þriðjudagur, janúar 31, 2006
föstudagur, janúar 27, 2006
Bright eyes - Road to joy
Heilinn nálgast suðupunkt akkúrat í þessum töluðu orðum. Það eru margar ákvarðanir sem þarf að taka og það sem fyrst.
Þannig er mál með vexti að mér fannst atvinnuleitin ekki vera að ganga sem skyldi. Ég var búinn að senda inn full af umsóknum og lítið heyrt og ef ég heyrði eitthvað þá var það "við höfum ekkert sem tengist þinni menntun í augnablikinu" og eitthvað þannig dót. Allaveganna vitandi það að komið er að skuldadögum við bankann þá sá ég fram á að ég gæti ekki verið atvinnulaus mikið lengur og fékk því hugmynd. Málið er að ég er skráður og hef mætti í tíma sem heita fjármál - afleiður og áhættustjórnun sem mig langar mikið til að taka. Þessi nýja hugmynd leyfir mér það og að taka 3 aðra kúrsa í viðbót en þá fæ ég námslán nefnilega. Svo er ætlunin að finna mér aukavinnu og taka hana með þessu. Nú standa málin þannig að á morgun verð ég að ákveða hvort ég vilji fara í þetta nám. Frestur til að byrja í námi eftir jól var liðinn en ég hafði samband við mann innan verkfræðideildar og sagði honum sögu mína og hann hafði samband við nemendaskrá og þau eru tilbúin að leyfa mér þetta. Þá færi ég ekki í mastersnám hérna heima heldur "byrjaði" ég upp á nýtt í nýju bs námi. En einnig er ég að bíða eftir að heyra hvort ég fái eitt starf og það ætti vonandi að koma í ljós á morgun, gæti farið á hvorn veginn sem ef. Ef starfið býðst þá get ég líklega tekið fjármála kúrsinn og unnið 100% starf með en annars þá gæti ég jafnvel fengið aukavinnu þar með náminu sem ég er að hugsa mér að taka.
Í kvöld er ég síðan búinn að vera að leita mér að kúrsum til að taka ef námsleiðin verður farin svo ég geti sagt frá því á morgun ef ég skrái mig. Er kominn með tvo kúrsa en vantar að velja aðra tvo og veit ekki hvað ég vil í þeim málum.
Heilinn nálgast suðupunkt akkúrat í þessum töluðu orðum. Það eru margar ákvarðanir sem þarf að taka og það sem fyrst.
Þannig er mál með vexti að mér fannst atvinnuleitin ekki vera að ganga sem skyldi. Ég var búinn að senda inn full af umsóknum og lítið heyrt og ef ég heyrði eitthvað þá var það "við höfum ekkert sem tengist þinni menntun í augnablikinu" og eitthvað þannig dót. Allaveganna vitandi það að komið er að skuldadögum við bankann þá sá ég fram á að ég gæti ekki verið atvinnulaus mikið lengur og fékk því hugmynd. Málið er að ég er skráður og hef mætti í tíma sem heita fjármál - afleiður og áhættustjórnun sem mig langar mikið til að taka. Þessi nýja hugmynd leyfir mér það og að taka 3 aðra kúrsa í viðbót en þá fæ ég námslán nefnilega. Svo er ætlunin að finna mér aukavinnu og taka hana með þessu. Nú standa málin þannig að á morgun verð ég að ákveða hvort ég vilji fara í þetta nám. Frestur til að byrja í námi eftir jól var liðinn en ég hafði samband við mann innan verkfræðideildar og sagði honum sögu mína og hann hafði samband við nemendaskrá og þau eru tilbúin að leyfa mér þetta. Þá færi ég ekki í mastersnám hérna heima heldur "byrjaði" ég upp á nýtt í nýju bs námi. En einnig er ég að bíða eftir að heyra hvort ég fái eitt starf og það ætti vonandi að koma í ljós á morgun, gæti farið á hvorn veginn sem ef. Ef starfið býðst þá get ég líklega tekið fjármála kúrsinn og unnið 100% starf með en annars þá gæti ég jafnvel fengið aukavinnu þar með náminu sem ég er að hugsa mér að taka.
Í kvöld er ég síðan búinn að vera að leita mér að kúrsum til að taka ef námsleiðin verður farin svo ég geti sagt frá því á morgun ef ég skrái mig. Er kominn með tvo kúrsa en vantar að velja aðra tvo og veit ekki hvað ég vil í þeim málum.
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Ahh tónlist, uppáhaldsáhugamálið mitt. Ég gæti endalaust talað um tónlist og ég ætla að blaðra aðeins um hana núna. Þannig er mál með vexti að mér var bent á síðu sem hefur forrit sem heitir Pandora og er svona online glymskratti. Þetta apparat virkar þannig að þú skrifar hvaða lag eða artista þú fílar og svo finnur forritið svipað lag eða svipaðan artista út frá eiginleikum laganna, uppbyggingu og eitthvað fleira en ekki af því að einhverjum finnst að þessi hljómsveit svipi til annarrar hljómsveitar.
