A site about nothing...

mánudagur, janúar 09, 2006

Tónlistarárið 2005 - erlent
Það hlaut að koma að því að ég tæki saman hvað gerðist markvert á tónlistarárinu 2005, erlendis það er. Þessi listi er að mestu leyti byggður upp á listanum mínum fyrir Rjómann nema það að Arcade Fire kemur inn. Ég byrjaði ekki að hlusta á þau fyrr en á þessu ári og því fær hann að fljóta hér með, við tókum hann ekki með á Rjómanum.

1. Arcade Fire - Funeral
Kanada er að koma ótrúlega sterkt fram í indí tónlistinni og Arcade Fire leiða sóknina. Ég ætlaði að skrifa eitthvað meira en orð eru óþörf. Tímamótaplata fyrir 21. öldina.

2. Coldplay - X&Y
Coldplay menn koma hér fram með virkilega góða plötu og eru að hassla sér völl sem frægasta/vinsælasta hljómsveit í heimi. Tónlistin er ennþá að virka fyrir mig og þessi plata á nokkra gullmola eins og ´Till kingdom come og Fix You. Sá þá einnig á tónleikum og það hefur kanski einhver áhrif á mig, frábærir á tónleikum. Samt er ég ennþá á því að Parachutes hafi vinninginn yfir bestu Coldplay plötuna, hvað finnst þér lesandi góður?

3. Bloc Party - Silent Alarm
Virkilega góð fyrsta plata sem er með fullt af grúvrokki og eflaust eina bestu hrynsveit (lesist trommur og bassi) sem finnst í hljómsveit í dag. Komu í kjölfar fyrstu plötu Franz Ferdinand og það nýttist þeim vel en þeir standa algjörlega fyrir sínu. Hlakka mikið til að heyra næstu plötu frá þeim.

4. Queens of the Stone Age - Lullabies to Paralyze
Fáránlega góð plata hjá þeim sem fjallar að miklu leiti um brottrekstur og brotthvarf Nick Olivieri bassaleikara úr hljómsveitinni. Mjög heilstætt verk þar sem koma fram nokkur lög í röð sem mynda flotta heild, ef það meikar sens fyrir ykkur. Öll lögin sem voru tekin á tónleikunum í sumar af þessari plötu voru mögnuð live.

5. Franz Ferdinand - You Could Have It So Much Better
Það er ekkert annarra plötu heilkenni á ferðinni hérna. Franz menn telja í og koma okkur í partý með fullt af slögurum. Eins og í öllum partýum koma rólegir kaflar og þá er að finna hérna líka t.d. í Eleanor put your boots back on. Líkt og Coldplay þá sá ég þá á árinu og það voru geðveikir tónleikar. Þessi hljómsveit á fáránlega mikið af slögurum.

6. Clap Your Hands Say Yeah - Clap Your Hands Say Yeah
Annaðhvort fílaru röddina í söngvaranum eða ekki. Ég fíla hana. Það tók mig pínu tíma að komast inn í þessa hljómsveit og tónlist hennar en ég er feginn að ég gaf henni tíma því þetta er virkilega flott stöff.

7. Kanye West - Late Registration
Félagi minn Kanye West sem ég hitti í London í sumar gaf út sína aðra plötu og að mínu mati betri en fyrirrennarinn. Það er enginn augljós súperhittari hérna eins og á College Dropout en lögin eru jafnari á þessari plötu og virkilega góð. Tjekkið t.d. á Gone, fyrir partýið.

8. Lemon Jelly - 64-95
Lemon Jelly hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Þetta er þriðja platan hennar og er hún byggð á sömplum sem spanna árin sem nefnd eru í titlinum. Fullkomin plata til að hlusta á þegar maður er að læra.

9. Edan - Beauty and the Beat
Kynntist þessum gaur eftir að skrifað var um hann á Rjómanum. Virkilega töff lista hipphopp undir áhrifum frá sýrutónlist og flæðið er flott. Mjög heilstæð plata hér á ferðinni og allir sem fíla hipphopp ættu að kíkja á hana.

10. Soulwax - Any Minute Now
Soulwax hafa líka verið lengi í uppáhaldi hjá mér og gáfu út sína aðra plötu. Það tók mig talsverðan tíma að komast inn í þetta en hún hefur bara vaxið fyrir mér og orðið betri. Er reglulega í spilun hjá mér.

Aðrar plötur sem komu út og voru góðar:

Sufjan Stevens - Come on feel the illinoise
hefði eflaust verið hærra ef ég hefði hlustað meira á hana. Svona plata sem krefst þess að maður hlustar á textana og hversu vel hún er gerð, ég hef ekki gefið mér nógan tíma ennþá.

Antony and the Johnsons - I am a bird now
Furðuleg rödd sem er samt svo fáránlega töff. Virkilega flottar lagasmíðar en ekki eithvað sem maður getur hlustað á alltaf. Kom þrisvar til Íslands á árinu og kom til Danmerkur, sá hann aldrei. Skamm Óttar.

Bright Eyes - I´m wide awake it´s morning
Kántrý eins og það gerist best, allra best. Ekki hræðast þó svo ég segi að þetta sé kántry, þetta er gott kántrý. Hér deyr enginn hundur og engin kærasta fer frá neinum (held ég). Hér er talað um alvöru málefni. Flottasta lag plötunnar er án vafa Road to Joy.

Doves - Some Cities
Manchester mennirnir í Doves gáfu út sína þriðju plötu og eins og hinar tvær er hún virkilega góð. Þessi plata greip mig frá fyrstu hlustun ólíkt annarri plötunni sem þurfti meiri tíma. Þeir gera flotta tónlist þeir mega eiga það drengirnir.