Stundum dettur maður niður á ótrúlega vel gerða þætti þegar maður er að stökkva á milli stöðvanna í sjónvarpinu. Einn slíkan þátt sá ég áðan og var hann um framleiðanda í Hollywood sem heitir Robert Evans. Evans þessi er víst fyrsti leikarinn í Hollywood sem varð síðar framleiðandi og gerði það gott. Hann kom að framleiðslu mynda eins og Love Story og Godfather. Hann var algjör midas því allar myndir sem hann kom að urðu vinsælar en svo lenti hann í hrakningum seinna meir en náði að vinna sig úr þeim. Mér fannst þetta frábært sjónvarpsefni enda hef ég alltaf fílað heimildarmyndir og sérstaklega ef þær tengjast sögu einhvers áhugaverðs. Þannig að ég mæli með að ef fólk hefur Bíórásina að reyna að sjá þessa mynd um manninn, mjög áhugavert stöff.
sunnudagur, júlí 17, 2005
|
<< Home