A site about nothing...

mánudagur, júní 30, 2003

Maður er orðinn temmilegur lazy bastard, bloggar lítið og ef eitthvað þá er lítið vit í þessu hjá manni. Nú er um að gera að bæta úr þessu.
Þessi helgi verður þekkt fyrir það hversu margar myndir ég sá. Fór tvisvar í bíó og horfði á eina í sjónvarpinu, rúv meira að segja og þá er mikið sagt. Á föstudeginum sá ég Phone Booth með írska Brad Pitt honum Colin Farrell, Kiefer strípalingi Sutherland og Katie hot Holmes. Ansi fín mynd verður að segjast og maður sá ekkert eftir 800 kallinum sem fór í þetta, sá reyndar eftir peningnum í nachos og gos. Nachosið var brimsalt þannig að manni langaði ekkert í það, Smárabíó fær mínus fyrir það.
Nú á laugardaginn var myndin Enigma í sjónvarpinu og kom hún rosalega á óvart. Mig hafði alltaf langað til að sjá hana en fór ekki í bíó né leigði hana á spólu. Þannig að þegar rúvarinn ákvað að sýna hana ákvað ég að kíkja á hana og varð hreint ekki fyrir vonbrigðum. Sagan er að hluta til sönn og hluta til skáldskapur.
Svo í gærkveldi fór ég ásamt Einari á Bruce Almighty. Þetta er ein af þeim myndum sem maður hefur beðið eftir í sumar og verður að segjast að fyrir hlé er myndin gríðarlega fyndin. En ég verð að segja eitt, aldrei hef ég farið í bíó þar sem ég þekkti jafnmarga. Þetta var næstum ekki fyndið. Þarna var slatti af mr-ingum eins og Bolli, Jón Helgi, Martin, Tumi, Britta, Addú, Hróar og fleiri auk fólks sem ég hef unnið með í Hans Petersen.

Það er ekki laust við að mikið af skrýtnu fólki komi í Bankastræti. T.d er einn sem kemur oft og þá iðullega til að láta ramma inn fyrir sig einhverja mynd og rammarnir sem hann velur verða að vera úr tréi. Núna á föstudaginn kom hann 5 mínútur í 6 og bað okkur um að ramma einhverja mynd sem við og gerðum. Svo var hann búinn að pakka saman dótinu sínu og bjóst til að fara út þá dregur hann allt í einu upp Hello blað. Flettir þar upp á síðu með andlitsmynd af Prince William og bað mig um að ramma hana inn, talandi um geðveiki. Við sem inni vorum þurftum að berjast við það að fara ekki að hlægja og þegar ég fór á bakvið með Hróari til að klippa myndina út þá flissuðum við aðeins eins og skólastúlkur. Svo valdi gaurinn sér einhverja ramma og virti mitt álit ekki, taldi það ekki gott og vildi álit stelpnanna sem frammi voru þær bentu á sitthvoran ramma þannig að hann hefur eflaust verið í mikilli krísu yfir því hvorn rammann hann vildi. Þó svo að þessi maður sé léttgeggjaður má hann eiga það að hann þakkar alltaf voða kurteislega fyrir sig.

Komst að því í kvöld þegar ég var að skutla einhverjum nýstúdenti úr MR sem var að spila með okkur í fótbolta að Áskell Harðarson, ímynd stærðfræðinnar í MR væri að hætta til að kenna stærðfræði á Ísafirði af öllum stöðum. Það er ekki laust við að maður vorkenni soldið ísfirskum nemendum.
Svo heyrði ég líka einhversstaðar nýlega að ímynd hreystis í MR, sjálf frænkan væri að fara að taka sér ársleyfi sem hann hyggst víst eyða í Svíþjóð. Einhversstaðar heyrði ég að Frænkan hefði verið harður nagli hér áður fyrr en farið til Svíþjóðar til að læra eitthvað meira um svona íþróttafræði og komið heim sem algjör kelling. Nú er bara spurning hvort umbreyting frænkunnar muni vera algjör, mun frænkan vera kall þegar hann kemur heim eða kelling?

