Það var brjáluð veisla í vinnunni í dag. Dagurinn byrjaði á því að Jóhanna kom með brauð og salöt og ostaslaufur og múrstykki frá Jóa Fel og við byrjuðum á því að gæða okkur á þessu. Reyndar kom hún með svo mikið að það hefði alveg getað verið fleiri í mat. Svo um þrjúleytið þá kom pabbi hans Hróars með köku sem Hróar hafði bakað deginum áður. Þetta var ekki beint kaka heldur meira svona baka eða eitthvað þannig og virkilega gott. Með þessu var serverað ís. Svo kom Signý með nachos og bjó til geðveika ídýfu. Þannig að við tókum létt pig-out. Meðan ég Signý og önnur kona sátum og borðuðum bökuna hans Hróars tjáðu þær mér að það sem ég kom með í fyrra hefði verið þvílíkt dúndur að þær gætu ekki gleymt því og hrósuðu því í hástert. Þannig að það er spurning hvort ég komi með það sama á föstudaginn næsta eða finni eitthvað nýtt.
Svo fékk ég pínu uppreisn æru í dag. Þannig er mál með vexti að innan Hans Petersen er svona gæðaeftirlit. Við höfum ekki náð 100% í sumar og hefur það verið útaf mér. Oftast hef ég klikkað á einhverju atriði sem hreinlega stenst ekki að mínu mati og verslunarstjórinn er sammála mér en það þýðir lítið að díla við yfirmennina. En í dag kom það í ljós að við fáum 100% fyrir þennan mánuð sem þýðir góður bónus á launin og var tekið sérstaklega fram hversu góð þjónustan hefði verið hjá okkur.
Þannig að þetta var helvíti fínn dagur. Eftir vinnu skellti ég mér svo á línuskauta sem ég gerði líka í gær og tók vanalega hringinn. Ég ætlaði að reyna að meta hversu langur hann er með því að nota borgarvefsjána en það gengur frekar erfiðlega.
Svo fékk ég pínu uppreisn æru í dag. Þannig er mál með vexti að innan Hans Petersen er svona gæðaeftirlit. Við höfum ekki náð 100% í sumar og hefur það verið útaf mér. Oftast hef ég klikkað á einhverju atriði sem hreinlega stenst ekki að mínu mati og verslunarstjórinn er sammála mér en það þýðir lítið að díla við yfirmennina. En í dag kom það í ljós að við fáum 100% fyrir þennan mánuð sem þýðir góður bónus á launin og var tekið sérstaklega fram hversu góð þjónustan hefði verið hjá okkur.
Þannig að þetta var helvíti fínn dagur. Eftir vinnu skellti ég mér svo á línuskauta sem ég gerði líka í gær og tók vanalega hringinn. Ég ætlaði að reyna að meta hversu langur hann er með því að nota borgarvefsjána en það gengur frekar erfiðlega.