Work it baby, work it. Já ég skellti mér í sund í dag eftir vinnu og dró með mér Inga Sturlu. Við fórum í Laugardalslaugina margfrægu og var ekki laust við að hún væri stöppuð, allaveganna hafði Ingi að orði að hann hefði aldrei séð jafnmarga í henni. Taka verður þessu þó með fyrirvara þar sem við vorum í sundi á laugardaginn í Suðurbæjarlauginni og það var svona ágætis hópur af fólki en ekkert öfga mikill að þá lét hann sömu orð falla, hann hafði aldrei farið í Suðurbæjarlaugina með jafnmikið af fólki í henni. Nú aftur að sundlaugarferðinni að þar sem ekki var hægt að sitja í grunna endanum þá ákváðum við að heilsa upp á sólbekkinn og gerðum það í dágóðan tíma og workuðum tanið allsvakalega. Var það umtalað í lauginni eftir að við komum aftur í hana að við hefðum náð góðu base tani. Svo eftir gott chill í lauginni skelltum við okkur og fengum okkur að borða niðrí bæ og ís á eftir. Snilld.
Svo eftir að ég kom heim þá náði ég að draga familien út með mér þar sem veðrið var fáránlega gott. Var ákveðið að ég myndi renna mér nauthólsvíkina á línuskautum og þau að chilla á meðan. Á ströndinni var heljarinnar partý og fólk að dansa og láta öllum illum látum. Ekki mundi ég eftir því að FM957 hefði boðað til strandpartýs eða einhver önnur útvarsstöð en komst að því þegar ég var búinn að renna mér að þarna voru skátar á ferð og gríðarlega hressir í þokkabót.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, að renna sér í þarna í Nauthólsvíkinni og út í Vesturbæ er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo mikil ró sem maður nær meðan á þessu stendur og útsýnið er ótrúlegt. Ég verð að reyna að fara oftar áður en ég fer út og ef einhver vill koma með mér þá er bara um að gera að bjalla í mig, ég er alltaf til.
Að lokum þá ætla ég að ræða um verslunarmannahelgina. Ef það er einhver þarna úti sem á sumarbústað með heitum potti og hafði hugsað sér að fara í hann um helgina má sá hinn sami bjóða mér með :D.
Svo eftir að ég kom heim þá náði ég að draga familien út með mér þar sem veðrið var fáránlega gott. Var ákveðið að ég myndi renna mér nauthólsvíkina á línuskautum og þau að chilla á meðan. Á ströndinni var heljarinnar partý og fólk að dansa og láta öllum illum látum. Ekki mundi ég eftir því að FM957 hefði boðað til strandpartýs eða einhver önnur útvarsstöð en komst að því þegar ég var búinn að renna mér að þarna voru skátar á ferð og gríðarlega hressir í þokkabót.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, að renna sér í þarna í Nauthólsvíkinni og út í Vesturbæ er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo mikil ró sem maður nær meðan á þessu stendur og útsýnið er ótrúlegt. Ég verð að reyna að fara oftar áður en ég fer út og ef einhver vill koma með mér þá er bara um að gera að bjalla í mig, ég er alltaf til.
Að lokum þá ætla ég að ræða um verslunarmannahelgina. Ef það er einhver þarna úti sem á sumarbústað með heitum potti og hafði hugsað sér að fara í hann um helgina má sá hinn sami bjóða mér með :D.