Ég gerði tvær prufur annars vegar bjó ég til útvarpstöð sem notar Just með Radiohead sem grunninn og forritið kom með lag sem þeir sögðu að hefði svipuð einkenni og það lag. Þetta var ekki mjög svipað þannig séð en mjög gott lag engu að síður. Hitt lagið sem ég gerði sem prufu var Airbag og aftur kom forritið með gott lag.
Það kostar ekkert að skrá sig en það eru einhverjar auglýsingar víst þarna og ég veit ekki hvort þær séu pirrandi eða ekki, hef ekki hlustað það mikið á þetta ennþá.
Að endingu verð ég að segja að ég dýrka svona snillinga sem finna upp á svona hlutum. Vonandi er þetta komið til að vera.
Ég gerði tvær prufur annars vegar bjó ég til útvarpstöð sem notar Just með Radiohead sem grunninn og forritið kom með lag sem þeir sögðu að hefði svipuð einkenni og það lag. Þetta var ekki mjög svipað þannig séð en mjög gott lag engu að síður. Hitt lagið sem ég gerði sem prufu var Airbag og aftur kom forritið með gott lag.
Það kostar ekkert að skrá sig en það eru einhverjar auglýsingar víst þarna og ég veit ekki hvort þær séu pirrandi eða ekki, hef ekki hlustað það mikið á þetta ennþá.
Að endingu verð ég að segja að ég dýrka svona snillinga sem finna upp á svona hlutum. Vonandi er þetta komið til að vera.
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Ég setti ekki fyrir svo löngu inn teljara á síðuna svo ég fengi pínu upplýsingar um hversu margir væru að koma og þvíumlíkt. Eitt af því sem þetta gerir er að segja mér hvaðan fólk er að koma til að skoða síðuna og það er ansi áhugavert. Heimsóknir inn á síðuna hafa komið frá furðulegustu stöðum um allan heim og bara nýlega má nefna:
University Of Newcastle Upon Tyne
Splitsko-dalmatinska, Split, Croatia
Japan (www.dion.ne.jp)
Árósar í Danmörku (ég man ekki hvern ég ætti að þekkja þar)
Svo er einhver sem skoðar síðuna og er í Columbia skólanum, sem ég hefði lítið á móti að komast inn í.
Það er gaman af þessu og ég er orðinn ansi forvitinn hvaða fólk þetta sé, hvort það hafi óvart komið inn á eða hafi bara verið að flakka á milli síða, eins og maður á stundum til að gera sjálfur.
University Of Newcastle Upon Tyne
Splitsko-dalmatinska, Split, Croatia
Japan (www.dion.ne.jp)
Árósar í Danmörku (ég man ekki hvern ég ætti að þekkja þar)
Svo er einhver sem skoðar síðuna og er í Columbia skólanum, sem ég hefði lítið á móti að komast inn í.
Það er gaman af þessu og ég er orðinn ansi forvitinn hvaða fólk þetta sé, hvort það hafi óvart komið inn á eða hafi bara verið að flakka á milli síða, eins og maður á stundum til að gera sjálfur.
sunnudagur, janúar 22, 2006
föstudagur, janúar 20, 2006
Ampop - Ordinary World
Ég er einhvern veginn undanfarna daga búnn að skrifa allstaðar nema hér og bið ég dygga lesendur bloggsins afsökunar. Hins vegar vilji þið lesa eitthvað eftir mig tjekkið á Rjómanum föstudaginn 20. janúar sem er á morgun þegar þetta er skrifað. Rýni um My Delusions disk Ampop og umfjöllun um tónleika Ampop. Svo gæti verið að ég muni hitta þá á morgun og að taka viðtal við þá en það kemur í ljós á morgun.
Annáll um árið 2005 lætur eitthvað bíða eftir sér en það hlýtur að fara að koma að honum, eru ekki allir spenntir að vita hver verður bloggari ársins 2005?
Ennþá er ég ekki kominn með vinnu og því spurning hvort maður sé ekki orðinn atvinnu-róni bara. En það furðulega er samt að þessi atvinnu-róni hefur meira en nóg að gera, allaveganna næ ég aldrei að gera allt það sem ég ætla að gera. Hvort það sé af því að maður sefur stundum til hádegis skal ósagt látið þó. En til að láta ykkur vita hvernig staða mála er þá ætla ég að kíkja upp í Orkuveitu á morgun og athuga hvort þeir séu að fara að ráða, minna aðeins á mig. Annars sagði systir mín mér að þegar hún kom einhvern tíma heim eftir nám í janúar að hún hefði ekki fengið vinnu fyrr en í febrúar. Það gæti orðið eitthvað svipað á þessum bænum en það þýðir að ég verð skuldugur og sárafátækur í febrúar mánuði og jafnvel eitthvað áfram. En ég get svosem sjálfum mér um kennt, búinn að lifa eins og kóngur seinasta hálfa árið og reyndar allt seinasta ár :D.
