A site about nothing...

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Fyrsti dagurinn í skólanum á morgun, hljómar ekkert of vel að þurfa að vakna klukkan 7. Til að gera máið verra að þá er fyrsti tíminn hjá Sven og Helga sem kenna tölvunarfræði en Sven hefur sérstaklega leiðinlegan talanda, mjög skrýtin áhersla sem hann leggur á orðin.

Súperserían Taken er bara helvíti fín finnst mér. Hef fylgst með henni og er bara sáttur. Hver þáttur er frekar langur þannig að það liggur við að maður sé að horfa á bíómynd þegar maður horfir á einn þátt. Til að byrja með hélt ég að þetta yrði voðalega væmið og amerískt og eitthvað þessháttar. En það hefur sýnt sig að þetta er soldið brútal og bara fjör í þessu. Enn ein rósin í hnappagat Steven Spielberg en hann gerði einmitt hina mögnuðu þætti Band of Brothers.

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Völundarsvimi
Í vinnunni í gær var ég frekar slappur. Svona upp úr miðjum degi fór ég að finna fyrir einhverju svona skrýtnu í hausnum á mér, var soldið lightheaded en pældi ekkert frekar í því. Svo hálfsex fór ég á bakvið að ná í geisladisk þegar ég fæ allt í einu brjálað svimakast og allt hringsnerist í hausnum á mér. Ég styð mig við borð svo ég detti ekki og fæ mér svo sæti. Útlendingurinn sem ég var að afgreiða hefur áhyggjur og spyr hvort það sé ekki allt í lagi með mig og svona og ég segi jú en ég þurfi að sitja aðeins. Á þessum tímapunkti snerist allt í hausnum á mér ennþá og verður úr að ég fari á bakvið og vinni ekki meira, enda gat ég það ekki. Ég hringi svo heim og læt sækja mig því ég þori ekki að keyra heim. Sviminn fer smám saman en eftir er svona tilfinning eins og maður hafi ekki stjórn á hreyfingum sínum. Þegar heim var komið fór ég á netið og athugaði á doktor.is hvað þetta mögulega gæti verið. Sló inn svimi og fékk einhverjar niðurstöður. Kemur þarna upp sjúkdómur sem heitir Völundarsvimi sem passaði langbest við einkennin og sjúkdómsgreindi ég mig því á staðnum með Völundarsvima, sem er frekar fyndið þar sem ég er Völundarson. Eftir því sem á leið kvöldið batnaði mér og í dag var ég svona að rokka á milli þess að vera mjög góður yfir í það að vera soldið lightheaded.

