A site about nothing...

sunnudagur, október 30, 2005

U2 - hold me, thrill me, kiss me, kill me

Já lægði í bloggheimum, það er ekki hægt að neita því. Spurning hvort ég sé enn í hálfgerðu þunglyndi varðandi skóladraslið allt eða bara ekkert sé að gerast hérna úti sem vert er að minnast á? Ég hreinlega veit það ekki sjálfur en það sem ég veit er að nóvember verður killer mánuður. Allt í einu sé ég fram á það að ég þurfi að fara að læra. T.d. þarf ég að læra alveg heilt fag sem ég hef voðalega lítið lært í svo ég klúðri ekki eina prófinu sem ég fer í og það er munnlegt. Svo eru verkefni að detta inn í öðrum fögum sem þarf að vinna og þau eru ansi massíf. Svo er skóladraslið sem ég bloggaði um á mánudaginn og vil helst ekki minnast á meira hehe. En ég held að ef maður hlustar bara nógu mikið á góða tónlist þá reddast þetta allt, tónlist reddar hugarástandi mínu ótrúlega oft og ég vona að það gerist núna líka.

Ég hefði betur átt að þrífa klósettið...
Þegar ég sá að United leikurinn á móti Boro yrði sýndur á kanal 5 hérna úti þá hlakkaði mér til að fara að horfa á leikinn. 2 mínutum eftir að leikurinn byrjaði þá dró úr þessari tilhlökkun og 23 mínútum síðar dó tilhlökkunin og varð að einhverju slæmu. Það hefði eflaust verið skemmtilegra að þrífa klósettið heldur en að horfa á þennan leik, hræðileg frammistaða. Ef ég hefði fengið að ráða hefði ég selt John O´Shea í hálfleik, gaurinn er gagnslaus og Fletcher á hægri kanti, plís ekki láta mig byrja að tala um það. En núna er bara að gleyma þessu og byrja að horfa á kapphlaupið um annað sæti, það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef eitthvað lið nær Chelsea. T.d. að United fái alla meiddu mennina tilbaka og kaupi Ballack í janúar, þá er sjens.