þriðjudagur, júní 24, 2003

Foo Fighters bara á leiðinni til landsins. Djöfulsins snilld er það. Það er orðið ansi langt síðan gott rokkband kom til landsins og maður lætur sig ekki vanta á tónleika hjá Grohlaranum. Nú er bara að biðja til guðs um að Radiohead komi, það væri sweet.

Sá þennan snilldar nördabrandara á batman.

laugardagur, júní 21, 2003

Closure
Athugið að hér á eftir geta komið fram upplýsingar um þætti eins og Vini og American Idol sem þið viljið ekki vita og vitið ekki. Ég ætla semsagt að ræða aðeins um loka þættina af báðum þáttunum sem voru í kvöld. Þessvegna gerði ég Closure svona, því það þýðir endalok.
Já í kvöld lauk 9. seríu að mig minnir af vinum. Mikið hefur verið talað af almúganum að þessi sería og þar á undan hafi ekki verið neitt spes og þetta sé orðið þreytt og leiðinlegt. Ég get alveg verið sammála um það að 8.sería var engin bomba enda fylgdist ég lítið með en ég fór að fylgjast með 9.seríu og mér finnst hún helvíti góð. Svona undir lokin á seríunni var farið að leika sér soldið með Rachel og Joey, hvort þau myndu ná saman. Og lengi vel leit út fyrir að svo yrði ekki. En í kvöld þá náðu þau saman og þá lokaðist ákveðinn kafli sem ég hef beðið eftir þónokkuð lengi, þ.e. að sjá þau saman. Svo fer væntanlega 10.sería í það að leika sér eitthvað með svona hvernig þau munu reyna að fela þetta. En það verður gaman að sjá þetta verð ég að segja fyrir mitt leyti og tek því ef einhverjir hafa misst á mér allt álit.

Einnig voru lok í American Idol. Maður hefur fylgst eitthvað með þessu síðan það voru svona 9 eftir. Svo í kvöld voru bara væmni Clay og Ruben eftir. Hvað haldið þið? Á kaffistofunni í vinnunni í dag, blaðraði einhver hver ynni í kvöld út úr sér, og mér hafði hlakkað svo mikið til að sjá þetta og komast að þessu. Þetta eyðilagði soldið fyrir mér skemmtunina af lokaþættinum en hann var samt ágætur. Mér fannst hann merkilegastur fyrir þær sakir hversu mikið hægt var að teygja lopann, þátturinn var pretty langur.

Á meðan American Idol var í gangi þá var Radiohead að spila á Southside festivalinu í Þýskalandi og það besta var að það var live stream frá því á netinu. Þannig að ég horfði á það líka. Sá reyndar bara einhver 6-7 lög en það var samt helvíti gaman að horfa á þetta. Klassísk lög sem ég heyrði og gæðin í sendingunni mögnuð. M.a. heyrði ég Paranoid Android, fake plastic trees, everything in its right place, karma police og everything in it´s right place. Verst að maður kemst ekki út í sumar til að sjá þá. Þetta verður bara að duga manni.

