A site about nothing...

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Tónlistarárið 2005 - innlent

Ég hef sjaldan hlustað jafnmikið á íslenska tónlist og er það líklega útaf Rjómanum. Tónlistarárið 2005 tel ég að hafi verið mjög gott í íslenskri tónlist. Kíkjum á listann.

1. Sigurrós - Takk
Frábær plata frá Sigurrós sem er nær Ágætis Byrjun í straumum og stefnum heldur en () og er það gott enda Ágætis Byrjun ein besta plata Íslandssögunnar. Mjög heildstætt og gott verk frá þeim með fullt af perlum.

2. Ampop - My Delusions
Sú sveit sem kom mér kanski hvað mest á óvart gaf út frábæra indí pop skífu sem vert er að veita nánari athygli. Þeir voru einu sinni í einhverju elektró rokki sem var ekki að gera góða hluti og er þetta miklu miklu betra. Ef þú fílar Coldplay prufaðu að kíkja á þetta.

3. Emilíana Torrini - Fisherman´s woman
Sætasta stelpa Íslands gaf út sýna aðra plötu undir erlendu merki. Mjög ólík Love in the Time of Science en það er svo sem ekki furða þar sem stelpan er að fjalla um ástvinamissi. Mjög góð plata.

4. Hermigervill - Sleepwork
Ég hef aldrei átt jafnerfitt með að skrifa dóm um neina plötu og þessa. Gaf henni 2.5 en ég hefði eiginlega átt að fara vísindalegu leiðina og gefa henni 3.0 með 0.5 í vikmörkum. Mjög fjölbreytt instrumental hipphopp, elektró og chillplata. Ladybash og Glimpse eru tvö virkilega góð lög sem vert er að athuga betur.

5. Bennihemmhemm - Bennihemmhemm
BeginningEnd er besta lagið á plötunni enda er það tvisvar það er í byrjun og í endanum. Minnig mann mjög á Badly Drawn Boy það lag. Annars er platan hressandi enda getur plata með lag um hnitakerfið ekki klikkað. Athugið Til eru fræ kóverið sem er á plötunni virkilega flott.

Aðrar góðar plötur

Daníel Ágúst - Swallowed a Star
Fyrrum gusgus meðlimurinn með sýna fyrstu sólóplötu. Þetta er plata sem maður þarf að láta renna nokkrum sinnum í gegn til að ná henni almennilega og ég var ekki nógu þolinmóður á seinasta ári, hefði jafnvel getað verið hærri hefði ég gert það.

Stórsveit Nix Nolte - Orkiedur Hawaii
Mjög furðulegt nafn á hljómsveit sem spilar tónlist eins og hún sé frá einhverju Balkanlandi. Tónlistin er mjög hress og það er ekki laust við að manni langar til að dansa þegar maður heyrir hana.

Flís - Vottur
Djassútgáfur af perlum Hauk Morthens. Virkilega vel af verki staðið hjá þeim. Pottþétt gjöf fyrir foreldra, ömmur og afa.