Ég er einhvern veginn undanfarna daga búnn að skrifa allstaðar nema hér og bið ég dygga lesendur bloggsins afsökunar. Hins vegar vilji þið lesa eitthvað eftir mig tjekkið á Rjómanum föstudaginn 20. janúar sem er á morgun þegar þetta er skrifað. Rýni um My Delusions disk Ampop og umfjöllun um tónleika Ampop. Svo gæti verið að ég muni hitta þá á morgun og að taka viðtal við þá en það kemur í ljós á morgun.
Annáll um árið 2005 lætur eitthvað bíða eftir sér en það hlýtur að fara að koma að honum, eru ekki allir spenntir að vita hver verður bloggari ársins 2005?
Ennþá er ég ekki kominn með vinnu og því spurning hvort maður sé ekki orðinn atvinnu-róni bara. En það furðulega er samt að þessi atvinnu-róni hefur meira en nóg að gera, allaveganna næ ég aldrei að gera allt það sem ég ætla að gera. Hvort það sé af því að maður sefur stundum til hádegis skal ósagt látið þó. En til að láta ykkur vita hvernig staða mála er þá ætla ég að kíkja upp í Orkuveitu á morgun og athuga hvort þeir séu að fara að ráða, minna aðeins á mig. Annars sagði systir mín mér að þegar hún kom einhvern tíma heim eftir nám í janúar að hún hefði ekki fengið vinnu fyrr en í febrúar. Það gæti orðið eitthvað svipað á þessum bænum en það þýðir að ég verð skuldugur og sárafátækur í febrúar mánuði og jafnvel eitthvað áfram. En ég get svosem sjálfum mér um kennt, búinn að lifa eins og kóngur seinasta hálfa árið og reyndar allt seinasta ár :D.
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Tónlistarárið 2005 - innlent
Ég hef sjaldan hlustað jafnmikið á íslenska tónlist og er það líklega útaf Rjómanum. Tónlistarárið 2005 tel ég að hafi verið mjög gott í íslenskri tónlist. Kíkjum á listann.
1. Sigurrós - Takk
Frábær plata frá Sigurrós sem er nær Ágætis Byrjun í straumum og stefnum heldur en () og er það gott enda Ágætis Byrjun ein besta plata Íslandssögunnar. Mjög heildstætt og gott verk frá þeim með fullt af perlum.
2. Ampop - My Delusions
Sú sveit sem kom mér kanski hvað mest á óvart gaf út frábæra indí pop skífu sem vert er að veita nánari athygli. Þeir voru einu sinni í einhverju elektró rokki sem var ekki að gera góða hluti og er þetta miklu miklu betra. Ef þú fílar Coldplay prufaðu að kíkja á þetta.
3. Emilíana Torrini - Fisherman´s woman
Sætasta stelpa Íslands gaf út sýna aðra plötu undir erlendu merki. Mjög ólík Love in the Time of Science en það er svo sem ekki furða þar sem stelpan er að fjalla um ástvinamissi. Mjög góð plata.
4. Hermigervill - Sleepwork
Ég hef aldrei átt jafnerfitt með að skrifa dóm um neina plötu og þessa. Gaf henni 2.5 en ég hefði eiginlega átt að fara vísindalegu leiðina og gefa henni 3.0 með 0.5 í vikmörkum. Mjög fjölbreytt instrumental hipphopp, elektró og chillplata. Ladybash og Glimpse eru tvö virkilega góð lög sem vert er að athuga betur.
5. Bennihemmhemm - Bennihemmhemm
BeginningEnd er besta lagið á plötunni enda er það tvisvar það er í byrjun og í endanum. Minnig mann mjög á Badly Drawn Boy það lag. Annars er platan hressandi enda getur plata með lag um hnitakerfið ekki klikkað. Athugið Til eru fræ kóverið sem er á plötunni virkilega flott.
Aðrar góðar plötur
Daníel Ágúst - Swallowed a Star
Fyrrum gusgus meðlimurinn með sýna fyrstu sólóplötu. Þetta er plata sem maður þarf að láta renna nokkrum sinnum í gegn til að ná henni almennilega og ég var ekki nógu þolinmóður á seinasta ári, hefði jafnvel getað verið hærri hefði ég gert það.
Stórsveit Nix Nolte - Orkiedur Hawaii
Mjög furðulegt nafn á hljómsveit sem spilar tónlist eins og hún sé frá einhverju Balkanlandi. Tónlistin er mjög hress og það er ekki laust við að manni langar til að dansa þegar maður heyrir hana.