Gömul bekkjarsystir mín úr gagnfræðiskóla kom í dag í búðina og við ræddum aðeins saman. Þessi stúlka var mesta veggjatítla sem ég veit um í grunnskóla. Svo fór hún í MH og allt breyttist. Hún varð miklu opnari fyrir vikið sem er bara gott fyrir hana. Ég reyndi að kynnast henni soldið í grunnskóla því við vorum nágrannar og svona en það var mjög erfitt að fá hana í spjall því hún var eitthvað svo feimin. Afhverju veit ég ekki því þessi stúlka t.d. hefur útlitið algjörlega með sér, en það þarf samt kanski ekkert að þýða að fólk sé ekki feimið og skríði með veggjum. Í spjalli okkar í dag kom upp úr krafsinu að hún er á leiðinni til Gvatemala í þrjá mánuði og er það ekki í fyrsta skipti. Fyrir um tveimur mánuðum hafði hún verið þarna og greinilega líkað vistin svona vel. Mér skildist það á henni að ástæða þess að hún fór til Gvatemala í upphafi hafi verið tilviljun, hún hafi ætlað til Kúbu en svo einhvern veginn endaði það í ferðalagi um Mexikó, Hondúras, Gvatemala og eitthvað fleira þarna í Suður-Ameríku. Hún kom heim frá þessu ferðalagi fyrir tveimur mánuðum og er núna að fara aftur út. Ætlar hún að fara að vinna í bókabúð þarna úti og taka einhverja kúrsa í ljósmyndun og eitthvað þessháttar. Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var í gaggó að þessi stelpa ætti eftir að gera þetta hefði ég ekki trúað því.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Ásta og Tommi voru að sækja myndir í dag og voru nýfarin úr búðinni þegar þau koma aftur. Þau spyrja mig hvort ég viti hver sé inni í búðinni og ég neita. Verður mér litið að myndavélaveggnum og sé þá að þar stendur Dave fucking Grohl. Félagi hans var að kaupa minniskort í stafrænu myndavélina sína. Tommi og Ásta áttu örlítið spjall við manninn um hver ætti að fara út á undan og varð það svo að Grohl hleypti þeim út á undan. Tommi sagði eitthvað við hann og á ég eftir að komast að því hvað það var. Þegar þeir voru farnir sagði ég verslunarstjóranum Signý hver hefði verið inni í búðinni og hún hafði ekki fattað það og varð soldið svekkt.
Svo svona eftir á fór ég að pæla hvort það hefði verið rosalega skólastelpulegt að láta taka af sér mynd með Grohl. Þá hefði ég getað sagt honum að ég væri mikill aðdáandi og því miður hefði mér ekki tekist að fá mér miða á tónleikana því það varð uppselt svo fljótt á tónleikana. Þá hefði hann auðvitað boðið mér á tónleikana. Maður má nú dreyma.
Svo fór ég að pæla, maður lætur vanalega svona stjörnur vera er ekkert að spjalla við þær neitt að fyrrabragði ef maður sér þeim bregða fyrir en hvenær myndi maður byrja spjall við einhvern? Yrði það helsta átrúnaðargoð manns eða ætti maður bara láta þetta "fræga" fólk alveg í friði. Þeim finnst það víst svo ágætt við landið að þau geta ferðast án mikils áreitis. Ég held þó að ef Thom Yorke væri í búðinni að ég myndi spyrja hann um mynd eða eiginhandaráritun.

Síðasta vikan í vinnunni er runnin upp. Mr OldTimer er kominn aftur úr sínu hrikalega langa sumarfríi og strax farinn að gera það sem hann gerir best, vera frekar lengi að afgreiða og ganga ekki frá eftir sig. Maður getur þó huggað sig við það að með því að vinna þessa viku græðir maður einhvern 30 40 þúsund kall sem gæti farið í eitthvað skemmtilegt í haust :). Það er greinilegt að skólarnir eru byrjaðir því mikill hluti viðskiptavina okkar í dag voru MR ingar, mestmegnis þó nýorðnir 6.bekkingar sem voru að koma með myndir úr útskriftarferðinni.

Loksins er Alias byrjað aftur. Þetta hefur verið löng bið eftir seríu tvö en hún hófst aftur í kvöld. Næstu 22 vikurnar er tíminn frá 22:20 bókaður og mun ekkert fá að trufla þessa helgistund. Þátturinn í kvöld kom með nokkrar bombur og lofar framhaldið góðu.

föstudagur, ágúst 22, 2003

Það var brjáluð veisla í vinnunni í dag. Dagurinn byrjaði á því að Jóhanna kom með brauð og salöt og ostaslaufur og múrstykki frá Jóa Fel og við byrjuðum á því að gæða okkur á þessu. Reyndar kom hún með svo mikið að það hefði alveg getað verið fleiri í mat. Svo um þrjúleytið þá kom pabbi hans Hróars með köku sem Hróar hafði bakað deginum áður. Þetta var ekki beint kaka heldur meira svona baka eða eitthvað þannig og virkilega gott. Með þessu var serverað ís. Svo kom Signý með nachos og bjó til geðveika ídýfu. Þannig að við tókum létt pig-out. Meðan ég Signý og önnur kona sátum og borðuðum bökuna hans Hróars tjáðu þær mér að það sem ég kom með í fyrra hefði verið þvílíkt dúndur að þær gætu ekki gleymt því og hrósuðu því í hástert. Þannig að það er spurning hvort ég komi með það sama á föstudaginn næsta eða finni eitthvað nýtt.
Svo fékk ég pínu uppreisn æru í dag. Þannig er mál með vexti að innan Hans Petersen er svona gæðaeftirlit. Við höfum ekki náð 100% í sumar og hefur það verið útaf mér. Oftast hef ég klikkað á einhverju atriði sem hreinlega stenst ekki að mínu mati og verslunarstjórinn er sammála mér en það þýðir lítið að díla við yfirmennina. En í dag kom það í ljós að við fáum 100% fyrir þennan mánuð sem þýðir góður bónus á launin og var tekið sérstaklega fram hversu góð þjónustan hefði verið hjá okkur.
Þannig að þetta var helvíti fínn dagur. Eftir vinnu skellti ég mér svo á línuskauta sem ég gerði líka í gær og tók vanalega hringinn. Ég ætlaði að reyna að meta hversu langur hann er með því að nota borgarvefsjána en það gengur frekar erfiðlega.

