Ég var að pæla, það virðist færast í vöxt að ungar stúlkur fái sér tribal tattoo á mjóbakið og þó svo það geti verið mjög sexy að sjá unga fallega stúlku með þannig á sér þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig þetta muni vera þegar þær verða eldri. í dag eru þær kanski ungar og vel vaxnar og þetta fer þeim vel en eftir einhver x-ár þegar þær hafa eignast börn, fitnað kanski aðeins, ætli þetta verði ekki frekar ljótt og þær sjái eftir þessu? Og ég tala nú ekki um ef þegar þær verða 50+, verður það þá ekki hálffáranlegt að vera með tribal tattoo á mjóbakinu? Þetta er nú bara pæling sko
Að vinna niðrí bæ hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. T.d. er stór hluti viðskiptavina okkar útlendingar og er ég persónulega mjög sáttur með það. Svo er líka mikið af furðulegu fólki sem kemur í búðina til okkar og í dag kom einn sem telst til furðulega fólksins. Ég lenti í því að afgreiða hann. Maðurinn angaði af áfengi og var soldið þvoglumæltur og maður sá á honum að í lífi hans hefði mikið gengið á. Hann var reyndar ekki illa klæddur en eflaust samt útigangsmaður. Og hafði hann með sér poka með allskonar drasli. Upp úr pokanum dró hann myndavél sem hann sagði mér að hann hefði fundið þegar hann hefði verið að leita að dósum í ruslinu og bað mig að athuga hvort það væri í lagi með myndavélina. Ég leit aðeins á hana og fiktaði eitthvað og svona og áleit að hún gæti alveg fúnkerað ef hann keypti batterí í hana. Hann varð himinlifandi við þessar fregnir og sagði mér að þetta væri einmitt það sem hann vantaði, myndavél því hann væri ansi lunkinn við að taka myndir. Það þarf greinilega ekki mikið til að gleðja suma.
Að vinna niðrí bæ hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. T.d. er stór hluti viðskiptavina okkar útlendingar og er ég persónulega mjög sáttur með það. Svo er líka mikið af furðulegu fólki sem kemur í búðina til okkar og í dag kom einn sem telst til furðulega fólksins. Ég lenti í því að afgreiða hann. Maðurinn angaði af áfengi og var soldið þvoglumæltur og maður sá á honum að í lífi hans hefði mikið gengið á. Hann var reyndar ekki illa klæddur en eflaust samt útigangsmaður. Og hafði hann með sér poka með allskonar drasli. Upp úr pokanum dró hann myndavél sem hann sagði mér að hann hefði fundið þegar hann hefði verið að leita að dósum í ruslinu og bað mig að athuga hvort það væri í lagi með myndavélina. Ég leit aðeins á hana og fiktaði eitthvað og svona og áleit að hún gæti alveg fúnkerað ef hann keypti batterí í hana. Hann varð himinlifandi við þessar fregnir og sagði mér að þetta væri einmitt það sem hann vantaði, myndavél því hann væri ansi lunkinn við að taka myndir. Það þarf greinilega ekki mikið til að gleðja suma.