Flís - Vottur
Djassútgáfur af perlum Hauk Morthens. Virkilega vel af verki staðið hjá þeim. Pottþétt gjöf fyrir foreldra, ömmur og afa.
Ég hef sjaldan hlustað jafnmikið á íslenska tónlist og er það líklega útaf Rjómanum. Tónlistarárið 2005 tel ég að hafi verið mjög gott í íslenskri tónlist. Kíkjum á listann.
1. Sigurrós - Takk
Frábær plata frá Sigurrós sem er nær Ágætis Byrjun í straumum og stefnum heldur en () og er það gott enda Ágætis Byrjun ein besta plata Íslandssögunnar. Mjög heildstætt og gott verk frá þeim með fullt af perlum.
2. Ampop - My Delusions
Sú sveit sem kom mér kanski hvað mest á óvart gaf út frábæra indí pop skífu sem vert er að veita nánari athygli. Þeir voru einu sinni í einhverju elektró rokki sem var ekki að gera góða hluti og er þetta miklu miklu betra. Ef þú fílar Coldplay prufaðu að kíkja á þetta.
3. Emilíana Torrini - Fisherman´s woman
Sætasta stelpa Íslands gaf út sýna aðra plötu undir erlendu merki. Mjög ólík Love in the Time of Science en það er svo sem ekki furða þar sem stelpan er að fjalla um ástvinamissi. Mjög góð plata.
4. Hermigervill - Sleepwork
Ég hef aldrei átt jafnerfitt með að skrifa dóm um neina plötu og þessa. Gaf henni 2.5 en ég hefði eiginlega átt að fara vísindalegu leiðina og gefa henni 3.0 með 0.5 í vikmörkum. Mjög fjölbreytt instrumental hipphopp, elektró og chillplata. Ladybash og Glimpse eru tvö virkilega góð lög sem vert er að athuga betur.
5. Bennihemmhemm - Bennihemmhemm
BeginningEnd er besta lagið á plötunni enda er það tvisvar það er í byrjun og í endanum. Minnig mann mjög á Badly Drawn Boy það lag. Annars er platan hressandi enda getur plata með lag um hnitakerfið ekki klikkað. Athugið Til eru fræ kóverið sem er á plötunni virkilega flott.
Aðrar góðar plötur
Daníel Ágúst - Swallowed a Star
Fyrrum gusgus meðlimurinn með sýna fyrstu sólóplötu. Þetta er plata sem maður þarf að láta renna nokkrum sinnum í gegn til að ná henni almennilega og ég var ekki nógu þolinmóður á seinasta ári, hefði jafnvel getað verið hærri hefði ég gert það.
Stórsveit Nix Nolte - Orkiedur Hawaii
Mjög furðulegt nafn á hljómsveit sem spilar tónlist eins og hún sé frá einhverju Balkanlandi. Tónlistin er mjög hress og það er ekki laust við að manni langar til að dansa þegar maður heyrir hana.
Flís - Vottur
Djassútgáfur af perlum Hauk Morthens. Virkilega vel af verki staðið hjá þeim. Pottþétt gjöf fyrir foreldra, ömmur og afa.
mánudagur, janúar 09, 2006
Tónlistarárið 2005 - erlent
Það hlaut að koma að því að ég tæki saman hvað gerðist markvert á tónlistarárinu 2005, erlendis það er. Þessi listi er að mestu leyti byggður upp á listanum mínum fyrir Rjómann nema það að Arcade Fire kemur inn. Ég byrjaði ekki að hlusta á þau fyrr en á þessu ári og því fær hann að fljóta hér með, við tókum hann ekki með á Rjómanum.
1. Arcade Fire - Funeral
Kanada er að koma ótrúlega sterkt fram í indí tónlistinni og Arcade Fire leiða sóknina. Ég ætlaði að skrifa eitthvað meira en orð eru óþörf. Tímamótaplata fyrir 21. öldina.
2. Coldplay - X&Y
Coldplay menn koma hér fram með virkilega góða plötu og eru að hassla sér völl sem frægasta/vinsælasta hljómsveit í heimi. Tónlistin er ennþá að virka fyrir mig og þessi plata á nokkra gullmola eins og ´Till kingdom come og Fix You. Sá þá einnig á tónleikum og það hefur kanski einhver áhrif á mig, frábærir á tónleikum. Samt er ég ennþá á því að Parachutes hafi vinninginn yfir bestu Coldplay plötuna, hvað finnst þér lesandi góður?
3. Bloc Party - Silent Alarm
Virkilega góð fyrsta plata sem er með fullt af grúvrokki og eflaust eina bestu hrynsveit (lesist trommur og bassi) sem finnst í hljómsveit í dag. Komu í kjölfar fyrstu plötu Franz Ferdinand og það nýttist þeim vel en þeir standa algjörlega fyrir sínu. Hlakka mikið til að heyra næstu plötu frá þeim.
