Skellti mér á miðnætursölu með einarnum vegna útgáfu á nýjustu plötu Radiohead. Hafði hugsað mér að vera mættur hálftólf ef það yrði löng röð en sem betur fór gerði ég það ekki. Þess í stað var ég mættur um átta mínútur fyrir 12 og þá voru fyrir svona um 10 manns eða svo. Stuttu seinna komu Saga og Kjartan í sömu erindagjörð og fleira fólk bættist í röðina. Þegar opnað var voru um 25-30 manns í röðinni. Ég fékk mér special edition af disknum og helvítis beljan sem afgreiddi mig lét mig hafa vitlaust tilbaka, snusaði mig um 500 kall. Svo fórum ég og einarinn í biltúr og hlustuðum á plötuna en ég ætla ekki að fella dóm yfir henni strax. Í það minnsta ekki fyrr en ég hef hlustað á hana nokkrum sinnum, en verð þó að segja að hún lofar þónokkuð góðu.
Á morgun byrjar ný vinnuvika og hefur þetta verið ágætis frí sem maður hefur fengið. Reyndar var ég að vinna á laugardaginn en þar sem það er frídagur í dag þá hefur maður fengið tækifæri til að hvílast ágætlega, haft það gott, spilað CM4, horft á Carmen: Hip Hopera og borða góðan mat með fjölskyldunni. Þannig að maður er bara sáttur.
Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast en ég held að ég sé að falla fyrir þeirri hugmynd að fá mér stafræna myndavél. Reyndar ekkert dýrri eða neitt þannig. Er að pæla í Canon Digital Ixus V2, módeli sem er að detta út bráðum. Reyndar er eitt sem setur stórt strik í reikninginn en það er peningaleysi mitt í sumar. Mitt helsta markmið í sumar er að borga niður bílinn og passa upp á að ég eigi einhvern pening þegar ég byrja í skólanum í haust. Þannig að það er spurning hvort maður neyðist bara ekki til að sleppa þessu.
Á morgun byrjar ný vinnuvika og hefur þetta verið ágætis frí sem maður hefur fengið. Reyndar var ég að vinna á laugardaginn en þar sem það er frídagur í dag þá hefur maður fengið tækifæri til að hvílast ágætlega, haft það gott, spilað CM4, horft á Carmen: Hip Hopera og borða góðan mat með fjölskyldunni. Þannig að maður er bara sáttur.
Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast en ég held að ég sé að falla fyrir þeirri hugmynd að fá mér stafræna myndavél. Reyndar ekkert dýrri eða neitt þannig. Er að pæla í Canon Digital Ixus V2, módeli sem er að detta út bráðum. Reyndar er eitt sem setur stórt strik í reikninginn en það er peningaleysi mitt í sumar. Mitt helsta markmið í sumar er að borga niður bílinn og passa upp á að ég eigi einhvern pening þegar ég byrja í skólanum í haust. Þannig að það er spurning hvort maður neyðist bara ekki til að sleppa þessu.