þriðjudagur, júní 17, 2003

Í fyrsta skipti á ævi minni fór ég á hin svona hefðbundnu hátíðarhöld í morgun vegna 17.júní. Ömmu minni fannst það nú ekki nógu gott að ég hefði aldrei gert það og ég ákvað að fara með henni og bróður mínum. Byrjað var í kirkjugarðinum þar sem Eyvindur Ari Pálsson og Semiduxinn sem er einhver chick sem ég hef aldrei séð áður lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðs. Þaðan var labbað í skrúðgöngu á Austurvöll þar sem var karlakór og þingmenn og sendiherrar ýmissa landa sátu á stólum en almúginn stóð. Dorrit var meðal manna þarna, leit voðalega vel út og svona en hversu mjó er hún eiginlega? Maður gæti haldið að hún væri að hrynja í sundur. Allaveganna svo voru svona ræðuhöld þar sem Dabbi Odds, formaður þjóðhátíðarnefndar og fjallkonan fluttu ávarp. Þegar Dabbi hélt ræðu tóku nokkrir sig til og lyftu upp einhverjum mótmælaspjöldum, ísland úr nató herinn burt og allt það. Meðal manna í þessu var Hallgrímur sem var í útskriftarárgangi mínum og einhver vinur hans sem leit út eins og karakter úr Lord of the Rings, svona Legolas týpa einhver. Löggan fjarlægði mótmælendur en ekki án mótspyrnu þeirra, t.d. var Legolas borinn í burtu í kóngastól og þegar var verið að bera hann í burtu þá ætlaði Hallgrímur að vera voða sniðugur og lagðist í jörðina fyrir framan lögregluna. Þeir löbbuðu bara yfir hann og sú fyrirstaða sem hann hefur væntanlega vonast eftir misheppnaðist. Það var minnst á það í textavarpinu að kona hefði verið borin burt í kóngastól en mig grunar að það hafi verið Legolas vinur hans Hallgríms hafi verið sá sem borinn var í burtu. Þetta setti ákveðinn blett á þessa hátíðlegu stund.
Svo núna seinna um daginn fór ég aftur niðrí bæ og nú með Einari. Við röltum niður í miðbæ og eins og alltaf gerist á 17.júní rigndi. En þetta var bara í stuttan tíma og svo stytti upp. Við röltum eitthvað um svæðið, fórum á kaffihús, fórum síðan og fengum okkur að borða og röltum tilbaka. Þá fyrst byrjaði að rigna og þegar við vorum komnir í bílinn var ég í það minnsta þvílíkt blautur en Einar var svo heppinn að hann fékk regnhlífina mína lánaða því ég var í svona jakka sem þolir rigningu en hann ekki.
Þegar við vorum að rölta laugarveginn í rigningunni fórum við að spjalla um það afhverju laugarvegurinn væri ekki yfirbyggður. Það þyrfti bara að setja eitthvað plastgler eða þannig og þá væri maður í góðu skjóli fyrir rigningu. T.d. þegar ég var í Brussel var það rosalega algengt að þröngar götur með verslunum væru svona yfirbyggðar og það var algjör snilld.

sunnudagur, júní 15, 2003

Jæja þá er komið að því að fella dóm yfir plötunni. Eftir að hafa hlustað á hana í heild sinni í þónokkur skipti verð ég að segja að þessi plata er bara helvíti góð. Til að byrja með var ég eitthvað með efasemdir, þó aðallega vegna þess að þau lög sem ég hafði heyrt acoustic fílaði ég miklu betur þannig heldur en í endanlegri útgáfu. En smátt og smátt er ég að sætta mig við útgáfuna af þessum lögum eins og hún er á plötunni. Og er ég ekki frá því að eftir því sem á líður þá eigi maður eftir að fíla þetta betur. Þetta er svona plata að mínu mati sem maður þarf að venjast. Ég er brjálaður aðdáandi og fíla nánast allt sem þeir gera en mér fannst soldið með þessa plötu að ég þyrfti að venjast henni. Platan byrjar mjög sterkt með frábæru opnunarlagi sem er eitt besta lagið á plötunni, 2+2=5. Það hefur verið einkenni Radiohead að byrja plötur sínar með sterkum opnunarlögum og oft hefur það verið þannig að þessi lög eru mín uppáhalds. T.d. eru airbag og planet telex í hópi minna uppáhaldslaga. Eina upphafslagið sem mér hefur ekki þótt neitt spes er á Amnesiac.
Það sem mér finnst einkenna þessa plötu soldið er hvernig röddin á Yorke-aranum er notuð sem hljóðfæri. Hann heldur áfram að syngja lögin mismunandi og gefa þannig laginu sinn karakter, ekki alltaf að hljóma eins. T.d. er I will mjög gott dæmi um þetta, önnur röddin er falsetta meðan hin er bassi og verður að segjast að það kemur feyknavel út. Svo er A wolf at the door þar sem maður kannast varla við hann þar sem lagið er mestmegnis sungið í djúpraddaðri (miðað við venjulega hjá Yorke) röddu.
Annað sem mér finnst mjög flott við þessa plötu er hvernig þeir blanda saman elektróníkinni sem þeir voru að reyna fyrir sér með á Kid A og Amnesiac og svo hinu hefðbundna rokki. T.d. er það í þónokkrum lögum þar sem þeir nota elektrónískar trommur þar sem þeir eru að rokka. Einnig bæta þeir inn í ýmsum aukahljóðum sem teljast til rafrænna heima og gefur lögunum þannig ákveðin blæ.
Að lokum vil ég mæla með því að fólk nái sér í acoustic útgáfur af sumum af þessum lögum. Ég ætla t.d. að gefa upp hlekk þar sem fólk getur niðurhalað tónleikum þar sem Yorke-arinn var einn að spila og tekur nokkur nýju lagana, auk gamalla laga á hreint frábærum tónleikum. Þessir tónleikar voru skipulagðir af Neil Young þar sem margir af stærstu listamönnum okkar tíma komu fram og áttu það allir sameiginlegt að koma fram acoustic, þ.e. ekki með rafmagnshljóðfæri. Tónleikarnir eru semsagt styrktartónleikar til styrktar Bridge School, sem er skóli fyrir börn sem eitthvað amar að, man það ekki í augnablikinu.

