A site about nothing...

sunnudagur, október 09, 2005

Franz Ferdinand - Outsiders

Eftir tvo daga verð ég staddur í höfuðborg Spánar, Madrid fyrir þau ykkar sem vita það ekki, að skoða eflaust eitthvað voðalega sniðugt. Daginn eftir held ég svo af stað í lest til Alicante þar sem vonandi einhver nennir að sækja mig og svo hitti ég systkini mín, pabba og ömmu. Sex dögum síðar kem ég heim, beint í haustfrí hér í DTU og höfum ég og Gunni talað um að nýta jafnvel fríið og kíkja aðeins til Svíþjóðar. Svona til að bæta á listann yfir lönd sem ég heimsóttir árið 2005.

Ég fatta ekki alveg þetta æði hjá þáttum að láta leikara einhvers þáttar koma fram í öðrum sem karakterinn í hinum þættinum. Bara núna nýlega hef ég séð tvö dæmi um þetta. Annars vegar var það í Skadestuen (ER), sem ég sé fáránlega mikið af hérna úti, og þar komu einhverjar tvær löggur sem leika í þætti sem ég hef séð heima en man ómögulega núna hvað heitir. Þátturinn með löggunum er líka með sjúkraflutningsfólki og slökkviliðsfólki, svona ef það segir ykkur eitthvað. Hitt dæmið er Las Vegas í þætti sem ég var að horfa á þar kom Jordan og Woody úr Crossing Jordan þættinum. Manni er spurn, er áhorf svona lítið á þættina þaðan sem fólkið kemur að framleiðendur vonast til að áhorfið aukist með því að láta það koma fram í kanski vinsælli þætti en það leikur í sjálft í?

Síðan ég flutti hingað út þá hef ég fattað meira og meira með hverjum deginum sem líður hvað Ipodinn minn er mér mikilvægur. Ef ég hefði ekki Ipodinn þá myndi ég eflaust deyja úr leiðindum t.d. þegar ég tek B lestina niður í bæ eða baka, eða bara almennt á ferðalagi með almenningssamgöngum. Þakka þér Steve Jobs og þínum verkfræðisnillingum sem bjuggu til Ipod, ég fíla kanski ekki Mac tölvur, en ég dýrka Ipodinn.