4. Queens of the Stone Age - Lullabies to Paralyze
Fáránlega góð plata hjá þeim sem fjallar að miklu leiti um brottrekstur og brotthvarf Nick Olivieri bassaleikara úr hljómsveitinni. Mjög heilstætt verk þar sem koma fram nokkur lög í röð sem mynda flotta heild, ef það meikar sens fyrir ykkur. Öll lögin sem voru tekin á tónleikunum í sumar af þessari plötu voru mögnuð live.
5. Franz Ferdinand - You Could Have It So Much Better
Það er ekkert annarra plötu heilkenni á ferðinni hérna. Franz menn telja í og koma okkur í partý með fullt af slögurum. Eins og í öllum partýum koma rólegir kaflar og þá er að finna hérna líka t.d. í Eleanor put your boots back on. Líkt og Coldplay þá sá ég þá á árinu og það voru geðveikir tónleikar. Þessi hljómsveit á fáránlega mikið af slögurum.
6. Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah
Annaðhvort fílaru röddina í söngvaranum eða ekki. Ég fíla hana. Það tók mig pínu tíma að komast inn í þessa hljómsveit og tónlist hennar en ég er feginn að ég gaf henni tíma því þetta er virkilega flott stöff.
7. Kanye West - Late Registration
Félagi minn Kanye West sem ég hitti í London í sumar gaf út sína aðra plötu og að mínu mati betri en fyrirrennarinn. Það er enginn augljós súperhittari hérna eins og á College Dropout en lögin eru jafnari á þessari plötu og virkilega góð. Tjekkið t.d. á Gone, fyrir partýið.
8. Lemon Jelly - 64-95
Lemon Jelly hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Þetta er þriðja platan hennar og er hún byggð á sömplum sem spanna árin sem nefnd eru í titlinum. Fullkomin plata til að hlusta á þegar maður er að læra.
9. Edan - Beauty and the Beat
Kynntist þessum gaur eftir að skrifað var um hann á Rjómanum. Virkilega töff lista hipphopp undir áhrifum frá sýrutónlist og flæðið er flott. Mjög heilstæð plata hér á ferðinni og allir sem fíla hipphopp ættu að kíkja á hana.
10. Soulwax - Any Minute Now
Soulwax hafa líka verið lengi í uppáhaldi hjá mér og gáfu út sína aðra plötu. Það tók mig talsverðan tíma að komast inn í þetta en hún hefur bara vaxið fyrir mér og orðið betri. Er reglulega í spilun hjá mér.
Aðrar plötur sem komu út og voru góðar:
Sufjan Stevens - Come on feel the illinoise
hefði eflaust verið hærra ef ég hefði hlustað meira á hana. Svona plata sem krefst þess að maður hlustar á textana og hversu vel hún er gerð, ég hef ekki gefið mér nógan tíma ennþá.
Antony and the Johnsons - I am a bird now
Furðuleg rödd sem er samt svo fáránlega töff. Virkilega flottar lagasmíðar en ekki eithvað sem maður getur hlustað á alltaf. Kom þrisvar til Íslands á árinu og kom til Danmerkur, sá hann aldrei. Skamm Óttar.
Bright Eyes - I´m wide awake it´s morning
Kántrý eins og það gerist best, allra best. Ekki hræðast þó svo ég segi að þetta sé kántry, þetta er gott kántrý. Hér deyr enginn hundur og engin kærasta fer frá neinum (held ég). Hér er talað um alvöru málefni. Flottasta lag plötunnar er án vafa Road to Joy.
Doves - Some Cities
Manchester mennirnir í Doves gáfu út sína þriðju plötu og eins og hinar tvær er hún virkilega góð. Þessi plata greip mig frá fyrstu hlustun ólíkt annarri plötunni sem þurfti meiri tíma. Þeir gera flotta tónlist þeir mega eiga það drengirnir.
Það hlaut að koma að því að ég tæki saman hvað gerðist markvert á tónlistarárinu 2005, erlendis það er. Þessi listi er að mestu leyti byggður upp á listanum mínum fyrir Rjómann nema það að Arcade Fire kemur inn. Ég byrjaði ekki að hlusta á þau fyrr en á þessu ári og því fær hann að fljóta hér með, við tókum hann ekki með á Rjómanum.
1. Arcade Fire - Funeral
Kanada er að koma ótrúlega sterkt fram í indí tónlistinni og Arcade Fire leiða sóknina. Ég ætlaði að skrifa eitthvað meira en orð eru óþörf. Tímamótaplata fyrir 21. öldina.