fimmtudagur, júní 12, 2003

Það er virkilega gaman að vinna í Bankastræti þegar veðrið er gott, sólin skín og þannig. Þá eru svo margir í bænum, mömmurnar strolla upp og niður Bankastrætið með nýfæddu börnin sín og gellurnar sýna sig og sjá aðra (ég og hróar kvörtum ekki yfir því). Það er orðið þannig hjá mér og hróari að við keppumst alltaf um að fá að afgreiða "fallegu stelpurnar" og þar skiptast á skin og skúrir. Ef það eru t.d. margir í búðinni og ein af þeim sem bíður er falleg stúlka þá gæti fólk séð að við gefum soldið í til að eiga þann möguleika á að fá að afgreiða stúlkuna. Stundum er maður heppinn og fær að afgreiða hana en svo getur hið gagnstæða gerst. En við pössum okkur þó alltaf á því að veita ekki lélega þjónustu þó svo við gefum soldið í. Þetta finnst mér gefur lífinu í vinnunni soldið krydd og er bara skemmtilegt. T.d. í morgun þá kom einkar fögur ung stúlka inn og brosti rosalega fallega til mín á leiðinni inn og út, og er ekki laust við að manni leið nokkuð betur eftir á. Það væri ekki slæmt ef hver dagur byrjaði svona í vinnunni.

Ég og brósi ætluðum að fá okkur breiðbandið, því ég hafði séð á heimasíðu símans að tenging væri til staðar. Því fór ég eftir vinnu í dag og náði í lykil svo við gætum nú farið að horfa á einhverjar 45 stöðvar eða svo. Kallinn í búðinni gaf til kynna að allt væri í góðu lagi og ég þyrfti bara að fara heim og tengja myndlykilinn. Ég fór heim og gerði það, en ekki komu allar stöðvarnar. Við hringdum nokkrum sinnum í þjónustusíma símans en samt gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ég talaði við einn hérna í blokkinni að ég komst að því að líklega þyrfti að tengja breiðbandið í allar íbúðirnar, það var ekki nóg að tenging væri til staðar í blokkinni það þurfti að tengja íbúðirnar. Þannig að það litur út fyrir það að maður sjái ekki breiðbandið í bráð, því eflaust kostar væna fúlgu að tengja íbúðina líka.

