A site about nothing...

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Í dag er ég búinn að pæla heilmikið í ljósleiðurum og hvernig leiðbeiningar yfirmanns míns virka, hvort ég skilji þær og svo framvegis því ef ég skil þær ekki þá skilur enginn þær segir hann. Fór meðal annars á fund á annarri hæð í orkuveituhúsinu, ég vinn á fjórðu, nema hvað þetta var á annarri hæð í norðurhúsi og þangað kemst maður ef maður tekur lyftu niður á mínus þrjá. Þaðan labbar maður langan gang, þar sem aðstaða vinnumanna er og þar á endanum fer maður inn um hurð og svona semi langan gang. Svo gerir maður hókí pókí, snýr sér í hring og er þá mættur í eitthvað hús þar sem fullt af fólki vinnur og ég vissi ekki einu sinni að fólk væri að vinna þarna. Í þessu húsi spjallaði ég við hressan breta að ég held sem talar soldið bjagaða íslensku og hann var að útskýra fyrir mér hvernig þeir eru að teikna upp ljósleiðara og allt systemið sem þarf til að koma þessu á laggirnar. Það er þessi deild er með forrit sem heldur utan um allar tengingar, hvernig rör og ljósleiðarar tengjast og eitthvað þannig. Spennandi stöff.
Svo er grill á morgun í gömlu deildinni minni Dreifingu og það er spáð góðu veðri þannig að það verður gaman. Reyndar er aðstaða mín ennþá hjá þeim þannig að maður fær að fljóta með.
Svo svona í lokin var ég að velta fyrir mér hvort maður gæti ef maður ákvæði það að hætta að borða hvítt hveiti? Ekki endilega vegna þess að læknar sögðu að þú yrðir að gera það þú bara ákveður það sjálfur. Ég er aðallega að hugsa um þetta því það er svo ótrúlega margt sem maður borðar sem hefur hvítt hveiti, eins og pasta og brauð og t.d. hata ég ekki brauð. Sérstaklga ekki ristað brauð með osti og marmelaði og kannski glas af appelsínusafa :D.
En já nú ætla ég að hætta áður en þetta blogg verður með öllu óskiljanlegt.