A site about nothing...

laugardagur, júní 21, 2003

Closure
Athugið að hér á eftir geta komið fram upplýsingar um þætti eins og Vini og American Idol sem þið viljið ekki vita og vitið ekki. Ég ætla semsagt að ræða aðeins um loka þættina af báðum þáttunum sem voru í kvöld. Þessvegna gerði ég Closure svona, því það þýðir endalok.
Já í kvöld lauk 9. seríu að mig minnir af vinum. Mikið hefur verið talað af almúganum að þessi sería og þar á undan hafi ekki verið neitt spes og þetta sé orðið þreytt og leiðinlegt. Ég get alveg verið sammála um það að 8.sería var engin bomba enda fylgdist ég lítið með en ég fór að fylgjast með 9.seríu og mér finnst hún helvíti góð. Svona undir lokin á seríunni var farið að leika sér soldið með Rachel og Joey, hvort þau myndu ná saman. Og lengi vel leit út fyrir að svo yrði ekki. En í kvöld þá náðu þau saman og þá lokaðist ákveðinn kafli sem ég hef beðið eftir þónokkuð lengi, þ.e. að sjá þau saman. Svo fer væntanlega 10.sería í það að leika sér eitthvað með svona hvernig þau munu reyna að fela þetta. En það verður gaman að sjá þetta verð ég að segja fyrir mitt leyti og tek því ef einhverjir hafa misst á mér allt álit.

Einnig voru lok í American Idol. Maður hefur fylgst eitthvað með þessu síðan það voru svona 9 eftir. Svo í kvöld voru bara væmni Clay og Ruben eftir. Hvað haldið þið? Á kaffistofunni í vinnunni í dag, blaðraði einhver hver ynni í kvöld út úr sér, og mér hafði hlakkað svo mikið til að sjá þetta og komast að þessu. Þetta eyðilagði soldið fyrir mér skemmtunina af lokaþættinum en hann var samt ágætur. Mér fannst hann merkilegastur fyrir þær sakir hversu mikið hægt var að teygja lopann, þátturinn var pretty langur.

Á meðan American Idol var í gangi þá var Radiohead að spila á Southside festivalinu í Þýskalandi og það besta var að það var live stream frá því á netinu. Þannig að ég horfði á það líka. Sá reyndar bara einhver 6-7 lög en það var samt helvíti gaman að horfa á þetta. Klassísk lög sem ég heyrði og gæðin í sendingunni mögnuð. M.a. heyrði ég Paranoid Android, fake plastic trees, everything in its right place, karma police og everything in it´s right place. Verst að maður kemst ekki út í sumar til að sjá þá. Þetta verður bara að duga manni.