A site about nothing...

sunnudagur, júlí 24, 2005

Góð helgi er senn á enda og var nóg að gera að venju. Grill og partý á föstudaginn í þessari líka blíðu og veðrið um nóttina var þannig að manni langaði helst ekki að fara að sofa. Laugardagurinn var svipaður, ég og Ingi workuðum tannið í suðurbæjarlaug og svo var partý sem Guðbjörg og fleiri vinkonur hennar héldu í nauthólsvík í gærkveldi. Þaðan var farið í bæinn en það sem var hvað ótrúlegast var að það var nánast enginn í bænum, spurning hvort fólk sé að spara sig fyrir næstu helgi. Ég og Sjonni vorum búnir að ákveða að taka daginn í dag snemma þannig að ég var ekki lengi í bænum og svo klukkan hálftíu í morgun kom Sjonni og náði í mig og við fórum að spila 9 holu völlinn á Hvaleyrinni. Mjög skemmtilegur völlur en alltaf erfitt að spila völl í fyrsta skipti. Sólin lét ekki mikið sjá sig en öðru máli gegndi um þokuna, samt mjög góðar aðstæður til að spila golf. Við náðum báðir einum birdie og það á sömu holunni en annars var ég ekki að spila neitt öfga vel þannig séð því þetta var náttúrulega nýr völlur og svona :D.
Eftir golfið fór ég loksins að sjá nýju star wars myndina og var hún ágætis afþreying. Gaman svona að sjá hvernig þetta verður allt eins og upphaflega myndin sýndi.
Jæja upptalningarblogg er ekki það skemmtilegasta en eitthvað verður maður að skrifa.