Það er virkilega gaman að vinna í Bankastræti þegar veðrið er gott, sólin skín og þannig. Þá eru svo margir í bænum, mömmurnar strolla upp og niður Bankastrætið með nýfæddu börnin sín og gellurnar sýna sig og sjá aðra (ég og hróar kvörtum ekki yfir því). Það er orðið þannig hjá mér og hróari að við keppumst alltaf um að fá að afgreiða "fallegu stelpurnar" og þar skiptast á skin og skúrir. Ef það eru t.d. margir í búðinni og ein af þeim sem bíður er falleg stúlka þá gæti fólk séð að við gefum soldið í til að eiga þann möguleika á að fá að afgreiða stúlkuna. Stundum er maður heppinn og fær að afgreiða hana en svo getur hið gagnstæða gerst. En við pössum okkur þó alltaf á því að veita ekki lélega þjónustu þó svo við gefum soldið í. Þetta finnst mér gefur lífinu í vinnunni soldið krydd og er bara skemmtilegt. T.d. í morgun þá kom einkar fögur ung stúlka inn og brosti rosalega fallega til mín á leiðinni inn og út, og er ekki laust við að manni leið nokkuð betur eftir á. Það væri ekki slæmt ef hver dagur byrjaði svona í vinnunni.
Ég og brósi ætluðum að fá okkur breiðbandið, því ég hafði séð á heimasíðu símans að tenging væri til staðar. Því fór ég eftir vinnu í dag og náði í lykil svo við gætum nú farið að horfa á einhverjar 45 stöðvar eða svo. Kallinn í búðinni gaf til kynna að allt væri í góðu lagi og ég þyrfti bara að fara heim og tengja myndlykilinn. Ég fór heim og gerði það, en ekki komu allar stöðvarnar. Við hringdum nokkrum sinnum í þjónustusíma símans en samt gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ég talaði við einn hérna í blokkinni að ég komst að því að líklega þyrfti að tengja breiðbandið í allar íbúðirnar, það var ekki nóg að tenging væri til staðar í blokkinni það þurfti að tengja íbúðirnar. Þannig að það litur út fyrir það að maður sjái ekki breiðbandið í bráð, því eflaust kostar væna fúlgu að tengja íbúðina líka.
Ég og brósi ætluðum að fá okkur breiðbandið, því ég hafði séð á heimasíðu símans að tenging væri til staðar. Því fór ég eftir vinnu í dag og náði í lykil svo við gætum nú farið að horfa á einhverjar 45 stöðvar eða svo. Kallinn í búðinni gaf til kynna að allt væri í góðu lagi og ég þyrfti bara að fara heim og tengja myndlykilinn. Ég fór heim og gerði það, en ekki komu allar stöðvarnar. Við hringdum nokkrum sinnum í þjónustusíma símans en samt gerðist ekkert. Það var ekki fyrr en ég talaði við einn hérna í blokkinni að ég komst að því að líklega þyrfti að tengja breiðbandið í allar íbúðirnar, það var ekki nóg að tenging væri til staðar í blokkinni það þurfti að tengja íbúðirnar. Þannig að það litur út fyrir það að maður sjái ekki breiðbandið í bráð, því eflaust kostar væna fúlgu að tengja íbúðina líka.