Það er aðeins farið að kólna hérna í Köben/Lyngby en þó ekki skítakuldi eins og heima. Maður finnur helst fyrir þessu á kvöldin því ofnarnir eða réttara sagt eini ofninn í herberginu hefur ekki verið í gangi. En í gær kveikti ég á helvítinu enda var mér ekki farið að lítast á blikuna. Ef ég hefði verið heima þá hefði það verið hreinlega aumingjaskapur að kveikja á ofninum miðað við það hitastig sem er í gangi en þar sem herbergið mitt er það svæði þar sem ég er alltaf í, ólíkt því sem er heima, þá ákvað ég að gera þetta.
Nú fer að styttast í það að maður fari til Spánar, réttara sagt bara vika. Flýg ti Madridar þar sem ég hef svona klukkutíma til að koma mér á lestarstöð sem ég veit ekki hvort sé nálægt eða ekki og þaðan er leiðinni haldið til Alicante. Svo viku síðar verð ég kominn heim. En þá verða flestir farnir eitthvað annað enda er haustfrí hérna í Danmörku og allir að ferðast eitthvað. Ég er að gæla við það að kíkja kannski í eitthvað lestarferðalag þar sem það kostar ekki mikið en það er alls ekki ákveðið.
Er að hlusta á nýja Sigurrósar diskinn og er kominn á lag þrjú og mér líst strax betur á hann heldur en (). Hann er nær Ágætis Byrjun sem var svo miklu meira en það.
Nú fer að styttast í það að maður fari til Spánar, réttara sagt bara vika. Flýg ti Madridar þar sem ég hef svona klukkutíma til að koma mér á lestarstöð sem ég veit ekki hvort sé nálægt eða ekki og þaðan er leiðinni haldið til Alicante. Svo viku síðar verð ég kominn heim. En þá verða flestir farnir eitthvað annað enda er haustfrí hérna í Danmörku og allir að ferðast eitthvað. Ég er að gæla við það að kíkja kannski í eitthvað lestarferðalag þar sem það kostar ekki mikið en það er alls ekki ákveðið.
Er að hlusta á nýja Sigurrósar diskinn og er kominn á lag þrjú og mér líst strax betur á hann heldur en (). Hann er nær Ágætis Byrjun sem var svo miklu meira en það.