A site about nothing...

mánudagur, júní 02, 2003

Jæja fyrsti dagurinn í vinnunni búinn. Það er aldrei gott að mæta til vinnu þegar manni langar helst til að vera að gera eitthvað annað. En við skulum vona að þetta lagist eftir því sem líða fer á sumarið og fögur fljóðin munu streyma í búðina á heitum sumardögum. Svo skilst mér að það sé álíka mikill séns að fá launahækkun og að .... (fyllist inn af hverjum og einum sem les þetta). Það er mjög niðurdrepandi þar sem ég þarf virkilega á launahækkun að halda. Fyrir það fyrsta þá er ég bara ráðinn frá 12-18 í staðinn fyrir hið venjulega 10-18 og þar fyrir utan þá þarf maður að borga niður bílinn, tryggingar, bensín, lifa og kanski þarf maður að borga yfirdrátt ef námslánið kemur ekki. En þetta reddast væntanlega allt eins og vanalega. En ef einhver veit um lausa stöðu einhversstaðar á skemmtilegum stað, endilega láta mig vita.

Reunionið var bara ágætt. Það var enginn mættur á þeim tíma sem við sögðum að þetta myndi byrja. Um 17 leytið voru 3 mættir, klukkustund síðar voru svona 6 mættir en svo fór mætingin batnandi. Eflaust má þakka því að veðrið lagaðist. Það leit illa út í góðan tíma að það yrði bara rigning og leiðindi en það stytti upp. Ég áætla svo að þegar sem mest var hafi verið um 50 manns þarna og er það ágætt bara, miðað við að það er einungis ár síðan við kláruðum. Páll Heimis bjó til spurningar dauðans fyrir ratleik dauðans að margra mati. Fólk var eitthvað að kvarta yfir lengd ratleiksins, en við hlustuðum nú lítið á þannig raus. Ég held að svona eftir á hafi flestir verið ánægðir þó svo að þetta hafi tekið langan tíma (um 3 tíma) og liðið sem vann gat nú lítið kvartað enda verðlaunin ekki af verri endanum, kassi af bjór sem Plögg-Ari plöggaði. Svo ekki nóg með það að Ari hafi plöggað verðlaunin, mætti bara maðurinn ekki með tvo kassa af snakki og gaf, þvílíkur öðlingur.

Nú er maður kominn í teymi fjóreygðra. Ég er búinn að fá gleraugun og voru þau á þvílíku kjaraverði. Þau áttu að kosta 18þúsund og eitthvað en sökum þess að það var eitthvað pínu vesen, gleraugun voru ekki í búðinni þegar ég ætlaði að sækja þau og voru týnd í 1-2 daga fékk ég afslátt að auki. Þannig að gleraugun voru á 16600 sem verður að teljast mjög vel sloppið sökum þess að plastið þurfti að sérpanta að utan. Svo fékk ég líka mjög flotta öskju um gleraugun. Því ætla ég að mæla með þessari búð. Þetta er gleraugnabúð sem er staðsett hjá Hagkaupsverslununum í Smáralind og Skeifunni.

Að lokum vil ég bara hvetja Martin Inga Sigurðsson a.k.a. MIS a.k.a. Malone til að byrja að blogga. Það er nú soldið síðan síðan ég sagði við hann að hann ætti að byrja að blogga (skemmtileg setning þetta) og vona ég að hann geri það.

peace out