við ekki almennilegt upplestrarfrí? Sumar deildir eru komnar í páskafrí núna og þurfa ekkert að mæta meira, en við þurfum að mæta í 3-4 daga í viðbót og svo byrja prófin. Þetta er andskoti skítt.
En talandi um skóla þá var aðalfundur Vélarinnar í gær og þar var vel veitt kallinn minn. Ef ég væri maður sem drykki þá hefði ég verið mega ánægður með veitingarnar, því áfengið fékk að fljóta. Svo voru líka pizzur og svo var dansiball á eftir. Leiðinlegast var þó fundurinn sjálfur sem var mjög formlegur og hentaði ekki fyrir þessar aðstæður sem þarna voru, að fólk væri alvarlegt því allflestir voru vel í því og létu eins og fífl. Svo ég skýri mál mitt betur þá er það þannig á þessum aðalfundi þá tilnefnir einhver einhvern í eitthvað embætti. Mikið var um svona grín útneningar og þessháttar og dró það fundinn mjög á langinn. Svo voru einnig gerðar lagabreytingar og oft var þetta eitthvað sem skipti litlu máli, setningu breytt eða eitthvað álíka, en það voru einhverjir jólasveinar sem þurftu að tjá sig um allt og stundum skipti það ekki máli hvað þeir voru að segja, þeir sögðu það bara samt.
Svo var það leikurinn í morgun, þvílíkt og annað eins. Þetta var ótrúlegt upp á að horfa. Snilld
En talandi um skóla þá var aðalfundur Vélarinnar í gær og þar var vel veitt kallinn minn. Ef ég væri maður sem drykki þá hefði ég verið mega ánægður með veitingarnar, því áfengið fékk að fljóta. Svo voru líka pizzur og svo var dansiball á eftir. Leiðinlegast var þó fundurinn sjálfur sem var mjög formlegur og hentaði ekki fyrir þessar aðstæður sem þarna voru, að fólk væri alvarlegt því allflestir voru vel í því og létu eins og fífl. Svo ég skýri mál mitt betur þá er það þannig á þessum aðalfundi þá tilnefnir einhver einhvern í eitthvað embætti. Mikið var um svona grín útneningar og þessháttar og dró það fundinn mjög á langinn. Svo voru einnig gerðar lagabreytingar og oft var þetta eitthvað sem skipti litlu máli, setningu breytt eða eitthvað álíka, en það voru einhverjir jólasveinar sem þurftu að tjá sig um allt og stundum skipti það ekki máli hvað þeir voru að segja, þeir sögðu það bara samt.
Svo var það leikurinn í morgun, þvílíkt og annað eins. Þetta var ótrúlegt upp á að horfa. Snilld