miðvikudagur, júní 11, 2003

Nú verður gaman að fylgjast með undankeppni EM. Allt getur gerst í riðlinum okkar og mikil spenna framundan. Leikurinn áðan var mjög góður af okkar hálfu og spiluðu okkar menn taktískt séð mjög vel ( takið eftir því hvernig ég nota okkar menn, eitthvað sem er vanalega sagt þegar vel gengur en svo er talað um íslenska landsliðið ef ekki gengur nógu vel). En það er ekki laust við að maður hafi svolitlar áhyggjur fyrir framtíðinni. Nú er Guðni hættur og er það mikið skarð fyrir skildi. Síðustu tvo leiki hefur hann verið feyknagóður og stjórnað vörninni virkilega vel. Svo er hann líka gamall refur og kann ýmis brögð sem gott er að geta gripið til í landsleikjum og svona. Hver mun leysa af Guðna? Við eigum vissulega nokkra góða en það vantar einhvern svona reynslubolta í vörnina sem stjórnar henni, eins og sást mjög vel þegar hans naut ekki við ekki svo fyrir löngu. Jolli er líka hættur þannig að einhver innan liðsins þarf að taka þetta hlutverk að sér ef ekki á illa að fara.
Annað áhyggjuefni er það að Rúnar er að hætta. Rúnar er án vafa einn leiknasti maður okkar og er oft frábært að horfa á hann leika kúnstir sínar. Í fljótu bragði sé ég ekki neinn sem er svipaður Rúnari að þessu leyti og er það ekki nógu gott. Við þurfum leikinn mann sem getur sólað, komið með frábæra sendingu sem splundrar vörninni og þessháttar.
Annars fannst mér leikurinn mjög góður hjá þeim áðan og var gaman að sjá baráttuna hjá þeim.

mánudagur, júní 09, 2003

Skellti mér á miðnætursölu með einarnum vegna útgáfu á nýjustu plötu Radiohead. Hafði hugsað mér að vera mættur hálftólf ef það yrði löng röð en sem betur fór gerði ég það ekki. Þess í stað var ég mættur um átta mínútur fyrir 12 og þá voru fyrir svona um 10 manns eða svo. Stuttu seinna komu Saga og Kjartan í sömu erindagjörð og fleira fólk bættist í röðina. Þegar opnað var voru um 25-30 manns í röðinni. Ég fékk mér special edition af disknum og helvítis beljan sem afgreiddi mig lét mig hafa vitlaust tilbaka, snusaði mig um 500 kall. Svo fórum ég og einarinn í biltúr og hlustuðum á plötuna en ég ætla ekki að fella dóm yfir henni strax. Í það minnsta ekki fyrr en ég hef hlustað á hana nokkrum sinnum, en verð þó að segja að hún lofar þónokkuð góðu.

Á morgun byrjar ný vinnuvika og hefur þetta verið ágætis frí sem maður hefur fengið. Reyndar var ég að vinna á laugardaginn en þar sem það er frídagur í dag þá hefur maður fengið tækifæri til að hvílast ágætlega, haft það gott, spilað CM4, horft á Carmen: Hip Hopera og borða góðan mat með fjölskyldunni. Þannig að maður er bara sáttur.

Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast en ég held að ég sé að falla fyrir þeirri hugmynd að fá mér stafræna myndavél. Reyndar ekkert dýrri eða neitt þannig. Er að pæla í Canon Digital Ixus V2, módeli sem er að detta út bráðum. Reyndar er eitt sem setur stórt strik í reikninginn en það er peningaleysi mitt í sumar. Mitt helsta markmið í sumar er að borga niður bílinn og passa upp á að ég eigi einhvern pening þegar ég byrja í skólanum í haust. Þannig að það er spurning hvort maður neyðist bara ekki til að sleppa þessu.

miðvikudagur, júní 04, 2003

Ég var að pæla, það virðist færast í vöxt að ungar stúlkur fái sér tribal tattoo á mjóbakið og þó svo það geti verið mjög sexy að sjá unga fallega stúlku með þannig á sér þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig þetta muni vera þegar þær verða eldri. í dag eru þær kanski ungar og vel vaxnar og þetta fer þeim vel en eftir einhver x-ár þegar þær hafa eignast börn, fitnað kanski aðeins, ætli þetta verði ekki frekar ljótt og þær sjái eftir þessu? Og ég tala nú ekki um ef þegar þær verða 50+, verður það þá ekki hálffáranlegt að vera með tribal tattoo á mjóbakinu? Þetta er nú bara pæling sko

