A site about nothing...

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Magnet feat. Emma Hays - Lay lady lay

Manni hefur verið kennt í gegnum tíðina að það að setja sér markmið og að skrifa þau niður sé mjög sniðugur hlutur. Þessu er ég mjög sammála og hef aðhyllst þetta svona í seinni tíð. Sem dæmi um þetta má nefna að þegar ég var á öðru ári þá ákvað ég að útskrifast úr B.S. með fyrstu einkunn. Ég var með í kringum 7 minnir mig þá og ég vildi vitaskuld ná því eitthvað upp. Svo fór að ég setti mér einhver markmið fyrir hverja prófatörn frá því. Þegar ég átti eitt próf eftir í HÍ var ég nálægt þessu langtíma markmiði og var það vegna skammtíma markmiðanna. Þá setti ég seinasta skammtíma markmiðið en það var að fá 9 í hagverkfræði því ég vissi að ef ég næði því þá fengi ég fyrstu einkunn. Svo varð og því mun ég útskrifast með fyrstu einkunn núna í febrúar. Ég var með markmið fyrir seinasta ár og voru sum frá árinu á undan. Mörg þeirra litu dagsins ljós en önnur gengu ekki eftir. Í ár ætla ég að setja mér nokkur markmið og skrifa þau niður þvi ég gerði það ekki síðast. Þar sem þið vitið markmiðin mín þá getið þið kanski hjálpað mér að ná þeim.
Markmið mín fyrir þetta ár snúast um það að bæta sjálfan mig, gera ekki öll markmið það svosem.
Fyrsta markmið er að fækka gosdrykkju á sykurlausum gosdrykkjum niður í 4 hálfslíters flöskur á viku til að byrja með og svo jafnvel að skipta þeim alveg út fyrir vatn og sódavatn.
Annað markmið er að hafa bara nammidag á laugardögum sem er mjög erfitt fyrir svona sykurtönn eins og mig. Aukamarkmið með því er að minnka nammiskammtinn.
Þriðja markmið er að æfa 3-6 sinnum í viku.

Ég tel að þessi markmið ættu að vera do-able og raunhæf. T.d. stóð ég ágætlega við fyrsta markmiðið áður en ég fór til DK en þá hrundi það soldið en batnandi manni er best að lifa.