Ég er þannig úr garði gerður að þegar ég fæ hugmynd að einhverju eða er að vinna að einhverju frekar spennandi þá vil ég helst geta klárað það sem fyrst, fengið niðurstöðu sem fyrst. Þess vegna verð ég hálf þunglyndur þegar ég fer að skoða skóla til að sækja um og í hvaða nám ég á að fara í mastersnám. Það er ótrúlega erfitt að fara í gegnum alla skólana sem koma til greina, sortera út þá sem hafa kanski ekki eitthvað sem heillar mann og komast að niðurstöðu, svona 6-8 skólar sem maður sækir svo um. Þetta ferli allt saman er að gera mig gráhærðan um þessar mundir og þegar ég verð búinn að þessu þá tekur við umsóknarferlið sem er allt annar hausverkur. Í ofanálag þá þarf ég líka að finna mér vinnu eftir jól. Þetta er eins og vinna, nema hvað maður gerir þetta í frítíma sínum ef maður nennir því. Ég mun auðvitað verða mjög ánægður með þessa vinnu þegar allt er komið á hreint, því það er annað, svona óvissa er eitthvað sem ég þoli ekki, vil helst hafa flest á hreinu. Já það er helvítis nöldur í manni hérna.
mánudagur, október 24, 2005
|
<< Home