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Prófið búið og hef ég sagt við fólk í dag sem spurði hvernig gekk, að það hafi gengið sæmilega. Annars finnst mér alltaf voðalega erfitt að meta svona reikningsleg próf og þetta kemur allt í ljós. Ég er ágætlega vongóður um að hafa náð og jafnvel hækkað mig eitthvað en eins og ég hef áður sagt þá er oft erfitt að meta þetta.

Á morgun verður mikill veisludagur í HP Bankastræti, þá eru hinir tveir sumarstarfsmennirnir að hætta og þá er venjan að það sé komið með eitthvað. Hróar ætlar að koma með köku, Jóhanna ætlar að koma með brauð og eitthvað og svo sagði verslunarstjórinn að hún ætlaði að koma með einhvern nachos rétt. Síðasta vikan mín hjá HP er svo næsta vika og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að viðhalda því testerón magni sem hefur verið í búðinni.

Á laugardaginn kemur svo Árni Bé frændi minn heim og Rakel kærasta hans og verður gaman að hitta þau enda langt síðan maður hefur hitt þau eða tveir mánuðir rúmir. Að ég best veit er hann að fara í Sálfræðina þannig að við eigum eflaust eftir að bralla eitthvað saman í vetur.

Til er safn sem heitir Towering Above the Rest og er 10 geisladiska safn sem inniheldur; live upptökur, b-sides, remix og rare efni með Radiohead. Þetta allt er hægt að nálgast á netinu þar sem einhver góðhjörtuð sál ákvað að skella þessu á netið. Upphaflega var þetta ein 1gb skýrsla og ekki séns að ég myndi niðurhala þessu en þessi gaur semsagt skipti þessu upp í 10 100mb skýrslur. Þegar ég var að læra uppi í skóla notaði ég tækifærið og niðurhalaði nokkrum af þessum skýrslum og brenndi á disk. Var þetta þá vanalega þannig að ég náði í eina skýrslu, um 100mb, brenndi hana á disk, eyddi og náði í næstu. Þetta tók ekki svo langan tíma því netið uppi í skóla er þvílíkt hraðvirkt. Ég var að ná í þessa pakka á svona 2-2:30 mín sem er þvílíkt gott. Nú vantar mig 4 diska til að eiga allt settið og þá ætla ég að skrifa þetta á disk.

Svo að lokum vil ég benda fólki hérna á tvo linka að síðum þar sem hægt er að ná í tónlist beint af netinu, þarf ekki leitarforrit til þess. Það hentar mjög vel uppi í skóla því ekki má setja inn leitarforrit.
Þessi linkur er fyrir allskonar hljómsveitir.
Þessi er fyrir b-sides og rare efni með Radiohead.
Vonandi að einhver nýti sér þetta.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Ömurlegur dagur lærdómslega séð að baki. Festist í einum kafla og var í honum í allan dag. Verð að vera mikið duglegri á morgun ef ég á að geta farið í allt því tveir síðustu kaflarnir eru eiginlega einu kaflarnir sem ég reiknaði ekkert í í vetur. Núna eru einungis tveir heilir dagar eftir sem ég get nýtt. Að vera kominn aftur upp á bókasafn VRII er ágætt, reyndar er eins og maður hafi aldrei farið í sumarfrí.