2. Coldplay - X&Y
Coldplay menn koma hér fram með virkilega góða plötu og eru að hassla sér völl sem frægasta/vinsælasta hljómsveit í heimi. Tónlistin er ennþá að virka fyrir mig og þessi plata á nokkra gullmola eins og ´Till kingdom come og Fix You. Sá þá einnig á tónleikum og það hefur kanski einhver áhrif á mig, frábærir á tónleikum. Samt er ég ennþá á því að Parachutes hafi vinninginn yfir bestu Coldplay plötuna, hvað finnst þér lesandi góður?
3. Bloc Party - Silent Alarm
Virkilega góð fyrsta plata sem er með fullt af grúvrokki og eflaust eina bestu hrynsveit (lesist trommur og bassi) sem finnst í hljómsveit í dag. Komu í kjölfar fyrstu plötu Franz Ferdinand og það nýttist þeim vel en þeir standa algjörlega fyrir sínu. Hlakka mikið til að heyra næstu plötu frá þeim.
4. Queens of the Stone Age - Lullabies to Paralyze
Fáránlega góð plata hjá þeim sem fjallar að miklu leiti um brottrekstur og brotthvarf Nick Olivieri bassaleikara úr hljómsveitinni. Mjög heilstætt verk þar sem koma fram nokkur lög í röð sem mynda flotta heild, ef það meikar sens fyrir ykkur. Öll lögin sem voru tekin á tónleikunum í sumar af þessari plötu voru mögnuð live.
5. Franz Ferdinand - You Could Have It So Much Better
Það er ekkert annarra plötu heilkenni á ferðinni hérna. Franz menn telja í og koma okkur í partý með fullt af slögurum. Eins og í öllum partýum koma rólegir kaflar og þá er að finna hérna líka t.d. í Eleanor put your boots back on. Líkt og Coldplay þá sá ég þá á árinu og það voru geðveikir tónleikar. Þessi hljómsveit á fáránlega mikið af slögurum.
6. Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah
Annaðhvort fílaru röddina í söngvaranum eða ekki. Ég fíla hana. Það tók mig pínu tíma að komast inn í þessa hljómsveit og tónlist hennar en ég er feginn að ég gaf henni tíma því þetta er virkilega flott stöff.
7. Kanye West - Late Registration
Félagi minn Kanye West sem ég hitti í London í sumar gaf út sína aðra plötu og að mínu mati betri en fyrirrennarinn. Það er enginn augljós súperhittari hérna eins og á College Dropout en lögin eru jafnari á þessari plötu og virkilega góð. Tjekkið t.d. á Gone, fyrir partýið.
8. Lemon Jelly - 64-95
Lemon Jelly hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Þetta er þriðja platan hennar og er hún byggð á sömplum sem spanna árin sem nefnd eru í titlinum. Fullkomin plata til að hlusta á þegar maður er að læra.
9. Edan - Beauty and the Beat
Kynntist þessum gaur eftir að skrifað var um hann á Rjómanum. Virkilega töff lista hipphopp undir áhrifum frá sýrutónlist og flæðið er flott. Mjög heilstæð plata hér á ferðinni og allir sem fíla hipphopp ættu að kíkja á hana.
10. Soulwax - Any Minute Now
Soulwax hafa líka verið lengi í uppáhaldi hjá mér og gáfu út sína aðra plötu. Það tók mig talsverðan tíma að komast inn í þetta en hún hefur bara vaxið fyrir mér og orðið betri. Er reglulega í spilun hjá mér.
Aðrar plötur sem komu út og voru góðar:
Sufjan Stevens - Come on feel the illinoise
hefði eflaust verið hærra ef ég hefði hlustað meira á hana. Svona plata sem krefst þess að maður hlustar á textana og hversu vel hún er gerð, ég hef ekki gefið mér nógan tíma ennþá.
Antony and the Johnsons - I am a bird now
Furðuleg rödd sem er samt svo fáránlega töff. Virkilega flottar lagasmíðar en ekki eithvað sem maður getur hlustað á alltaf. Kom þrisvar til Íslands á árinu og kom til Danmerkur, sá hann aldrei. Skamm Óttar.
Bright Eyes - I´m wide awake it´s morning
Kántrý eins og það gerist best, allra best. Ekki hræðast þó svo ég segi að þetta sé kántry, þetta er gott kántrý. Hér deyr enginn hundur og engin kærasta fer frá neinum (held ég). Hér er talað um alvöru málefni. Flottasta lag plötunnar er án vafa Road to Joy.
Doves - Some Cities
Manchester mennirnir í Doves gáfu út sína þriðju plötu og eins og hinar tvær er hún virkilega góð. Þessi plata greip mig frá fyrstu hlustun ólíkt annarri plötunni sem þurfti meiri tíma. Þeir gera flotta tónlist þeir mega eiga það drengirnir.
Jæja það bólar ekkert enn á uppgjöri ársins 2005 en þeir pistlar fara að detta inn. Tónlistarárið er nokkurn veginn tilbúið og kvikmyndaárið ætti að verða tilbúið svo er bara spurning hvenær ég nenni að gera persónulega annállinn.
