Í fyrsta skipti á ævi minni fór ég á hin svona hefðbundnu hátíðarhöld í morgun vegna 17.júní. Ömmu minni fannst það nú ekki nógu gott að ég hefði aldrei gert það og ég ákvað að fara með henni og bróður mínum. Byrjað var í kirkjugarðinum þar sem Eyvindur Ari Pálsson og Semiduxinn sem er einhver chick sem ég hef aldrei séð áður lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðs. Þaðan var labbað í skrúðgöngu á Austurvöll þar sem var karlakór og þingmenn og sendiherrar ýmissa landa sátu á stólum en almúginn stóð. Dorrit var meðal manna þarna, leit voðalega vel út og svona en hversu mjó er hún eiginlega? Maður gæti haldið að hún væri að hrynja í sundur. Allaveganna svo voru svona ræðuhöld þar sem Dabbi Odds, formaður þjóðhátíðarnefndar og fjallkonan fluttu ávarp. Þegar Dabbi hélt ræðu tóku nokkrir sig til og lyftu upp einhverjum mótmælaspjöldum, ísland úr nató herinn burt og allt það. Meðal manna í þessu var Hallgrímur sem var í útskriftarárgangi mínum og einhver vinur hans sem leit út eins og karakter úr Lord of the Rings, svona Legolas týpa einhver. Löggan fjarlægði mótmælendur en ekki án mótspyrnu þeirra, t.d. var Legolas borinn í burtu í kóngastól og þegar var verið að bera hann í burtu þá ætlaði Hallgrímur að vera voða sniðugur og lagðist í jörðina fyrir framan lögregluna. Þeir löbbuðu bara yfir hann og sú fyrirstaða sem hann hefur væntanlega vonast eftir misheppnaðist. Það var minnst á það í textavarpinu að kona hefði verið borin burt í kóngastól en mig grunar að það hafi verið Legolas vinur hans Hallgríms hafi verið sá sem borinn var í burtu. Þetta setti ákveðinn blett á þessa hátíðlegu stund.
Svo núna seinna um daginn fór ég aftur niðrí bæ og nú með Einari. Við röltum niður í miðbæ og eins og alltaf gerist á 17.júní rigndi. En þetta var bara í stuttan tíma og svo stytti upp. Við röltum eitthvað um svæðið, fórum á kaffihús, fórum síðan og fengum okkur að borða og röltum tilbaka. Þá fyrst byrjaði að rigna og þegar við vorum komnir í bílinn var ég í það minnsta þvílíkt blautur en Einar var svo heppinn að hann fékk regnhlífina mína lánaða því ég var í svona jakka sem þolir rigningu en hann ekki.
Þegar við vorum að rölta laugarveginn í rigningunni fórum við að spjalla um það afhverju laugarvegurinn væri ekki yfirbyggður. Það þyrfti bara að setja eitthvað plastgler eða þannig og þá væri maður í góðu skjóli fyrir rigningu. T.d. þegar ég var í Brussel var það rosalega algengt að þröngar götur með verslunum væru svona yfirbyggðar og það var algjör snilld.
Svo núna seinna um daginn fór ég aftur niðrí bæ og nú með Einari. Við röltum niður í miðbæ og eins og alltaf gerist á 17.júní rigndi. En þetta var bara í stuttan tíma og svo stytti upp. Við röltum eitthvað um svæðið, fórum á kaffihús, fórum síðan og fengum okkur að borða og röltum tilbaka. Þá fyrst byrjaði að rigna og þegar við vorum komnir í bílinn var ég í það minnsta þvílíkt blautur en Einar var svo heppinn að hann fékk regnhlífina mína lánaða því ég var í svona jakka sem þolir rigningu en hann ekki.
Þegar við vorum að rölta laugarveginn í rigningunni fórum við að spjalla um það afhverju laugarvegurinn væri ekki yfirbyggður. Það þyrfti bara að setja eitthvað plastgler eða þannig og þá væri maður í góðu skjóli fyrir rigningu. T.d. þegar ég var í Brussel var það rosalega algengt að þröngar götur með verslunum væru svona yfirbyggðar og það var algjör snilld.