A site about nothing...

mánudagur, apríl 21, 2003

Vísindavefur háskólans er snilldarsíða og spurningarnar sem þeir fá eru margar hverjar ótrúlegar. Allt frá því að vera mjög hversdagslegar yfir í það að útskýra eitthvað náttúrufyrirbrigði eða eitthvað álíka flókið. T.d. rakst ég á þessa fyrirspurn og myndi hún flokkast undir hversdagsleg spurningu.
spurt var:
Fyrir hvað stendur g-ið í g-strengs nærbuxum?
svar:
Það sem heimildum okkar ber saman um í þessum efnum er að uppruni orðsins G-string í ensku er óviss. Ef það vefst fyrir einhverjum hvers konar klæðaplagg er um að ræða þá er hér átt við nærbuxur sem eru örmjóar að aftan og hylja ekki rasskinnarnar.

Seint á 19. öld var orðið G-string eða geestring haft um lendaskýlur indíána og er ekki ótrúlegt að orðið yfir nærbuxurnar sé dregið af því. Ekki er þó vitað hvernig lendaskýlan hlaut þetta heiti. Ein kenningin er sú að G-ið sé stytting á girdle sem þýðir sokkabandabelti.


Þar hafið þið það, svör fræðimanna um hvað g-ið gæti staðið fyrir.

Fór á The Recruit á laugardaginn og hún kom nú bara þónokkuð á óvart. Ansi spennandi og vel leikin.
Á föstudaginn fór ég á Bowling for Columbine. Líkt og allir aðrir verð ég að hæla myndinni, hún er ótrúlega góð. Þessi leit Michael Moore að ástæðu allra drápa í Bandaríkjunum sökum skotvopna er mjög athyglisverð. Það sem sló mig hvað mest var munurinn á Kanada og Bandaríkjunum. Í Kanada eru jafnmikið ef ekki fleiri skotvopn en samt eru morð af völdum skotvopna svo miklu miklu minni.
Bandaríkin eru að mínu mati með mjög fáránlegt þjóðfélag og gildi á hlutum, sbr það sem ég hef skrifað áður um það hvað sé í lagi að sýna í sjónvarpi.