Var að horfa á 70 mín þar sem Auddi er með gestastjórnendur næstu tvær vikurnar. Gísli Marteinn byrjaði og komst bara ágætlega frá þessu. Hann drakk ógeðsdrykkinn sem var virkilega ógeðslegur og tók þátt í áskorun sem fólst því að gleypa heila matskeið af kanil. Hann grenjaði af þessu bæði en ég held að flestir hefðu gert það. Þeir virtust líka ná ágætlega saman. Nú verður gaman að sjá næsta stjórnenda sem mér skilst að sé Sigurjón Kjartansson.

Svo að lokum þá snaraði ég ákveðnu íslensku orðatiltæki upp á enska tungu og hljóðar það svo:
To become a river in the sermon.
eða á íslensku:
Að verða á í messunni

laugardagur, ágúst 16, 2003

Í gær munaði mjög litlu að ég hefði drepið einn viðskiptavin. Þessi viðskiptavinur var stúlka sem var mikill einfeldingur og bæði ég og Hróar langaði til að lemja hana eða eitthvað. Við þó héldum aftur af okkur, enda ekki gott fyrir fyrirtækið ef heyrðist í fréttum:
Viðskiptavinur var laminn í verslun Hans Petersen Bankastræti.
Svo halda útlendingar áfram að halda að þetta sé eitthvað fjölskyldufyrirtæki. Sumir halda að ég sé sonur Mr. Oldtimer og í dag hélt einn útlendingur sem ég aðstoðaði mjög mikið í gær að ein konan þarna væri mamma mín og Hróar væri bróðir minn, við hlógum mikið að þesu.

Óþolandi að þurfa að fara í próf núna í næstu viku. Er lítið byrjaður að læra en ætlaði að eyða helginni og dögunum fram að fimmtudeginum í að læra. Nú á morgun er vitaskuld menningarnótt og manni langar nú soldið að tjekka á því. Svo er líka á morgun fyrsti leikur Man Utd í úrvalsdeildinni og væri ekki leiðinlegt að horfa á hann. Þannig að ég þarf að reyna að vera virkilega harður húsbóndi við sjálfan mig, mæta snemma á bókasafnið og svo reyni ég kanski að verðlauna sjálfan mig og horfa á leikinn.

Svo að lokum er hérna classic húmor úr heimi fótboltans:

Saddam Hussain is being held captive in a house
in his home town of Tikrit by Iraqi freedom fighters.

The American government have offered them
$35 Million dollars for his capture.

Chelsea have offered $40 Million . . .

