A site about nothing...

laugardagur, október 08, 2005

Kanye West - Addiction
Ég var svona í gamni mínu að renna í gegnum myndir úr vísó á þessu ári, svona að sjá hvort maður þekkir einhvern og svona og tók þá eftir tvennu. Í fyrsta lagi þá virðist Fjalli vera orðinn úberhress gaur, hann hefur nú alltaf verið hress, en þetta jaðrar við fm957 hress og bendi ég á þessar tvær myndir til sönnunar þess.
Fjalli hressi 1
Fjalli hressi 2
Hitt sem ég tók eftir er að Sara er greinilega búin að þróa nýjan svip sem kemur fram í andliti hennar þegar myndavél er nálægt. Þetta virðist vera tilbrigði við hinn margfræga Zoolander með nettu twisti, sjá sönnunargögn hér og það eru til fleiri.
Zara Zoolander 1
Zara Zoolander 2

Mamma mia, Big Mama´s
Fór með Cheeba(Gunna B) og Tryggva J að borða á fimmtudaginn og ákváðum við að fara á Big Mama´s. Þar fengum við okkur allir steikta kjúklingabringu með sveppasósu, soðnum gulrætum, broccoli og baunum og frönskum og þetta var fáránlega gott og ekki sakaði að þetta kostaði litlar 79 krónur. Það kæmi mér ekki á óvart að ég ætti eftir að fara oftar þarna að borða.

Svo á þriðjudaginn flýg ég til Madridar og gisti þar eina nótt. Ætlunin er að reyna að sjá eitthvað sniðugt þar, þannig ef einhver veit um eitthvað sem er must see þá má sá hinn sami kommenta. Svo í hádeginu daginn eftir fer ég upp í lest og held áleiðis til Alicante þar sem ég verð í 6 daga áður en ég flýg hingað heim. Þegar ég kem heim þá er haustfrí hérna þannig að það er spurning hvort maður reyni að finna eitthvað annað ferðalag eða kanski nýti tímann bara til að læra, æfa og finna skóla. Þetta er stór spurning sko.