A site about nothing...

mánudagur, apríl 07, 2003

Hildur heitir lítil og frekar jahh hávær stúlka. Hún var svo elskuleg að setja tengil inn á heimasvæði mitt á hennar mögnuðu heimasíðu Lítil og hávær stúlka. En málið var að það var ekkert á því heimasvæði. En ég dó ekki ráðalaus og henti upp einu stykki heimasíðu svo að fólk hefði nú eitthvað að skoða þarna. Endilega kíkið en munið að það á eftir að laga þetta slatta og þetta er bara svona bráðabirgðarlausn.
Delfí

Helgarnar fara alltaf í einhver stór verkefni. Maður er bara alla daga uppi í skóla. Núna á sunnudaginn var ég t.d. til 23 uppi í skóla að gera eðlisfræðiskýrslu. Tölvuteikningarkennaranum fannst það mjög sniðugt að slá tvær flugur í einu höggi. Málið var að við áttum að skila eðlisfræðiskýrslu og því setti tölvukallinn fyrir það verkefni að skila skýrslunni líka til hans en hún átti að vera Tekkuð, eitthvað sem honum finnst æðislegt. Well ég byrjaði á því að skrifa mestallan textann í Word og svo ætlaði ég að setja það yfir í þetta LaTeX (þ.e. tekkið). Mikið vonleysi átti sér stað til að byrja með og ekki laust við að nokkrar ljótar hugsanir um tölvukallinn fóru um hugann því þetta gekk ekki sérlega vel til að byrja með en maður hélt áfram að reyna að leysa þetta og svo hægt og rólega kom þetta. Og núna lítur þetta massaflott út, miklu flottara heldur en maður hefði gert þetta í Word. Þó svo þetta sé soldið bras þá eru sumar skipanir í þessu sem auðvelda manni lífið allverulega. Svo lítur þetta ótrúlega professional út líka.