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Vorum heima hjá Fjalari Pá. í gærkveldi og þar vorum við eitthvað að flippa og svona. Meðal annars þá útsettum við lag sem Gunni Bé. samdi textann og lagið að en Fjalarr Pá. hjálpaði með laglínuna. Ágætis lag hjá kallinum, soldill Oasis stíll á því. Ég held að Gunni Bé. sé óendanlega sáttur í dag. Hver veit kanski verður þetta einhvern tíma tekið upp eða við tökum þetta einhvern tíma í góðu geimi. Annars eru Fjalarr Pá. og Kristján Ár. mikið að semja þeirra eigin efni þessa dagana og nota þá helst til þess píanó. Ég held að píanó sé betur fallið til að semja lög heldur en gítar því maður getur leikið sér meira með píanóið í útsetningum og þessháttar heldur en gítarinn finnst mér í það minnsta. Svo heima hjá Fjalla er fullt af gítarum og meðal annars á hann rafmagnsgítar og magnara og það er hreinlega algjör snilld að spila á rafmagnsgítar. Allt verður einhvern veginn miklu auðveldara og þessháttar. Við vorum heillengi hjá Fjalla, vorum komnir í bæinn svona þrjú hálffjögur sem er seint á okkar standard. Bærinn var troðfullur enda kanski skiljanlega þar sem hinseginn skrúðgangan hafði verið fyrr um daginn. Í bænum var Hans Petersen starfsfólk að djamma saman, nokkra búðir voru með partý í gær, ekki mín búð þó og var mér boðið að kíkja í sameiginlegt partý Laugarvegs og Smáralindar en kom ekki. Þegar liðið hitti mig var ég skammaður fyrir að hafa ekki mætt. Spurning hvort það hafi verið eitthvað um skandala, fólk að byrja saman, einhver dáið áfengisdauða eða eitthvað þannig. Ég beilaði síðan úr bænum klukkan 4. Þegar ég var kominn mjög stutt á heimleið minni, var við gatnamótin þar sem ef þú keyrir beint yfir geturu farið á BSÍ eða í Íslenska Erfðagreiningarhúsið; ef þú beygir til hægri ferðu í Vesturbæinn og ef þú beygir til vinstri þá ferðu í áttina að Borgarspítala, þegar ég uppgötva að það er sprungið dekkið á bílnum. Ég gat nottla ekki stoppað á gatnamótunum svo ég keyrði yfir gatnamótin og lagði eins fljótt og ég gat. 20 mínútum seinna var ég búinn að skipta um dekk og gat farið heim. Gríðarhressandi var að skipta um dekk klukkan fjögur að morgni svo vona ég bara að ég hafi ekki eyðilagt felguna með því að keyra á sprungna dekkinu.
Þetta er í annað skipti á þessu ári sem ég hef þurft að skipta um dekk. Fyrra skiptið var í vetur þegar ég fékk bílinn. Fyrsta verkið mitt var að láta setja vetrardekkin undir. Svo deginum eftir þegar ég ætlaði í fyrsta skiptið í skólann á bílnum rétt fyrir átta um morguninn uppgötva ég eftir að vera nýlagður af stað frá heimili mínu að það er sprungið á dekkinu. Það var líka gríðarhressandi að skipta um dekk þá. Ég var svo heppinn þá að dekkjaverkstæði var bara örstutt frá og gat ég keyrt þangað og látið þá laga dekkið. Þetta var sama fyrirtæki og hafði sett vetrardekkin undir og kom í ljós að einhver nagli eða eitthvað hefði orðið eftir og sprengt dekkið. En ég vona að þetta sé ekki fyrirheit um hvernig notkun bílsins verði að ég þurfi að skipta tvisvar á ári um dekk sem er sprungið.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Mér er skapi næst að fara að gráta. Liðið mitt, Manchester United, er með stjórn sem er greinilega á sýru. Fyrst selja þeir Beckham og svo selja þeir Veron. Þetta voru tveir best sendinga og skotmenn liðsins. Ástæðan sem Ferguson gaf var að miðjan hjá Manchester væri orðin of crowded með þá Keane, Scholes og Butt sem menn sem eru að spila flesta leiki og svo einhverja vara-gaura. Allt gott og blessað með það en enginn af þeim sem eftir eru hafa þetta element of surprise eða snilligáfuna til að koma með þessa einu sendingu sem getur gert útaf við leik. Það er eins gott að Ferguson og stjórnin hafi eitthvað brilliant upp í erminni, einhvern nýjan inn eða að þessir ungu gaurar eigi eftir að brillera því annars á maður eftir að verða virkilega fúll.

Sá núna áðan Pirates of the Caribbean og var bara helvíti ánægður með myndina. Depparinn er helvíti skemmtilegur, Bloominn er sterkur líka og stúlkan heldur manni hugföngnum. Svo er nottla Rushinn bad as a motherfucker. En ég sá þó soldið eftir einu, það var að fá mér vatnsglas í hléinu því undir lok myndarinnar þurfti ég svo ótrúlega að pissa að ég gat varla beðið eftir að myndinni lauk. Ég hef áður lent í svona og það hefur eyðilagt soldið fyrir mér myndir. T.d. þegar ég sá fyrstu Lord myndina í fyrsta skipti fékk ég mér kók eða eitthvað áður en myndin byrjaði og áður en hléið kom þurfti ég að míga eins og elgur og á endanum varð það þannig að ég hljóp fram. En þegar ég sá hana í annað skiptið passaði ég mig á þessu.