A site about nothing...

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Síðasta vikan í vinnunni er runnin upp. Mr OldTimer er kominn aftur úr sínu hrikalega langa sumarfríi og strax farinn að gera það sem hann gerir best, vera frekar lengi að afgreiða og ganga ekki frá eftir sig. Maður getur þó huggað sig við það að með því að vinna þessa viku græðir maður einhvern 30 40 þúsund kall sem gæti farið í eitthvað skemmtilegt í haust :). Það er greinilegt að skólarnir eru byrjaðir því mikill hluti viðskiptavina okkar í dag voru MR ingar, mestmegnis þó nýorðnir 6.bekkingar sem voru að koma með myndir úr útskriftarferðinni.

Loksins er Alias byrjað aftur. Þetta hefur verið löng bið eftir seríu tvö en hún hófst aftur í kvöld. Næstu 22 vikurnar er tíminn frá 22:20 bókaður og mun ekkert fá að trufla þessa helgistund. Þátturinn í kvöld kom með nokkrar bombur og lofar framhaldið góðu.