Annars þá er maður bara að "bum"-ast, atvinnulaus og allt í rugli eða svona þannig séð. Ætla á morgun að skrá mig á atvinnuleysisbætur svona ef ske kynni að ekkert gerist bráðlega og svo er stefnan að taka herbergið mitt í gegn og losa aðeins um draslið þar.
Horfði á Burton - Man Utd og verð að segja það að Höddi Magg hatar greinilega United. Það var fáránlegt að heyra hlutina sem Höddi sagði yfir leiknum í dag. Hann var svo innilega að vona að United myndi detta úr keppninni að það hálfa væri nóg.
Svona að lokum hafið augun opin á þriðjudaginn þá kemur mynd af nokkrum okkar sem skrifum á Rjómann ásamt viðtali við Ara.
Annars þá er maður bara að "bum"-ast, atvinnulaus og allt í rugli eða svona þannig séð. Ætla á morgun að skrá mig á atvinnuleysisbætur svona ef ske kynni að ekkert gerist bráðlega og svo er stefnan að taka herbergið mitt í gegn og losa aðeins um draslið þar.
Horfði á Burton - Man Utd og verð að segja það að Höddi Magg hatar greinilega United. Það var fáránlegt að heyra hlutina sem Höddi sagði yfir leiknum í dag. Hann var svo innilega að vona að United myndi detta úr keppninni að það hálfa væri nóg.
Svona að lokum hafið augun opin á þriðjudaginn þá kemur mynd af nokkrum okkar sem skrifum á Rjómann ásamt viðtali við Ara.
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Sugarcubes - Birthday
Þá er maður víst bara orðinn 24 ára gamall ekki hægt að neita því. Það er svosem fátt merkilegt við að verða 24 nema að vera skyldi að það styttist 25 ára afmælið. Annars er ég ekki viss hvort ég hafi einhver issues varðandi aldur ég tel svo vera ekki en kannski innst inni hef ég það.
Samúðarkveðjur sem og heillaóskir verða mótteknar í síma á morgun (dag, fer eftir því hvenær þetta er lesið) og ef þið eruð ennþá að velta því fyrir ykkur hvað þið eigið að gefa mér í afmælisgjöf þá megið þið redda mér vinnu eða benda mér á eina, það væri mjög góð gjöf. Blóm og kransar eru afþakkaðir.
Þá er maður víst bara orðinn 24 ára gamall ekki hægt að neita því. Það er svosem fátt merkilegt við að verða 24 nema að vera skyldi að það styttist 25 ára afmælið. Annars er ég ekki viss hvort ég hafi einhver issues varðandi aldur ég tel svo vera ekki en kannski innst inni hef ég það.
Samúðarkveðjur sem og heillaóskir verða mótteknar í síma á morgun (dag, fer eftir því hvenær þetta er lesið) og ef þið eruð ennþá að velta því fyrir ykkur hvað þið eigið að gefa mér í afmælisgjöf þá megið þið redda mér vinnu eða benda mér á eina, það væri mjög góð gjöf. Blóm og kransar eru afþakkaðir.
þriðjudagur, janúar 03, 2006
Magnet feat. Emma Hays - Lay lady lay
Manni hefur verið kennt í gegnum tíðina að það að setja sér markmið og að skrifa þau niður sé mjög sniðugur hlutur. Þessu er ég mjög sammála og hef aðhyllst þetta svona í seinni tíð. Sem dæmi um þetta má nefna að þegar ég var á öðru ári þá ákvað ég að útskrifast úr B.S. með fyrstu einkunn. Ég var með í kringum 7 minnir mig þá og ég vildi vitaskuld ná því eitthvað upp. Svo fór að ég setti mér einhver markmið fyrir hverja prófatörn frá því. Þegar ég átti eitt próf eftir í HÍ var ég nálægt þessu langtíma markmiði og var það vegna skammtíma markmiðanna. Þá setti ég seinasta skammtíma markmiðið en það var að fá 9 í hagverkfræði því ég vissi að ef ég næði því þá fengi ég fyrstu einkunn. Svo varð og því mun ég útskrifast með fyrstu einkunn núna í febrúar. Ég var með markmið fyrir seinasta ár og voru sum frá árinu á undan. Mörg þeirra litu dagsins ljós en önnur gengu ekki eftir. Í ár ætla ég að setja mér nokkur markmið og skrifa þau niður þvi ég gerði það ekki síðast. Þar sem þið vitið markmiðin mín þá getið þið kanski hjálpað mér að ná þeim.
Markmið mín fyrir þetta ár snúast um það að bæta sjálfan mig, gera ekki öll markmið það svosem.
