A site about nothing...

sunnudagur, júní 15, 2003

Jæja þá er komið að því að fella dóm yfir plötunni. Eftir að hafa hlustað á hana í heild sinni í þónokkur skipti verð ég að segja að þessi plata er bara helvíti góð. Til að byrja með var ég eitthvað með efasemdir, þó aðallega vegna þess að þau lög sem ég hafði heyrt acoustic fílaði ég miklu betur þannig heldur en í endanlegri útgáfu. En smátt og smátt er ég að sætta mig við útgáfuna af þessum lögum eins og hún er á plötunni. Og er ég ekki frá því að eftir því sem á líður þá eigi maður eftir að fíla þetta betur. Þetta er svona plata að mínu mati sem maður þarf að venjast. Ég er brjálaður aðdáandi og fíla nánast allt sem þeir gera en mér fannst soldið með þessa plötu að ég þyrfti að venjast henni. Platan byrjar mjög sterkt með frábæru opnunarlagi sem er eitt besta lagið á plötunni, 2+2=5. Það hefur verið einkenni Radiohead að byrja plötur sínar með sterkum opnunarlögum og oft hefur það verið þannig að þessi lög eru mín uppáhalds. T.d. eru airbag og planet telex í hópi minna uppáhaldslaga. Eina upphafslagið sem mér hefur ekki þótt neitt spes er á Amnesiac.
Það sem mér finnst einkenna þessa plötu soldið er hvernig röddin á Yorke-aranum er notuð sem hljóðfæri. Hann heldur áfram að syngja lögin mismunandi og gefa þannig laginu sinn karakter, ekki alltaf að hljóma eins. T.d. er I will mjög gott dæmi um þetta, önnur röddin er falsetta meðan hin er bassi og verður að segjast að það kemur feyknavel út. Svo er A wolf at the door þar sem maður kannast varla við hann þar sem lagið er mestmegnis sungið í djúpraddaðri (miðað við venjulega hjá Yorke) röddu.
Annað sem mér finnst mjög flott við þessa plötu er hvernig þeir blanda saman elektróníkinni sem þeir voru að reyna fyrir sér með á Kid A og Amnesiac og svo hinu hefðbundna rokki. T.d. er það í þónokkrum lögum þar sem þeir nota elektrónískar trommur þar sem þeir eru að rokka. Einnig bæta þeir inn í ýmsum aukahljóðum sem teljast til rafrænna heima og gefur lögunum þannig ákveðin blæ.
Að lokum vil ég mæla með því að fólk nái sér í acoustic útgáfur af sumum af þessum lögum. Ég ætla t.d. að gefa upp hlekk þar sem fólk getur niðurhalað tónleikum þar sem Yorke-arinn var einn að spila og tekur nokkur nýju lagana, auk gamalla laga á hreint frábærum tónleikum. Þessir tónleikar voru skipulagðir af Neil Young þar sem margir af stærstu listamönnum okkar tíma komu fram og áttu það allir sameiginlegt að koma fram acoustic, þ.e. ekki með rafmagnshljóðfæri. Tónleikarnir eru semsagt styrktartónleikar til styrktar Bridge School, sem er skóli fyrir börn sem eitthvað amar að, man það ekki í augnablikinu.