A site about nothing...

mánudagur, júlí 18, 2005

Klassík

Eitt sem ég ætlaði líka að koma á framfæri fyrst ég er nú að þessu á annað borð að þá hef ég ekkert heyrt frá elsku kokkinum okkar. Ég efast stórlega um að ég eigi eftir að gera það þrátt fyrir nokkrar ítrekanir í tölvupósti. Þannig að spurningin er bara hvort við eigum ekki bara að senda honum póst svona í lok sumars og lýsa yfir óánægju okkar gagnvart honum. Láta hann heyra það að orð hans hafi verið innantóm og framkoma óásættanleg.

Arna


Já, það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að tala við þennan kokk, kíla hann í bumbuna og segja: "Ef þú borgar ekki þá rassskelli ég þig". Eins og þið vitið, þá leysir ofbeldi öll vandamál. Spurning hvort þú takir ekki kalkúnin með þér, svo hann viti að þú sért að tala um viðskipti.
Arnar Ingi | 07.18.05 - 5:28 pm


Siggi ætti að fara létt með það, enda vinnur hann hjá KB banka og þeir eru vanir að rassskella mig um hver mánaðamót... Damn you kaffibarinn!
Addi | 07.18.05 - 6:37 pm