A site about nothing...

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Fyrsti dagurinn í skólanum á morgun, hljómar ekkert of vel að þurfa að vakna klukkan 7. Til að gera máið verra að þá er fyrsti tíminn hjá Sven og Helga sem kenna tölvunarfræði en Sven hefur sérstaklega leiðinlegan talanda, mjög skrýtin áhersla sem hann leggur á orðin.

Súperserían Taken er bara helvíti fín finnst mér. Hef fylgst með henni og er bara sáttur. Hver þáttur er frekar langur þannig að það liggur við að maður sé að horfa á bíómynd þegar maður horfir á einn þátt. Til að byrja með hélt ég að þetta yrði voðalega væmið og amerískt og eitthvað þessháttar. En það hefur sýnt sig að þetta er soldið brútal og bara fjör í þessu. Enn ein rósin í hnappagat Steven Spielberg en hann gerði einmitt hina mögnuðu þætti Band of Brothers.