Ég setti ekki fyrir svo löngu inn teljara á síðuna svo ég fengi pínu upplýsingar um hversu margir væru að koma og þvíumlíkt. Eitt af því sem þetta gerir er að segja mér hvaðan fólk er að koma til að skoða síðuna og það er ansi áhugavert. Heimsóknir inn á síðuna hafa komið frá furðulegustu stöðum um allan heim og bara nýlega má nefna:
University Of Newcastle Upon Tyne
Splitsko-dalmatinska, Split, Croatia
Japan (www.dion.ne.jp)
Árósar í Danmörku (ég man ekki hvern ég ætti að þekkja þar)
Svo er einhver sem skoðar síðuna og er í Columbia skólanum, sem ég hefði lítið á móti að komast inn í.
Það er gaman af þessu og ég er orðinn ansi forvitinn hvaða fólk þetta sé, hvort það hafi óvart komið inn á eða hafi bara verið að flakka á milli síða, eins og maður á stundum til að gera sjálfur.
University Of Newcastle Upon Tyne
Splitsko-dalmatinska, Split, Croatia
Japan (www.dion.ne.jp)
Árósar í Danmörku (ég man ekki hvern ég ætti að þekkja þar)
Svo er einhver sem skoðar síðuna og er í Columbia skólanum, sem ég hefði lítið á móti að komast inn í.
Það er gaman af þessu og ég er orðinn ansi forvitinn hvaða fólk þetta sé, hvort það hafi óvart komið inn á eða hafi bara verið að flakka á milli síða, eins og maður á stundum til að gera sjálfur.