A site about nothing...

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Þar sem það hefur verið svona frekar rólegt að gera í vinnunni upp á síðkastið og þá meina ég rólegra en vanalega þá hef ég soldið verið að vafra um netið og þá er alveg tilvalið að skoða t.d. bloggsíður. Vanalega er það þannig að maður byrjar að skoða sína síðu og út frá því skoðar maður tenglana á henni. Svo ef tíminn er nægur þá á maður það til að velja einhvern random af tenglum vina sinna og þannig heldur þetta áfram. Að gera þetta getur verið mjög gaman því manni finnst svona eiginlega eins og maður sé að hnýsast örlítið, lesa sér til um eitthvað sem einhver sem maður þekkir ekkert vill tjá sig um. Allaveganna verð ég að viðurkenna að ég hef oft lúmskt gaman af þessu og maður finnur oft góð blogg með þessari aðferð. Enn hef ég þó ekki fundið eitthvað blogg hjá einhverjum sem ég þekkti í æsku en það hlýtur að enda á því.
Annað sem ég hef verið að gera til að nýta tímann er að skoða nám erlendis. Ég er þónokkuð búinn að einblína á USA og keypti mér í þeim tilgangi aðgang að safni usnews um grad skólana og hvernig þeir eru rankaðir. Þetta er svo mikil snilld og ótrúlega þægilegt að orð fá því varla lýst. Svo þegar maður vill skoða Evrópu þá vandast málin og er eiginlega bara hundleiðinlegt að leita að námi í Evrópu. Fyrir það fyrsta er þetta mjög óskipulagt og svo er það nám sem mig langar helst í voðalega lítið kennt þar, allaveganna á þann hátt sem ég vil.