A site about nothing...

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Mér er skapi næst að fara að gráta. Liðið mitt, Manchester United, er með stjórn sem er greinilega á sýru. Fyrst selja þeir Beckham og svo selja þeir Veron. Þetta voru tveir best sendinga og skotmenn liðsins. Ástæðan sem Ferguson gaf var að miðjan hjá Manchester væri orðin of crowded með þá Keane, Scholes og Butt sem menn sem eru að spila flesta leiki og svo einhverja vara-gaura. Allt gott og blessað með það en enginn af þeim sem eftir eru hafa þetta element of surprise eða snilligáfuna til að koma með þessa einu sendingu sem getur gert útaf við leik. Það er eins gott að Ferguson og stjórnin hafi eitthvað brilliant upp í erminni, einhvern nýjan inn eða að þessir ungu gaurar eigi eftir að brillera því annars á maður eftir að verða virkilega fúll.

Sá núna áðan Pirates of the Caribbean og var bara helvíti ánægður með myndina. Depparinn er helvíti skemmtilegur, Bloominn er sterkur líka og stúlkan heldur manni hugföngnum. Svo er nottla Rushinn bad as a motherfucker. En ég sá þó soldið eftir einu, það var að fá mér vatnsglas í hléinu því undir lok myndarinnar þurfti ég svo ótrúlega að pissa að ég gat varla beðið eftir að myndinni lauk. Ég hef áður lent í svona og það hefur eyðilagt soldið fyrir mér myndir. T.d. þegar ég sá fyrstu Lord myndina í fyrsta skipti fékk ég mér kók eða eitthvað áður en myndin byrjaði og áður en hléið kom þurfti ég að míga eins og elgur og á endanum varð það þannig að ég hljóp fram. En þegar ég sá hana í annað skiptið passaði ég mig á þessu.