A site about nothing...

mánudagur, júní 30, 2003

Maður er orðinn temmilegur lazy bastard, bloggar lítið og ef eitthvað þá er lítið vit í þessu hjá manni. Nú er um að gera að bæta úr þessu.
Þessi helgi verður þekkt fyrir það hversu margar myndir ég sá. Fór tvisvar í bíó og horfði á eina í sjónvarpinu, rúv meira að segja og þá er mikið sagt. Á föstudeginum sá ég Phone Booth með írska Brad Pitt honum Colin Farrell, Kiefer strípalingi Sutherland og Katie hot Holmes. Ansi fín mynd verður að segjast og maður sá ekkert eftir 800 kallinum sem fór í þetta, sá reyndar eftir peningnum í nachos og gos. Nachosið var brimsalt þannig að manni langaði ekkert í það, Smárabíó fær mínus fyrir það.
Nú á laugardaginn var myndin Enigma í sjónvarpinu og kom hún rosalega á óvart. Mig hafði alltaf langað til að sjá hana en fór ekki í bíó né leigði hana á spólu. Þannig að þegar rúvarinn ákvað að sýna hana ákvað ég að kíkja á hana og varð hreint ekki fyrir vonbrigðum. Sagan er að hluta til sönn og hluta til skáldskapur.
Svo í gærkveldi fór ég ásamt Einari á Bruce Almighty. Þetta er ein af þeim myndum sem maður hefur beðið eftir í sumar og verður að segjast að fyrir hlé er myndin gríðarlega fyndin. En ég verð að segja eitt, aldrei hef ég farið í bíó þar sem ég þekkti jafnmarga. Þetta var næstum ekki fyndið. Þarna var slatti af mr-ingum eins og Bolli, Jón Helgi, Martin, Tumi, Britta, Addú, Hróar og fleiri auk fólks sem ég hef unnið með í Hans Petersen.

Það er ekki laust við að mikið af skrýtnu fólki komi í Bankastræti. T.d er einn sem kemur oft og þá iðullega til að láta ramma inn fyrir sig einhverja mynd og rammarnir sem hann velur verða að vera úr tréi. Núna á föstudaginn kom hann 5 mínútur í 6 og bað okkur um að ramma einhverja mynd sem við og gerðum. Svo var hann búinn að pakka saman dótinu sínu og bjóst til að fara út þá dregur hann allt í einu upp Hello blað. Flettir þar upp á síðu með andlitsmynd af Prince William og bað mig um að ramma hana inn, talandi um geðveiki. Við sem inni vorum þurftum að berjast við það að fara ekki að hlægja og þegar ég fór á bakvið með Hróari til að klippa myndina út þá flissuðum við aðeins eins og skólastúlkur. Svo valdi gaurinn sér einhverja ramma og virti mitt álit ekki, taldi það ekki gott og vildi álit stelpnanna sem frammi voru þær bentu á sitthvoran ramma þannig að hann hefur eflaust verið í mikilli krísu yfir því hvorn rammann hann vildi. Þó svo að þessi maður sé léttgeggjaður má hann eiga það að hann þakkar alltaf voða kurteislega fyrir sig.

Komst að því í kvöld þegar ég var að skutla einhverjum nýstúdenti úr MR sem var að spila með okkur í fótbolta að Áskell Harðarson, ímynd stærðfræðinnar í MR væri að hætta til að kenna stærðfræði á Ísafirði af öllum stöðum. Það er ekki laust við að maður vorkenni soldið ísfirskum nemendum.
Svo heyrði ég líka einhversstaðar nýlega að ímynd hreystis í MR, sjálf frænkan væri að fara að taka sér ársleyfi sem hann hyggst víst eyða í Svíþjóð. Einhversstaðar heyrði ég að Frænkan hefði verið harður nagli hér áður fyrr en farið til Svíþjóðar til að læra eitthvað meira um svona íþróttafræði og komið heim sem algjör kelling. Nú er bara spurning hvort umbreyting frænkunnar muni vera algjör, mun frænkan vera kall þegar hann kemur heim eða kelling?