Góð helgi að baki þar sem heimsóttir voru Skógar í "verkfræði" útilegu. Brunað var út úr bænum á föstudeginum með þeim Guðbjörgu og Önnu Regínu. Planið var að fara í mínum bíl en stelpurnar voru með svo mikið dót, þar á meðal var Guðbjörg með 300 regnstakka merkta símanum, að við ákváðum að fara á bíl sem fjölskylda hennar átti. Ég ætlaði að vera rosalega góður og koma með ipod og itrip fyrir ferðalagið sem ég og gerði en þegar leið á ferðalagið okkar á Skóga kom í ljós að þar var lítið inni sem allir gátu sætt sig við og fékk ég þann stimpil á mig að hlusta ekki á venjulega tónlist eða eitthvað álíka. Þegar komið var á Skóga var pínu rigning og var hafist handa við að tjalda tjaldinu hennar Önnu Regínu sem er svona old skúl Seglagerðin Ægir tjald, gæti verið keypt annars staðar neita því ekki. Þegar maður hefur bara tjaldað kúlutjöldum í þau fáu skipti sem ég hef farið í útilegu seinustu ár tók dágóðan tíma að fatta hvernig þetta ætti allt saman að vera, sérstaklega þar sem burðarsúlurnar þrjár voru misháar, tvær jafnar og ein hærri. En að endingu hafðist það og þá var tekið til við að blása upp vindsængur. Mín vindsæng var í svona stærri kantinum þannig að Anna hafði dálitlar áhyggjur að tjaldfélagar okkar, Sigrún og Maja, fengju ekkert pláss til að sofa. Það hefði verið slæmt ef þær hefðu báðar verið með vindsængur en lukkulega fyrir okkur var svo ekki þannig að við komumst öll fyrir í tjaldinu. Svo var tekið til við að skemmta sér og gekk það bara ljómandi þrátt fyrir rigningu. Regnstakkar Guðbjargar vöktu mikla lukku og mátti sjá ófáa einstaklinga skarta þeim. Svo þegar farið var að sofa um nóttina, en svo einkennilega vildi til að við fórum öll sem vorum í tjaldinu að sofa á sama tíma þá var þar blár brjóstahaldari inni í tjaldinu. Þegar ég sá hann hélt ég að einhver stelpnanna ætti hann og hafði fá orð um þetta en þegar þær sáu hann fóru þær að velta því fyrir sér hver ætti hann jafnframt því sem þær neituðu allar að eiga hann. Morguninnn eftir skelltum við honum upp við innganginn og varð hann svona húsprýðið okkar.
Þar sem maður vaknar svo gríðarlega ferskur í tjaldi var ákveðið að skella sér á Vík í Mýrdal og tjekka á sundlauginni þar og pizzum sem mikið hafði verið talað um deginum áður. Sundlaugin var góð og pizzan fín en útsýnið á leiðinni var samt best. Við sem fórum tókum nettan túrista á þetta og kíktum á Dyrhólaey og umhverfið þar í kring. Svo þegar aftur var komið voru Skógarleikarnir byrjaðir og var horft á þá. Þar var att kappi í hinum ýmsustu greinum sem vanalega er ekki keppt í og að drekka bjór tilheyrði öllum greinunum. Svo var matur og sprell eftir það þangað til Brekkusöngurinn undir styrkri hönd Daníel Johnsons fór fram. Tókst hann einstaklega vel upp þar sem veðrið hreinlega lék við hvern sinn fingur og fólk var duglegt að syngja með. Svo þegar kom að því að fara að sofa þá einhvern veginn æxlaðist það aftur þannig að við tjaldíbúar fórum öll aftur að sofa á sama tíma. Veðrið tók upp á því að versna og um morguninn var komið hávaðarok og rigning og tók vel í tjaldið. Þá var ákveðið að fara á fætur og bara skella sér í bæinn sem var gert með stuttu stoppi í Hlíðarenda til að borða morgunmat.
Jamm þannig fór nú helgin og er ekki óvitlaust að veita titla fyrir hitt og þetta í lokin.
Combo helgarinnar
Verkfræðiflíspeysan og rauði jakkinn minn sáu um að halda mér heitum og hindra að ég rigndi niður.
Kaup helgarinnar
Síðu nærbuxurnar sem ég fjárfesti í fyrir ferðalagið reyndust vera hin mestu kjarakaup og héldu mér heitum.
Hressleiki ferðarinnar
Guðbjörg í morgun á leiðinni frá Skógum til Hvolsvallar.
Þar sem maður vaknar svo gríðarlega ferskur í tjaldi var ákveðið að skella sér á Vík í Mýrdal og tjekka á sundlauginni þar og pizzum sem mikið hafði verið talað um deginum áður. Sundlaugin var góð og pizzan fín en útsýnið á leiðinni var samt best. Við sem fórum tókum nettan túrista á þetta og kíktum á Dyrhólaey og umhverfið þar í kring. Svo þegar aftur var komið voru Skógarleikarnir byrjaðir og var horft á þá. Þar var att kappi í hinum ýmsustu greinum sem vanalega er ekki keppt í og að drekka bjór tilheyrði öllum greinunum. Svo var matur og sprell eftir það þangað til Brekkusöngurinn undir styrkri hönd Daníel Johnsons fór fram. Tókst hann einstaklega vel upp þar sem veðrið hreinlega lék við hvern sinn fingur og fólk var duglegt að syngja með. Svo þegar kom að því að fara að sofa þá einhvern veginn æxlaðist það aftur þannig að við tjaldíbúar fórum öll aftur að sofa á sama tíma. Veðrið tók upp á því að versna og um morguninn var komið hávaðarok og rigning og tók vel í tjaldið. Þá var ákveðið að fara á fætur og bara skella sér í bæinn sem var gert með stuttu stoppi í Hlíðarenda til að borða morgunmat.
Jamm þannig fór nú helgin og er ekki óvitlaust að veita titla fyrir hitt og þetta í lokin.
Combo helgarinnar
Verkfræðiflíspeysan og rauði jakkinn minn sáu um að halda mér heitum og hindra að ég rigndi niður.
Kaup helgarinnar
Síðu nærbuxurnar sem ég fjárfesti í fyrir ferðalagið reyndust vera hin mestu kjarakaup og héldu mér heitum.
Hressleiki ferðarinnar
Guðbjörg í morgun á leiðinni frá Skógum til Hvolsvallar.