A site about nothing...

mánudagur, ágúst 18, 2003

Ömurlegur dagur lærdómslega séð að baki. Festist í einum kafla og var í honum í allan dag. Verð að vera mikið duglegri á morgun ef ég á að geta farið í allt því tveir síðustu kaflarnir eru eiginlega einu kaflarnir sem ég reiknaði ekkert í í vetur. Núna eru einungis tveir heilir dagar eftir sem ég get nýtt. Að vera kominn aftur upp á bókasafn VRII er ágætt, reyndar er eins og maður hafi aldrei farið í sumarfrí.

Var að horfa á 70 mín þar sem Auddi er með gestastjórnendur næstu tvær vikurnar. Gísli Marteinn byrjaði og komst bara ágætlega frá þessu. Hann drakk ógeðsdrykkinn sem var virkilega ógeðslegur og tók þátt í áskorun sem fólst því að gleypa heila matskeið af kanil. Hann grenjaði af þessu bæði en ég held að flestir hefðu gert það. Þeir virtust líka ná ágætlega saman. Nú verður gaman að sjá næsta stjórnenda sem mér skilst að sé Sigurjón Kjartansson.

Svo að lokum þá snaraði ég ákveðnu íslensku orðatiltæki upp á enska tungu og hljóðar það svo:
To become a river in the sermon.
eða á íslensku:
Að verða á í messunni