A site about nothing...

fimmtudagur, október 06, 2005

Sagan á bakvið nafnið - Royvegas
Ég veit ekki hvort einhverjir hafa velt fyrir sér msn addressunni minni en hún er kanski ekki alveg eins og fólk myndi halda. Allaveganna þá var það þannig að þegar ég ákvað að fá mér hotmail að þá vildi ég hafa svona kanski soldið laumulegt nafn enda var ég mjög laumulegur á þeim tíma. Svo fer ég að velta fyrir mér hvaða nafn ég ætti nú að hafa. Á þessum tíma var lag á x-inu gamla góða sem ég fílaði mjög vel og ég hélt að hljómsveitin héti RoyVegas sem mér fannst nokkuð nett nafn þannig að ég ákvað að nota það í hotmailið mitt. Svo seinna komst ég að því að hljómsveitin heitir Roy Vedas sem er miklu slakara nafn auðvitað. En fyrst ég er farinn að minnast á hljómsveitina er um að gera að láta lagið fylgja með. Þetta var í kringum 1998 og þá voru Vocoderar mikið notaðir í lögum fyrir söngvarana enda fær maður soldið special effect. Þekktasta Vocoderlagið frá þessum tíma er líklega lagið með Cher sem var feykivinsælt á þessum tíma do you believe held ég að það heiti. Það lag varð svo vinsælt að þegar ég var í þýskalandi um þetta leiti að þá var einhver þýsk söngkona búin að yfirfæra það á þýsku sem er dæmigert fyrir þjóðverjana en það er önnur saga.
Roy Vedas - Fragment´s of life

Kötturinn í sekknum
Ég var í tíma í morgun og eins og oft vill verða þegar maður þarf bæði að hlusta á dönsku í 3 og hálfan tíma straight og sú staðreynd að það sé morgun á maður það til að vera ansi þreyttur. Þannig að í einni af pásunum ákvað að ég fara að kaupa mér gos. Ég sé einhverja pepsi X flösku í kælinum og taldi að þarna væri pepsi max á ferðinni. En þegar í tímann var komið þá fattaði ég að þetta var ekki pepsimax. Keypti temmilega köttinn í sekknum.
Frábær saga, ég veit.