Ahh tónlist, uppáhaldsáhugamálið mitt. Ég gæti endalaust talað um tónlist og ég ætla að blaðra aðeins um hana núna. Þannig er mál með vexti að mér var bent á síðu sem hefur forrit sem heitir Pandora og er svona online glymskratti. Þetta apparat virkar þannig að þú skrifar hvaða lag eða artista þú fílar og svo finnur forritið svipað lag eða svipaðan artista út frá eiginleikum laganna, uppbyggingu og eitthvað fleira en ekki af því að einhverjum finnst að þessi hljómsveit svipi til annarrar hljómsveitar.
Ég gerði tvær prufur annars vegar bjó ég til útvarpstöð sem notar Just með Radiohead sem grunninn og forritið kom með lag sem þeir sögðu að hefði svipuð einkenni og það lag. Þetta var ekki mjög svipað þannig séð en mjög gott lag engu að síður. Hitt lagið sem ég gerði sem prufu var Airbag og aftur kom forritið með gott lag.
Það kostar ekkert að skrá sig en það eru einhverjar auglýsingar víst þarna og ég veit ekki hvort þær séu pirrandi eða ekki, hef ekki hlustað það mikið á þetta ennþá.
Að endingu verð ég að segja að ég dýrka svona snillinga sem finna upp á svona hlutum. Vonandi er þetta komið til að vera.
Ég gerði tvær prufur annars vegar bjó ég til útvarpstöð sem notar Just með Radiohead sem grunninn og forritið kom með lag sem þeir sögðu að hefði svipuð einkenni og það lag. Þetta var ekki mjög svipað þannig séð en mjög gott lag engu að síður. Hitt lagið sem ég gerði sem prufu var Airbag og aftur kom forritið með gott lag.
Það kostar ekkert að skrá sig en það eru einhverjar auglýsingar víst þarna og ég veit ekki hvort þær séu pirrandi eða ekki, hef ekki hlustað það mikið á þetta ennþá.
Að endingu verð ég að segja að ég dýrka svona snillinga sem finna upp á svona hlutum. Vonandi er þetta komið til að vera.