A site about nothing...

laugardagur, júlí 09, 2005

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig maður yrði "successful" ef maður færi út í það að eiga og reka sína eigin búð hérna á Íslandi. Það sem ég hef komist að eftir þónokkrar pælingar er eftirfarandi. Í fyrsta lagi þá þyrfti búðin að hafa einhverja nauðsynjavöru. Í öðru lagi þá þyrfti fákeppni á markaði þannig að þín verslun gæti komið inn og orðið svona "Bónus" þess geira sem þú ætlar þér að vera á. Þannig að þú þyrftir að vera með verslun sem hefði lítinn "overhead" (man ekki íslenska orðið í augnablikinu) og væntanlega að vera tilbúinn að vinna mikið sjálfur svona til að koma þessu af stað. Þetta tel ég að myndi gefa þeim einstaklingi sem ætlar út í þennan bransa gott veganesti í byrjun.
Svo fór ég að pæla aðeins í þessu meira og velti því fyrir mér af hverju enginn hefur stofnað svona Victorias Secret verslun á Íslandi? Ég velti þessu fyrir mér því þegar við vorum í útskriftarferðinni þá held ég að það hafi varla erið sú stelpa eða strákur sem átti kærustu heima sem fór ekki í þannig verslun úti. Það hlýtur bara að vera að einhverjum hafi dottið þetta í hug en hætt við því það er of dýrt að flytja þetta inn eða eitthvað þannig.
Önnur verslun sem ég tel að myndi ganga virkilega vel hér H&K því alltaf þegar ég fer til útlanda fer ég í hana og vanalega kaupi ég mér eitthvað. Það er reyndar einhver léleg H&M búð á móti Kringlunni en ég held að hún tengist meira póstlistanum heldur en venjulegu verslunum. Af hverju þessi verslun hefur ekki fyrir löngu verið gerð að alvöru verslun er mér hulin ráðgáta en það á víst að bæta úr því þegar næsta stækkun Kringlunnar verður.

Þetta var ekkert gay færsla, nei nei :D