Að vinna niðrí bæ hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. T.d. er stór hluti viðskiptavina okkar útlendingar og er ég persónulega mjög sáttur með það. Svo er líka mikið af furðulegu fólki sem kemur í búðina til okkar og í dag kom einn sem telst til furðulega fólksins. Ég lenti í því að afgreiða hann. Maðurinn angaði af áfengi og var soldið þvoglumæltur og maður sá á honum að í lífi hans hefði mikið gengið á. Hann var reyndar ekki illa klæddur en eflaust samt útigangsmaður. Og hafði hann með sér poka með allskonar drasli. Upp úr pokanum dró hann myndavél sem hann sagði mér að hann hefði fundið þegar hann hefði verið að leita að dósum í ruslinu og bað mig að athuga hvort það væri í lagi með myndavélina. Ég leit aðeins á hana og fiktaði eitthvað og svona og áleit að hún gæti alveg fúnkerað ef hann keypti batterí í hana. Hann varð himinlifandi við þessar fregnir og sagði mér að þetta væri einmitt það sem hann vantaði, myndavél því hann væri ansi lunkinn við að taka myndir. Það þarf greinilega ekki mikið til að gleðja suma.

mánudagur, júní 02, 2003

Jæja fyrsti dagurinn í vinnunni búinn. Það er aldrei gott að mæta til vinnu þegar manni langar helst til að vera að gera eitthvað annað. En við skulum vona að þetta lagist eftir því sem líða fer á sumarið og fögur fljóðin munu streyma í búðina á heitum sumardögum. Svo skilst mér að það sé álíka mikill séns að fá launahækkun og að .... (fyllist inn af hverjum og einum sem les þetta). Það er mjög niðurdrepandi þar sem ég þarf virkilega á launahækkun að halda. Fyrir það fyrsta þá er ég bara ráðinn frá 12-18 í staðinn fyrir hið venjulega 10-18 og þar fyrir utan þá þarf maður að borga niður bílinn, tryggingar, bensín, lifa og kanski þarf maður að borga yfirdrátt ef námslánið kemur ekki. En þetta reddast væntanlega allt eins og vanalega. En ef einhver veit um lausa stöðu einhversstaðar á skemmtilegum stað, endilega láta mig vita.

Reunionið var bara ágætt. Það var enginn mættur á þeim tíma sem við sögðum að þetta myndi byrja. Um 17 leytið voru 3 mættir, klukkustund síðar voru svona 6 mættir en svo fór mætingin batnandi. Eflaust má þakka því að veðrið lagaðist. Það leit illa út í góðan tíma að það yrði bara rigning og leiðindi en það stytti upp. Ég áætla svo að þegar sem mest var hafi verið um 50 manns þarna og er það ágætt bara, miðað við að það er einungis ár síðan við kláruðum. Páll Heimis bjó til spurningar dauðans fyrir ratleik dauðans að margra mati. Fólk var eitthvað að kvarta yfir lengd ratleiksins, en við hlustuðum nú lítið á þannig raus. Ég held að svona eftir á hafi flestir verið ánægðir þó svo að þetta hafi tekið langan tíma (um 3 tíma) og liðið sem vann gat nú lítið kvartað enda verðlaunin ekki af verri endanum, kassi af bjór sem Plögg-Ari plöggaði. Svo ekki nóg með það að Ari hafi plöggað verðlaunin, mætti bara maðurinn ekki með tvo kassa af snakki og gaf, þvílíkur öðlingur.

Nú er maður kominn í teymi fjóreygðra. Ég er búinn að fá gleraugun og voru þau á þvílíku kjaraverði. Þau áttu að kosta 18þúsund og eitthvað en sökum þess að það var eitthvað pínu vesen, gleraugun voru ekki í búðinni þegar ég ætlaði að sækja þau og voru týnd í 1-2 daga fékk ég afslátt að auki. Þannig að gleraugun voru á 16600 sem verður að teljast mjög vel sloppið sökum þess að plastið þurfti að sérpanta að utan. Svo fékk ég líka mjög flotta öskju um gleraugun. Því ætla ég að mæla með þessari búð. Þetta er gleraugnabúð sem er staðsett hjá Hagkaupsverslununum í Smáralind og Skeifunni.

Að lokum vil ég bara hvetja Martin Inga Sigurðsson a.k.a. MIS a.k.a. Malone til að byrja að blogga. Það er nú soldið síðan síðan ég sagði við hann að hann ætti að byrja að blogga (skemmtileg setning þetta) og vona ég að hann geri það.

peace out