Fyrsta markmið er að fækka gosdrykkju á sykurlausum gosdrykkjum niður í 4 hálfslíters flöskur á viku til að byrja með og svo jafnvel að skipta þeim alveg út fyrir vatn og sódavatn.
Annað markmið er að hafa bara nammidag á laugardögum sem er mjög erfitt fyrir svona sykurtönn eins og mig. Aukamarkmið með því er að minnka nammiskammtinn.
Þriðja markmið er að æfa 3-6 sinnum í viku.
Ég tel að þessi markmið ættu að vera do-able og raunhæf. T.d. stóð ég ágætlega við fyrsta markmiðið áður en ég fór til DK en þá hrundi það soldið en batnandi manni er best að lifa.
Manni hefur verið kennt í gegnum tíðina að það að setja sér markmið og að skrifa þau niður sé mjög sniðugur hlutur. Þessu er ég mjög sammála og hef aðhyllst þetta svona í seinni tíð. Sem dæmi um þetta má nefna að þegar ég var á öðru ári þá ákvað ég að útskrifast úr B.S. með fyrstu einkunn. Ég var með í kringum 7 minnir mig þá og ég vildi vitaskuld ná því eitthvað upp. Svo fór að ég setti mér einhver markmið fyrir hverja prófatörn frá því. Þegar ég átti eitt próf eftir í HÍ var ég nálægt þessu langtíma markmiði og var það vegna skammtíma markmiðanna. Þá setti ég seinasta skammtíma markmiðið en það var að fá 9 í hagverkfræði því ég vissi að ef ég næði því þá fengi ég fyrstu einkunn. Svo varð og því mun ég útskrifast með fyrstu einkunn núna í febrúar. Ég var með markmið fyrir seinasta ár og voru sum frá árinu á undan. Mörg þeirra litu dagsins ljós en önnur gengu ekki eftir. Í ár ætla ég að setja mér nokkur markmið og skrifa þau niður þvi ég gerði það ekki síðast. Þar sem þið vitið markmiðin mín þá getið þið kanski hjálpað mér að ná þeim.
Markmið mín fyrir þetta ár snúast um það að bæta sjálfan mig, gera ekki öll markmið það svosem.
Fyrsta markmið er að fækka gosdrykkju á sykurlausum gosdrykkjum niður í 4 hálfslíters flöskur á viku til að byrja með og svo jafnvel að skipta þeim alveg út fyrir vatn og sódavatn.
Annað markmið er að hafa bara nammidag á laugardögum sem er mjög erfitt fyrir svona sykurtönn eins og mig. Aukamarkmið með því er að minnka nammiskammtinn.
Þriðja markmið er að æfa 3-6 sinnum í viku.
Ég tel að þessi markmið ættu að vera do-able og raunhæf. T.d. stóð ég ágætlega við fyrsta markmiðið áður en ég fór til DK en þá hrundi það soldið en batnandi manni er best að lifa.
mánudagur, janúar 02, 2006
PRince - 1999
2006 er runnið upp. Hressó í gær var hressandi enda margir meistarar þarna og tók ég Mökunardansinn óspart, enda fékk ég pínu aukakennslu í honum áður en ég fór í bæinn frá aðila sem aðfylgist hiphop stefnuna. Mér til mikilla vonbrigða tók Tumi ekki Orminn en hver getur verið fúll út í svona meistara? Eftir Hressó fór ég í fyrsta skipti til Önna og var þar mættur ásamt honum, Bigga P og Varða um 8 leytið og um 9 leytið var ég kominn heim. Svo svaf ég til 17 og hef verið bara rólegur síðan þá. Ætlunin næstu daga er svo að koma með endurlit yfir árið 2005, rifja það upp og búa til lista yfir hitt og þetta. Þetta var mjög viðburðarríkt ár og vonandi ætti að vera af nógu að taka. Valið verður bestu kaup ársins 2005 og besta blogg ársins 2005 ásamt fleiru. Fylgist því vel með.
2006 er runnið upp. Hressó í gær var hressandi enda margir meistarar þarna og tók ég Mökunardansinn óspart, enda fékk ég pínu aukakennslu í honum áður en ég fór í bæinn frá aðila sem aðfylgist hiphop stefnuna. Mér til mikilla vonbrigða tók Tumi ekki Orminn en hver getur verið fúll út í svona meistara? Eftir Hressó fór ég í fyrsta skipti til Önna og var þar mættur ásamt honum, Bigga P og Varða um 8 leytið og um 9 leytið var ég kominn heim. Svo svaf ég til 17 og hef verið bara rólegur síðan þá. Ætlunin næstu daga er svo að koma með endurlit yfir árið 2005, rifja það upp og búa til lista yfir hitt og þetta. Þetta var mjög viðburðarríkt ár og vonandi ætti að vera af nógu að taka. Valið verður bestu kaup ársins 2005 og besta blogg ársins 2005 ásamt fleiru. Fylgist því vel með.