A site about nothing...

mánudagur, október 03, 2005

Klukkedí klukk klukk. Já Sara klukkaði mig og hér koma 5 mjög tilgangslausar staðreyndir um mig.
1. Þegar þessu ári líkur mun ég hafa farið til eftirfarandi staða: Boston, Providence, New York, Dóminiska Lýðveldisins, Danmörku, London, Madrid og Alicante. Þetta er mjög óvanalegt að maður ferðist svona mikið á einu ári en maður hatar þetta ekki.
2. Þegar ég var krakki hélt ég að faðir vorið hljómaði svona "... eigi leið þú ost í frysti heldur frelsa ost frá illu". Mér hefur alltaf þótt ostur mjög góður.
3. Ég held ég hafi séð allar heilalausar grín-unglingamyndir (american pie etc) síðari ára. Þetta helgast að miklu leyti til af því að á veturna þá vil ég "slökkva" á heilanum þegar ég kem heim úr skólanum og ekki þurfa að hugsa of mikið.
4. Ég sá fyrsta þáttinn sem var sýndur af Nágrönnum á Íslandi og mjög marga þætti eftir það. Áhugi minn á Nágrönnum hefur minnkað í seinni tíð enda ekki mikill tími til að horfa á þá. Samt fyrir þá sem muna eftir Jim Robinson í þáttunum þá leikur hann í annarri sjónvarpsþáttaröð sem ég hef gaman af, The OC. Þar heitir hann, Caleb Nichols.
5. Áður en ég flutti hingað út til Lyngby hafði ég aldrei sett í þvottavél sjálfur og þvegið af mér. Svona er að vera örverpið í fjölskyldunni.

Ég klukka Tuma Tan-Master 3000, allir aðrir sem ég þekki hafa verið klukkaðir.